Miðvikudagur, 7. desember 2016
Vinstristjórn yrði pólitísk og efnahagsleg afturför
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aðalhönnuðir að endurreisn efnahags heimila og þjóðarbúsins eftir hrun.
Eftir óróa og pólitíska upplausn vinstristjórnarinnar 2009-2013 fann ríkisstjórn Sigmundar Davíðs leið til að forða Íslandi frá erlendum hrægömmum annars vegar og hins vegar að endurreisa fjárhag heimilanna með skuldaleiðréttingunni. Grunnur var lagður að langtímavexti hagkerfisins og pólitískum stöðugleika.
Undir þessum kringumstæðum er tilraun til myndunar smáflokkaríkisstjórnar vinstrimanna ávísun á pólitíska og efnahagslega afturför.
Endurreisn Íslands vel á veg komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samstjórn verstu afglapa sem hægt er að finna með þjóðinni.
Halldór Jónsson, 7.12.2016 kl. 22:40
Skammsýni Viðreisnar er með afbrigðum að styðja ekki þessa stjórn. En við hverju er kannski að búast ef þau vilja í ESB- rústina, ráðast á stjórnkerfi sjávarútvegsins og þurfa að grufla í stjórnarskránni eins og Jóhanna til þess að ESB megi ráða?
Vinstri menn telja þau til hægri en hægra fólk telur þau til Brussel, þaðan sem enginn á afturkvæmt.
Ívar Pálsson, 8.12.2016 kl. 00:59
Hér er heldur betur verið á fullu við að endurskrifa söguna í anda orðanna "hið svokallaða hrun."
Upphafið að viðsnúningnum varð í tíð rústabjörgunarstjórnarinnar og kominn var hagvöxtur á síðasta stjórnarári hennar.
Hitt er laukrétt að stjórnin sem tók við 2013 hélt bara býsna myndarlega á þessum málum og hagvaxtarárin eru því fleiri hjá henni auk þess sem þjóðin fékk stærsta happdrættisvinning síðan í stríðinu fyrir 70 árum í formi sexfaldrar fjölgunar ferðamanna og lægsta olíuverði á þessari öld.
Ýmislegt sem þessar ríkisstjórnir var umdeilanlegt og hvor um sig gerði sín mistök eins og gengur.
Báðum stjórnunum
Ómar Ragnarsson, 8.12.2016 kl. 19:29
Afsakið misfellur í texta, sem eru augljósar, "...Ýmislegt sem þessar ríkisstjórnir gerðu var umdeilanlegt..." - og síðustu orðunum, - "Báðum stjórnunum..." er ofaukið.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2016 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.