Miðvikudagur, 23. nóvember 2016
Birgitta hótar að slíta viðræðum
Birgitta Jónsdóttir hótar að slíta smáflokkaviðræðum um ríkisstjórn. Hótun Birgittu er birt á RÚV, sem er ábekingur smáflokkastjórnarinnar allt frá Lækjarbrekkufundum fyrir kosningar.
Birgitta vandist því kjörtímabilið 2009-2013 að hóta Jóhönnustjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem í reynd var minnihlutastjórn. Út á það fékk Birgitta opinn ferða- og risnureikning hjá stjórnarráðinu auk annarra fríðinda.
Ekki er ljóst á hverju steytti í smáflokkaviðræðunum en að Birgitta hóti opinberlega viðræðuslitum sýnir hverju má búast við fari svo að ríkisstjórn smælingjanna fimm komist á koppinn.
Segir fundinn í dag úrslitafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já líklega var það Birgitta sem Katrín gafst endanleg uppá, enda er hún óbrúkleg, nema helst sem þvaður maskína.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.11.2016 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.