Hópstjórnmál vinstriflokkanna og sundurlyndisfjandinn

Vinstrimenn og Viðreisn stofna hópa til að finna samnefnara fimm flokka sem börðust um hylli kjósenda fyrir þrem vikum. Eini samnefnari flokkanna er að andúð þeirra á aðkomu stærsta stjórnmálafls þjóðarinnar að landsstjórninni.

Saga vinstriflokka er saga sundrungar. Kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum 1930, sósíalistar 1938; rúmum 20 áður síðar varð til Alþýðubandalag, síðar stofnuðu frjálslyndir og vinstrimenn flokk, þá Þjóðvaki með Jóhönnu Sig. Við aldamót verða til Samfylking og Vinstri grænir og á síðustu tveim kjörtímabilum Píratar og Björt framtíð.

Ef hópstjórnmál vinstriflokkanna og Viðreisnar leiða til ríkisstjórnar taka við hópslagsmál um völd og áhrif í stjórnarráðinu. Við þekkjum það frá síðustu tilraun þeirra til að stjórna landinu. Vinstri grænir klofnuðu, Steingrímur J. hrifsaði ráðherrastól Jóns Bjarnasonar og Ögmundur Jónasson sagði af sér vegna deilna við Jóhönnu Sig. En þá voru flokkarnir aðeins tveir.

 


mbl.is Þurfa að taka á stóru málunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ekki er útlitið gæfulegt !

Jón Valur Jensson, 23.11.2016 kl. 07:31

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Því meiri sundrung, því minna verður komið í verk.

Sem er í þessu tilfelli mikill kostur og eingöngu jákvætt.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.11.2016 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband