Stjórnarmyndun, andúð og siðleysi

Sjálfstæðisflokkurinn er nær tvöfalt stærri, með 29% fylgi, en næsti stærsti flokkurinn á alþingi, Vinstri grænir, sem eru með 15,9% hlutfall atkvæða í nýafstöðnum kosningum.

Nú reyna fimm flokkar, sem allir fengu atkvæði á ólíkum forsendum, að setja saman ríkisstjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fimm buðu kjósendum upp á fimm ólíkar stefnuskrár sem málefnahópar sjóða saman í einn stjórnarsáttmála.

Í stjórnarsáttmálanum, ef af verður, er ein setning sem allir læsir á pólitík lesa á milli línanna: ríkisstjórn vinstriflokkanna og Viðreisnar er til höfuðs Sjálfstæðisflokknum og kjósendum hans.

Fimm flokka ríkisstjórn til höfuðs tæplega þriðjungi þjóðarinnar fær hvorki meðbyr né velvild. Ekkert málefni, nema andóf gegn Sjálfstæðisflokki, sameinar smáflokkana fimm.

Þegar smáflokkar sameinast gegn þeim stærsta þarf málatilbúnaðurinn að byggja á heilbrigðari hvöt en andúð. Annars er siðleysinu gert hátt undir höfði.


mbl.is Tuttugu manns í málefnahópunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér gefur síðuhöfundur sér það að aðeins Sjálfstæðísflokkurinn fari eftir málefnum, en engir aðrir flokkar, þeir fari allir eftir óbeit og andúð.  

Viðreisn og Bjartri framtíð mistókst að fá Sjallana til að hvika frá málefnastöðu sinni í sjávarútvegsmálum og ESB málinu. 

Nú eru Viðreisn að láta á það reyna, hvort meiri von sé til að mynda stjórn með málamiðlunum heldur en var í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn.

En þá er það allt í einu flokkað undir eina saman "andúð."  

Ómar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 20:42

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Heyrðu mig ágæti höfundur; ef einn tæki þetta hér: "Þegar smáflokkar sameinast gegn þeim stærsta þarf málatilbúnaðurinn að byggja á heilbrigðari hvöt en andúð. Annars er siðleysinu gert hátt undir höfði" , og setti inn smáfjölmiðlamenn (blogg og samfélagsmiðlar eru smáfjömiðlar)í stað orðsins "smáflokkar" þá gæti þetta aleins átt við meintar árásir höfundar á okkar ágæta Ríkisútvarp. Tilviljun ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.11.2016 kl. 20:46

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sjálfstæðisflokkurinn bauð Vinstri grænum til viðræðna um stjórn.  Það var eðlilegt í ljósi kosninganna og tók mið af vilja kjósenda. Vinstri grænir vildu ekki láta á það reyna. Það er tæplega hægt að túlka það sem vilja kjósenda að Samfylkingin verði ríkisstjórnarflokkur. Ekki einu sinni flokksforystan tók það í mál. En nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Flokkarnir fimm, sem nú ræða stjórnarmyndun, buðu allir fram á ólíkum forsendum. Það sem kemur út úr þessum viðræðum, ef þær leiða til stjórnarmyndunar, tekur minnst mark á vilja kjósenda. Eini samnefnarinn í þessu viðræðum er að halda Sjálfstæðisflokknum utan landsstjórnarinnar. Og það er hvorki ást á lýðræði eða siðferðisþrek sem stýrir för.

Páll Vilhjálmsson, 21.11.2016 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband