Öfgaríkisstjórn vinstrimanna

Fimm flokka ríkisstjórn vinstriflokkanna og Viðreisnar verður með Reykjavíkurslagsíðu á kostnað landsbyggðarinnar. Sérstök áhugamál kennd við 101 Reykjavík, s.s. ESB-umsókn, skattlagning á útgerð, óheftur innflutningur matvæla og stjórnarskrárbreytingar, fá stóraukið vægi. Málefni landsbyggðarinnar verða víkjandi. 

Öfgastjórn vinstrimanna er gagngert sett saman til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Sjálfstæðisflokkurinn er með fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum landsins, sem þýðir að stærsti kjósendahópurinn í hverju kjördæmi styður flokkinn til áhrifa í samfélaginu.

Þeir 5 flokkar sem nú ræða stjórnarmyndun geta með samráði hindrað að tæp 30 prósent þjóðarinnar fái eðlilega aðkomu að landsstjórninni. En aðeins í skamman tíma. Þegar kemur að uppgjöri verður vígstaða vinstriflokkanna gjörtöpuð.


mbl.is Samþykkja formlegar viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega góðar ábendingar, Páll ! smile

Jón Valur Jensson, 21.11.2016 kl. 11:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er bleik brugðið að ekki skuli vera minnst neitt á 101 Reykjavík Samfylkinguna sem uppsprettu "öfga" og hvers kyns aðfara gegn landsbyggðinni.

Þessu þarf að kippa í lag, þótt að vísu eigi Sf engan þingmann á höfuðborgarsvæðinu.   . 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 12:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Um leið hvatning til samráðsaðila þeirra fimm til brýnna aðgerða.-- Eigi skal frýja þeim vits í þeim málum,svo oft hafa þeir sett ráðineyti og ráðherra út af fyrir sviðsett upplogin brot,nokkuð sem hægrimenn eru of sómakærir og viljalausir til að taka upp eftr þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2016 kl. 12:38

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er rétt mat hjá Páli. Ríkisstjórn þessara 5 flokka er 101-stjórn og í megin atriðum útblásin núverandi borgarstjórn Reykjavíkur.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2016 kl. 15:02

5 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Þessir fimm flokkar eiga eitt sameiginlegt. Það er sú hugsun að koma eigi í veg fyrir það með öllum ráðum að þriðjungur þjóðarinnar fái að hafa nokkur áhrif á ákvörðunartöku. Víða þætti það fremur einkennilegur samnefnari.

Píratar hafa eina ferðina enn sýnt hvað þeirra markmið er; að komast að kjötkötlunum. Öll loforðin eru fokin út í veður og vind (sem betur fer um sum). Atvinnu og námssaga forystu þeirra er svo kapítuli sem ekki enginn hefði órað fyrir að forystumenn þjóðar státuðu af.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.11.2016 kl. 16:45

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessir fimm  flokkar eiga fátt sameiginlegt.  Ef til vill einn eða tveir í einhverjum einum málaflokki, en sem heild ekki í neinum.
Eini tiltæki og mögulegi málamiðlarinn er Katrín VG, hún er ekki öfundsverð núna.

Kolbrún Hilmars, 21.11.2016 kl. 16:54

7 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

... og enn eitt. Hver er þessi grasrót sem Birgitta er alltaf að "ráðgast við"? Ég skil samhengið milli grass og Pírata mæta vel. En rótinnni er erfiðari að átta sig á.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.11.2016 kl. 17:53

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einar Sveinn, Miðað við að fallið hefur verið frá öllum"ófrávíkjanlegum" kröfum grasrótarinnar er líklegt að Píratar hafi nú skipt yfir í loftháða ræktun.

Ragnhildur Kolka, 22.11.2016 kl. 00:42

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ok, höfundur orðinn þá núna stuðningsmaður Sjalla. Eitt í dag, annað á morgun. 

Líklega mun hann þá styða Kvennalistann í lok árs 2017.

Ístöðuleysi.is

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.11.2016 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband