Sunnudagur, 20. nóvember 2016
Vinstristjórn veit á pólitíska kreppu
Eftir hrun varð hér pólitísk kreppa og fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar leit dagsins ljós. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar lagði til atlögu við fullveldið og stjórnskipun landsins, með ESB-umsókn og tilraun til uppstokkunar á stjórnarskrá.
Hvorttveggja mistókst og vinstristjórnin var lömuð helming kjörtímabilsins.
Vinstristjórnin 2009-2013 var afleiðing efnahagshruns. Möguleg vinstristjórn 2016-2017 er afleiðing pólitískrar kreppu vinstrimanna, sem dreifast á 4 flokka, annars vegar og hins vegar lýðskrums sömu flokka sem bjóða sömu sömu lausnir og misheppnaða ríkisstjórn Jóhönnu Sig., þ.e. ESB-umsókn og nýja stjórnarskrá.
5 flokka vinstristjórn, með Viðreisn innanborðs, gæti mögulega sameinast um valdatöku meirihlutans á alþingi. Valdatakan er aðeins fær með því að útiloka sigurvegara nýafstaðinna kosninga, Sjálfstæðisflokkinn. Verði það raunin er skollin á heimatilbúin pólitísk kreppa, sem vinstriflokkarnir búa til en verður um megn að leysa. Nýjar þingkosningar næsta vor er rökrétt afleiðing.
Funda kl. 13 á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig geta 30% kjósenda verið svo miklir "sigurvegarar" kosninga að þeir eigi heimtingu á að fá sinn flokk í stjórn þegar 70% kjósenda kusu annað?
Ómar Ragnarsson, 20.11.2016 kl. 13:21
Kjósendur Sjálfstæðisflokks eiga sex sinnum meiri heimtíngu á að fá sitt fólk í ríkisstjórn en þeir sem fylgja Samfylkingu að málum.
Kratar hafa nú tekið upp nýja möntru: "Hva, Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert í góðum málum. Ekki minna en 70% kusu annan flokk."
Það étur þetta hver upp eftir öðrum. Enginn bendir á þá döpru staðreynd að 94% vildu EKKI Samfylkingu sem á samt að troða í ríkisstjórn með góðu eða illu.
Þeir forðast hins vegar að horfast í augu við veruleikann sem birtist í kjörfylgi þeirra síðustu árin. Þeim fækkar úr 20, því næst í 9 og eru núna 3. Með svona feril að baki kæmi ég mér upp góðum hauspoka hið fyrsta!
Flosi Kristjánsson, 20.11.2016 kl. 13:59
Sjalfstæðisflokkurinn er hægri flokkur - hægri flokkar fengu 28 þingmenn (ef Viðreisn telst þar með) Meirihluti kjósenda vill þessvegna ekki hægri stjórn - hægri flokkurinn Sjálfstæðisflokkur á þessvegna enga sérstaka heimtingu á því að vera í ríkisstjórn. Hann var í ríkisstjórn sem var hafnað í kosningu
Jón Bjarni, 20.11.2016 kl. 17:08
Besti hefur 4 þingmenn, Framsókn 8 - samtals 12 sem teljast miðju.
Hægri hafa þá 28, vinstri 23 og miðjan 12. Sama hvoru megin nálgunin er, hvorki hægri né vinstri hafa neina burði til þess að mynda meirihluta - án miðjunnar.
Kolbrún Hilmars, 20.11.2016 kl. 17:23
Flokka kraðak hér vex frekar en hitt. Þingmenn hafa ágætis laun og það á að vera nóg. Flokks starfið eiga þingmenn og kjósendur flokkana að bera uppi sjálfir en ekki ríkið. Flokkar sem búið var að hafna og undan villingar eru dregnir upp og fá lykilstöðu.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.11.2016 kl. 19:50
Mig langar lítið eitt að eiga orða stað við ágætan Flosa. Hann segir :"Kratar hafa nú tekið upp nýja möntru: "Hva, Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert í góðum málum. Ekki minna en 70% kusu annan flokk." Þetta er einfaldlega rangt. Þessi "mantra", ef vera skyldi, er komin úr heimi Valhallar, þá þeirrar sem er á Háaleitisbraut í RVK.
Minni á orð Birgis Ármanssonar frá því 20 okt 2012, þá um kosningu um nýja stjórnarskrá en þá benti téður Birgir að meirihluti þeirra sem ekki mættu á kjörstað væri í raun andmæli þeirra við breytingar (hvernig sem hann gat svo fengið það út).
Þannig þetta er þá heimatilbúinn vandi þeirra sem styðja Sjalla.
Séu Kratar að ræða um Sjallar hafi nú ekki aðkomu að ríkisstjórn, nú þá er einfaldlega fara eftir rökum Birgis. Er það bara ekki assgoti flott ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.11.2016 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.