Fimmtudagur, 17. nóvember 2016
Pútín-fóbían og múslímskar miðaldir
Pútín-fóbían er ríkjandi viðhorf í valdamiðstöðvum vesturlanda í Washington, Brussel, London og Berlín. Fóbían gefur sér að Rússland sé á útþensluskeiði þegar sannleikurinn er sá að vesturlönd, með Nató sem verkfæri, eru frá falli Sovétríkjanna búin að raða upp herstöðvum við vesturlandamæri Rússlands.
Pútín-fóbían kemur í veg fyrir bandalag vesturlanda og Rússlands til að stemma stigu við ófriðarbálinu í miðausturlöndum. Í löndum múslíma er félags- og hagkerfi sem líkist helst því sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum.
Evrópa logaði í ófriði frá miðöldum og fram yfir frönsku byltinguna þegar hún tók stökkbreytingum og hristi af sér samfélagsgerð sem var úr sér gengin. Miðausturlönd eru í sömu sporum.
Enginn veit hvað kemur út úr fárinu sem nú geisar í miðausturlöndum. Hitt er augljóst að áratugir munu líða áður en friður kemst á og múslímski menningarheimurinn finnur nýtt jafnvægi.
Samfélagsgerðir vesturlanda og Rússlands eru sprottnar úr sama jarðvegi. Náttúrulegt bandalag ætti að vera á milli þessara aðila um að takmarka þann skaða sem ófriðurinn í miðausturlöndum veldur. En Pútín-fóbían kemur í veg fyrir þróun eðlilegra samskipta vesturlanda og Rússlands.
Ráðleggja Trump frá því að viðurkenna innlimun Krímskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talandi um staðreyndir. Hér eru nokkrar:
http://www.businessinsider.com/putin-admits-troops-crimea-2014-4
Wilhelm Emilsson, 17.11.2016 kl. 08:23
Það þarf ekki endinlega formlega viðurkenningu á innlimun Krímskagans. Til er de facto viðurkenning, að láta vera að grípa til harkalegra aðgerða og efna til illinda.
Ómar Ragnarsson, 17.11.2016 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.