Brexit og dauðastríð ESB

Evrópusambandið getur ekki starfað áfram að óbreyttu. Annað tveggja verður sambandið að auka miðstýringuna og setja saman Stór-Evrópu eða breytast í samstarf fullvalda ríkja. Úrsögn Bretlands, Brexit, voru vatnaskil fyrir ESB.

Eftir úrsögn og samninga við Breta um hvernig framtíðarsamskiptum við ESB skyldi háttað stóðu vonir til þess að Evrópusambandið gæti unnið í sínum málum og lagt nýjan grunn að tilveru sinni. Tafir á úrsögn Breta setja framtíð ESB í enn meira uppnám.

Dómsúrskurður í Bretlandi um að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað úrsagnarákvæði Lissabonsáttmálans nema með aðkomu þingsins gera ekki annað en að tefja framgang Brexit. Óhugsandi er að úrskurðurinn komi í veg fyrir að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar verði ekki fylgt eftir. Það þýddi einfaldlega endalok lýðræðis í Bretlandi.

En skiljanlega fagna ESB-sinnar á Íslandi úrskurðinum. Lýðræði er ekki besti vinur ESB-sinna, samanber útreiðina sem þeir fengu í kosningunum á laugardag.


mbl.is Er Brexit búið að vera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sérkennilegt er að predika eindregið og ítrekað gegn beinu lýðræði á Íslandi en mæla jafnframt sterklega með að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi skuli virt, því að annars líði lýðræði þar í landi undir lok. 

Ómar Ragnarsson, 4.11.2016 kl. 08:08

2 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Sammála Ómari.

Kristallast skýrt hugtakið "Tilgangurinn helgar meðalið" hjá Heimssýn fólki og fl.

Snorri Arnar Þórisson, 4.11.2016 kl. 12:51

3 Smámynd: Aztec

Ómar, þetta er alveg rétt hjá Páli. ESB-sinnar á Íslandi hata beint lýðræði, og það gera líka ESB-sinnar í Bretlandi. Að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu nú um áframhald dauðra aðlögunarviðræðna er tóm hræsni, því að vinstristjórnin sáluga neitaði ítrekað að spyrja þjóðina álits um nokkurn skapaðan hlut. Enda beið sú stjórn afhroð, eins og kunnugt er. Brennt barn forðast eldinn og svikin þjóð forðast landráðaflokkana.

- Pétur D.

Aztec, 4.11.2016 kl. 13:03

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst furðulegt að tugmilljónaþjóðir í Evrópu hlusti ekki á Pál sem veit þetta auðsjáanlega mun betur en aðrir. Hefði haldið að ef að ESB verði ekki bjargað nema að gera það að sambandsríki væru flestar þjóirnar nema Þjóðaverjar farnar að ræða og undirbúa útgöngu úr ESB sem allra fyrst. Það eru fáar þjóðir sem hafa áhuga á að ganga í sameiginlegt ríki. Þannig að þær þær ættu að reka alla sína fræðimenn og ráða fulltrúa Heimssýnar í að stýra þessu fyrir þær.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2016 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband