Sanngjörn laun þingmanna

Laun þingmanna, eftir síðustu launahækkun, ná því ekki að vera tvöföld meðallaun í landinu. Við ættum að búa sæmilega að þingmönnum okkar, þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og setja lög í landinu. 

Á síðustu öld starfaði ég fyrir Alþýðubandalagið, fór reglulega á fundi þingflokksins og kynntist starfi þingmanna bæði innan þings og utan. Í stuttu máli er vinna dæmigerðs þingmanns töluvert meiri en hægt er að komast yfir á dagvinnutíma. Þingmaður sem sinnir starfi sínu hlýtur að vinna að minnsta kosti tíu til tólf tíma á dag á meðan þingið starfar. Aðskiljanlegir fundir utan þingtíma eru reglulegur þáttur í starfi þingmanna.

Dæmigerður þingmaður er þess verðugur að fá tvöföld meðallaun. Við launaákvörðun þingmanna hljótum við að miða við dæmigerðan þingmann. Líkt og í öðrum starfsstéttum er misjafn sauður í mörgu fé; sumir vinna lítið og illa en aðrir mikið og vel. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að ákveða laun þingmanna út frá afköstum - stundum er best að setja engin lög fremur en ólög.


mbl.is Þingfararkaup á við 1,8 meðallaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Það er ofsaleg vinna að hafa skoðanir.

Steindór Sigurðsson, 3.11.2016 kl. 13:12

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ágætis pæling.

Ég vona að síðuhafi skrifi meira um persónulega reynslu sína af pólitík og félagsstörfum. Eftirfarandi finnst mér góð byrjun:

„Á síðustu öld starfaði ég fyrir Alþýðubandalagið, fór reglulega á fundi þingflokksins og kynntist starfi þingmanna bæði innan þings og utan."

Hún minnti mig á hina frábæru byrjun á Sulti eftir Knut Hamsun, í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi:

„Það var á þeim árum, þegar ég ráfaði um og svalt í Kristíaníu, þessari undarlegu borg, sem enginnn yfirgefur fyrr en hann hefur látið á sjá . . ."

Ég tek það fram að ég er ekki að gefa í skyn að síðuhafi hafi látið á sjá!  

Wilhelm Emilsson, 4.11.2016 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband