Lýðræðið síast inn - byltingin mistókst

Eftir hrun var eftirspurn eftir byltingarkenndum hugmyndum um breytt Ísland. Róttækasta hugmyndin var að kollvarpa stjórnskipun landsins, taka upp annan gjaldmiðil og ganga í Evrópusambandið.

Samfylkingin var í þessum skilningi byltingarflokkurinn. Strax eftir hrun fékk flokkurinn 30 prósent fylgi til að stokka upp Ísland. Byltingarleiðangurinn til Brussel rann út í sandinn áramótin 2012/2013. Í kosningunum á laugardag galt Samfylkingin afhroð og er dauðvona.

Vægari útgáfur af Samfylkingunni, Viðreisn hægrimanna og Björt framtíð til vinstri, eru smáflokkar. Stjórnlausa afbrigði Samfylkingar, Píratar (sem Össur sagði að væri alveg eins og Samfylkingin), fékk 14,5 prósent fylgi.

Niðurstöður kosninganna á laugardag eru að sá flokkur sem lofaði engu öðru en að viðhalda stöðugleikanum sigraði í öllum kjördæmum landsins og er nær tvöfalt stærri en sá flokkur sem næstur kemur.

Sigur Sjálfstæðisflokksins markar tímamót í eftirhruninu. Lýðræðislegur vilji þjóðarinnar er að viðhalda og styrkja félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.

Ekkert stjórnarsamstarf er betur til þess fallið að endurspegla úrslit kosninganna en að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndi ríkisstjórn. Verkskiptin eru skýr, Sjálfstæðisflokkurinn á að sjá um að bókhaldið gangi upp en Vinstri grænir að félagsleg samheldni þjóðarinnar styrkist, sem er jafnvel mikilvægari en efnahagslegi þátturinn.

Þriðji flokkurinn undir ríkisstjórnarvagni Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti verið í þessari röð: Framsókn, Björt framtíð eða Viðreisn.


mbl.is Byrjar á fundi með Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Kollvarpa stjórnskipun landsins." Hm? Allar helstu stoðir og stofnanir ríkisins eru á sama stað og tengdar á svipaðan hátt í nýju stjórnarskránni og þeirri gömlu.

Valdmörk og valddreifing eru bætt svo að jafnvægi fáist með þremur stoðum ríkisvaldsins, löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi.

Beint lýðræði með ákveðnum takmörkunum er aukið og vægi atkvæða jafnað.

Ákvæði um náttúru, auðlindir og skýrari mannréttindi sett inn.

Beina lýðræðið, náttúran og auðlindirnar töldu allir þingflokkarnir nauðsynlegt að setja í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili þótt þeim mistækist það.

Hefði það "kollvarpað stjórnskipun landsins"? 

Ómar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 09:49

2 Smámynd: Elle_

Litlu byltingarflokkarnir vildu kollvarpa stjórnarskránni, Ómar, og þar með stjórnskipun landsins.  En þeim tókst það ekki.  Það var líklega vegna stjórnleysis þeirra að fólk sem hafði aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn fyrr, kaus hann þegar það skildi stöðugleika hans í samanburði við hina flokkana.

Elle_, 3.11.2016 kl. 11:17

3 Smámynd: Elle_

Heitir það ekki annars stjórnskipan?

Elle_, 3.11.2016 kl. 14:27

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Elle, ég hef séð bæði „stjórnskipan" og „stjórnskipun" í þokkalega virðulegum plöggum. Ég veit ekki hvort annað orðið er talið réttara af íslenskufræðingum.

Wilhelm Emilsson, 4.11.2016 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband