Föstudagur, 28. október 2016
Píratar, gáfaða fólkið sem plataði þjóðina
Píratar kynntu sig sem gáfað fólk og heiðarlegt. Í ljós kom að hvorki var innistæða fyrir gáfum né heiðarleika. Svikin kosningaloforð fyrir kosningar er a.m.k. ekki merki um heiðarleika. Stolnir lærdómstitlar ekki heldur.
Ef Píratar væru gáfaðir myndi þingmaður þeirra ekki mæta á ASÍ-þing og tala um geimvísindi.
Það er ekki neikvæð umfjöllun um Pírata sem dregur fylgi þeirra niður rétt fyrir kosningar. Kosningabaráttan leiddi í ljós að Píratar voru með snjalla almannatengla á sínum snærum sem gátu platað þjóðina nær allt kjörtímabilið - nema síðustu daga.
Áróðurssíður neita tengslum við flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir eru þessir "snjöllu" almannatenglar?
Hef nefninlega hvorki séð til þeirra né nein merki um þá.
Hef hins vegar séð ýmsa "snjalla" aðila stunda níðskrif.
Mætum öll á kjörstað á morgun og tjáum sannfæringu okkar!
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2016 kl. 18:17
Guðmundur, ég kaus í fyrradag skv. minni sannfæringu flokk sem bauð fram í Reykjavík. Píratar fengu ekki atkvæði mitt né hinir vinstriflokkarnir né múslímaflokkarnir né ESB-flokkarnir né stjórnarflokkarnir. Eini flokkurinn sem berst fyrir bættum kjörum láglaunafólks fékk atkvæðið. Svo að samvizka mín er í lagi.
Ég álít að Píratarnir séu lítið annað en hýsill fyrir hina vinstriflokkana. VG, Samfó og BF vita þetta, en Píratarnir gera sér enn ekki grein fyrir því.
Aztec, 28.10.2016 kl. 18:45
Skv. nýjustu tölum frá Gallup, fá stjórnarandtöðuflokkarnir undir 50% atkvæða. Ef þetta heldur þá er ekki hægt að mynda ríkisstjórn með vinstriflokkunum nema með fimm flokkum saman. Þar yrði hver höndin upp á móti annarri og síðan líða fjögur ár með eintómum kjaftavaðli á meðn ný kreppa skellur á. Framtíðin er svört.
Aztec, 28.10.2016 kl. 18:58
Undarlegt að jafn snjall maður og Guðmundur Ásgeirsson skuli aðhyllast Pírataajónarmið stjórnleysis og anarkisma. Ekki það að það sé aðalmálið, en þarf ekki að reikna hlutina, áður en þeim er lofað? Hver er þá munurinn á Pírötum og öðrum framboðum, sem eitthvað vit er í? Jú, mismunandi reiknikúnstir og þar ætti Guðmundur að hafa fundið sína fjöl. Píratar eru ekki stjórnmálaafl. Þeir eru uppreisnarseggir, gegn núverandi valdi, en hafa því miður ekkert betra fram að færa, annað en boðun einhvers annars. Annars hvers? Það er ekki nóg að gagnrýna, það þarf að benda á betri leiðir, sem virka, ekki eitthvað andskotans bull um útöpískar óskir. Er Stjórnarskráin ástæðan fyrir ömurlegheitum öryrkja og ellilífeyrisþega, húsbyggjenda og ungs fólks, fjölskyldna sem tapað hafa öllu sínu, sökum afglapa stjórnmálamanna. Nei, ástæða stjórnarskrárbreytingavilja Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og síðast en ekki sist Viðreisnar, er dagsetningin 30. apríl á næsta ári. Hvers vegna? Jú, þá rennur út sá frestur, þar sem þarf einungis eitt þing, til að kollvarpa Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins! Þetta hafði tuðarinn ekki minnstu hugmynd um, þar til stórgóður bloggari frá Siglufirði slengdi þessu fram. Hafði ekki hugmynd um þetta, en setur svo margt í samhengi að jaðrar við flensu!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.10.2016 kl. 02:00
Íslendingar eru mjög krítiskir á þá sem koma fram fyrir flokka sína í sjónvarpi.- Andrés almannatengill telur niðursveiflu Pírata (í skoðanak.)tengjast neikvæðri umfjöllun,en ég held að Birgitta hafi bara afgreitt það sjálf í kvöld með sífelldum frammíköllum. Hún kórónaði síðan framkomu sína með því að veifa fjólubláu spjaldi við nefið á Bjarna Ben. --
Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2016 kl. 02:50
Ótrúlegt hvernig píratarnir tala ! Hér er myndband sem sýnir steypuna í þessu liði, en ég tek hér ófrjálsri hendi tilvitnun í stórbloggarann Halldór Jónsson og treysti á að mér verði það fyrirgefið :
„Þessi litla króna sem við eigum fyrir okkur sjálf. Hún bjargaði landinu upp úr díkinu meðan Evrulöndin Grikkland og Spánn hafa viðvarandi atvinnuleysi upp á 50 % meðal ungs fólks. Smára McCarthy finnst þetta vera æskilegt atvinnuleysi.Þeir sem ekki trúa fari á þessa slóð:
https://m.youtube.com/watch?v=uEIwmPSzlxI
Þar talar Smári í það minnsta af hreinni sannfæringu“
Hverjir eru að fara að kjósa svona flautaþyrla ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2016 kl. 04:20
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2016 kl. 04:57
Halldór, 30. apríl skýrir líka lætin í litlu byltingarflokkunum með sjóræningja í stafni við að ýta núverandi ríkisstjórn út núna strax með öllum ráðum og skýringum sem halda ekki vatni. Það sorglega er að þeir hlýddu ólátunum.
Elle_, 29.10.2016 kl. 11:20
Ég var að koma af kjörstað´. Áleiðinni á kjörstað var ég að velta því fyrir mér, um hvað þessar kosningar snúast. Ekki snúast þær um lausn húsnæðisvandans þar er enginn með neina lausn. Ekki um bætt kjör öryrkja og eldri borgara því eini flkkurinn sem hefur eitthvað til málanna að leggja á því sviði, kemur sennilega ekki neinum inn á þing.
Svo rann upp fyrir mér ljós. Þessar kosningar snúast eingöngu um það, hvort við ætlum að láta stjórnvöld halda áfram að stela bitastæðum ríkisfyrirtækjum eða reyna að stoppa þá vitleysu. Ég lagði mitt lóð á vogarskálarnar til að Þandsvirkjun, Landsbankinn og Ísavia yrðu áfram í eigu ríkisins. Svo er bara að sjá hvað hinir gera?
Steindór Sigurðsson, 29.10.2016 kl. 18:11
Elle, ég hef það eftir áreiðanlegum heimildamönnum innan Framsóknar, að það hafi verið Bjarni Ben sem setti Sigurði Inga stólinn fyrir dyrnar og heimtaði að kröfum frekjuliðsins um kosningar yrði hlýtt eða þeir myndu fara úr stjórninni ella. Frá sömu heimildamönnum hef ég líka að það sé mikil gremja út í Gunnar Braga fyrir allar vitleysurnar sem hann gerði og það hafi staðið til að reka hann úr ríkisstjórninni, en það hafi ekki unnizt tími til þess vegna kosninganna.
- Pétur D.
Aztec, 29.10.2016 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.