Einn turn, sex smáflokkar

Sjálfstæðisflokkurinn er eini turninn í íslenskum stjórnmálum, þótt hann fái aðeins rúman fimmtung atkvæða. Sex smáflokkar standa utan turnsins og mynda lággróður stjórnmálanna.

Af smáflokkunum eru tveir í vexti tveim vikum fyrir kosningar, Vinstri grænir og Björt framtíð. Tveir eru í hnignun, Píratar og Viðreisn. Foringjalaus Framsókn er á einskins manns landi og Samfylking er í útrýmingarhættu.

Valkostur kjósenda verður æ skýrari. Annað hvort styðja þeir stöðugleika og kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða að þeir fleygja atkvæði sínu á einhvern smáflokkinn og kjósa óreiðu.


mbl.is VG og Píratar hnífjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stöðugleiki hentar þeim sem eru á toppi tilverunnar. Stöðugleiki er hins vegar ekkert sérstaklega eftirsóknarverður fyrir þá sem eru á botninum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2016 kl. 10:36

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef maður er á botni tilverunnar, Guðmundur, er það engum stjórnmálaflokki að kenna. Sem betur fer búum við í samfélagi þar sem stjórnmál ráða ekki úrslitum um farsæld og eymd.

Páll Vilhjálmsson, 14.10.2016 kl. 11:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað er það ekki stjórnmálaflokkum að kenna þó sumir þegnar þjóðfélagsins eigi erfiðara uppdráttar en aðrir.

Hins vegar er það á ábyrgð þeirra stjórnmálaflokka sem eru við völd hverju sinni að gera eitthvað í því, svo sem með því að sjá til þess að fólk sem stendur höllum fæti fái þá aðstoð sem það á rétt á.

Fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta þeirra réttinda sinna er stöðugleiki í slíku ástandi alls ekki eftirsóknarverður.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2016 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband