Sunnudagur, 5. júní 2016
RÚV laug til að koma höggi á Sigmund Davíð
Kastljós RÚV, í samvinnu við félagana Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sven Bergman, laug blákalt að Sigmundi Davíð í upphafi viðtalsins sem leiddi til afsagnar forsætisráðherra.
Netútgáfa Aftenposten sýnir svart á hvítu að Sven Bergman segir við Sigmund Davíð að viðtalið sé um hrunið og endurreisnina. Blaðamaður Aftenposten segir: ,,hér mætir forsætisráðherra í viðtal í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun."
Kastljós sýndi ekki þessa útgáfu af viðtalinu enda afhjúpar það siðlausa blaðamennsku.
Kastljós RÚV segist hafa boðið Sigmundi Davíð sex sinnum í viðtal eftir fyrirsátina í ráðherrabústaðnum. Vitanlega gaf Sigmundur Davíð ekki siðlausum fréttamönnum RÚV annað færi á sér.
Hafna fullyrðingum Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær skyldu stjórnvöld hér öðlast þann þroska og mandóm sem þarf, svo taka megi til í þessari pestar kompu sem merkt er RUV?
Hrólfur Þ Hraundal, 5.6.2016 kl. 07:08
Er það mat síðuhöfundar, að mál SDG hefði aldrei átt að upplýsast. Að hann héldi því að fólki, að krónar væri sterkast greiðslumiðill í heimi, en hann vildi samt nota annan greiðslumiðil, til öryggis. Þú ert nú ekki að hrósa RÚV Hrólfur, heldur lasta sendiboðann(RÚV) heldur betur. Þín og ykkar skoðun er sem sagt sú, þetta mál átti að liggja í kyrrþey. Alveg frábær málflutningur, eða hitt þá heldur.
Jónas Ómar Snorrason, 5.6.2016 kl. 09:28
Já Páll þetta er nú meira bullið allt saman.
Ég er farin að velta því fyrir mér hverjir það eru sem græða á svona frétt ef frétt skyldi kalla...
Að gera veður yfir því að einhverjir eiga meira, er ekkert annað en öfundartal og í raun ekkert sem okkur kemur við ef þessu meira var ekki stolið eða rænt...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2016 kl. 10:08
Framferði rúv er til skammar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.6.2016 kl. 10:14
Þetta er spurning um hvort RÚV sé ríkisfjölmiðill sem starfar af hlutlægni.
Útsending Aftenpostsins og útsending Sænska sjónvarpsins sýna að tilgangurinn var ekki aðeins að upplýsa heldur að búa til pólitíska sensasjón-frétt. Jóhannes Kr var potturinn og pannan í þeirri uppstillingu og með þátttöku RUV í ráðabrugginu og hvernig RUV klippti til ftéttina er augljóst að um atlögu að pólitískum andstæðingi er að ræða. Það var því eðlilegt að SDG treysti þeim ekki í framhaldinu.
það er ennfremur augljóst að Panamaskjölin hefðu upplýst um eigur fjölskyldu SDG einS og nöfn annarra sem þar er að finna. Málið hefði verið rætt og eflaust hefði mál SDG risið hærra en annarra vegna þjóðfélagsstöðu hans. Að endingu hefði svo ríkisskattstjóri afgreitt málið. Þeir sem greitt höfðu skatt hefðu verið hreinsaðir af ásökunum. Aðrir hefðu fengið viðeigandi meðhöndlun. Gleymum ekki að það að eiga fé á aflandsreikningum var ekki ólöglegt og er ekki enn.
það er því af og fra að aldrei hefði komist upp um hverjir ættu peninga í aflandsfélögum. ICIJ og Jóhannes Kr höfðu þessi gögn undir höndum í meira en ár til að finna "réttu" vínklana sem dygðu í pólitísku stríði sínu.
Ragnhildur Kolka, 5.6.2016 kl. 11:24
Alkunnugt ætti öllum hugsandi mönnum að vera, að Rúvarar hafa margsannað, að þeir eru ótrúverðugir misnotarar ríkisfjölmiðils.
Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 11:24
Auðvitað var þetta alveg rétt hjá þeim sænska. Sá sænski vissi náttúrulega að þetta var eina leiðin til að fá SDG til að ræða málið. SDG og framsjallar hefðu auðvitað neitað að koma í viðtal nema þeir fengju að semja spurningarnar. Og þeir hefðu aldrei komið í viðtal ef átta hafi að að spurja um Aflandseyjabix þeirra framsjalla. Framsjallar vilja aldrei nokkurntíman ræða þessi spillingarmál sín. Það er nú vel vitað hér uppi og ekkert leyndarmál.
Svíarnir vita alveg sínu viti. Svona virka alvöru fjölmiðlar útí Evrópu. Þeir líða ekkert kjaftæði! Ekkert líkt framsjallafjölmiðlum hér sem vitka mestanpart sem própagandarör framsjalla sjálfra. Enda eiga þeir meginfjölmiðla.
Það á að veita Sven Bergman fálkaorðuna og þakka svíum opinberlega fyrir hjálpina við að fletta ofan af skuggalegum skattaskjólum framsjalla á aflandseyjum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2016 kl. 15:06
Þótt Ómar Bjarki gefi ekki mikið fyrir siðferði í blaðamennsku þa gera það margir aðrir. Þeir vita að ICIJ, Jóhannes Kr, RÚV og þessi Svíi lugu sig inn á forsætisráðherrann. Þeir vita líka sem er, að Ísland er einnig aflandseyja sem ívilnar fyrirtækjum á ýmsan veg til að tryggja viðskipti og framkvæmdir. Eins og t.d. framkvæmdirnar a Bakka og kvikmyndaiðnaðinn sem fer með milljarða út úr íslenska hagkerfinu á hverju ári.
En hvað er það annað en aflandsviðskipti?
Ragnhildur Kolka, 5.6.2016 kl. 16:02
Mér finnst þetta margumtalaða Kastljóssviðtal einfaldlega hafa sýnt að SDG sé einfaldlega ekki fær um að svara "óþægilegum"spurningum í sjónvarpsviðtölum.
Hann lýsti frammistöðu sinni sjálfur sem "ömurlegri" og ég er honum algjörlega sammála.
Agla, 5.6.2016 kl. 18:07
Svona er alvöru blaðamennska í ESB. Þessvegna m.a. vilja framsjallar og ofsa-hægrimenn ekki í ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2016 kl. 18:29
Ómar Bjarki hefur puttann á púlsinum að vanda. Alvörumaður.
Kolbrún Hilmars, 5.6.2016 kl. 18:50
Ekkert skil ég í þér, Kolbrún, að skrifa annað eins rugl.
Ekki minnist ég neinnar lágkúrulegri málpípu þessa stórveldabandalags, SB, í skrifum hér á Íslandi heldur en einmitt þessa Ómars Bjarka. Og endalaust varði hann Icesave-svikasamninga, hvað þá annað.
Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 20:15
ESB!
Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 20:16
Ég segi bara áfram RÚV, haldið áfram að uppræta spillinguna í þessu þjóðfélagi.
Hjörtur Herbertsson, 5.6.2016 kl. 20:30
Ég taldi þetta einskonar grín Jón Valur,varði samt tíma í að greina það.
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2016 kl. 20:31
Við erum alltaf sannleikans megin í öllu sem við deilum um við landssöluliðið Hjörtur. Ef þetta er innfluttur andskoti frá esbéinu þessi tæknilegu og útsmognu undirferli og svikavefur,er okkur betur borgið að segja skilið við allt drallið,eins og það leggur sig.
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2016 kl. 20:40
Og ég taldi það næsta víst vera háð.
Elle_, 5.6.2016 kl. 20:48
Ef menn fá arf - eða vinna fyrir sínum peningum er það ekki glæpur.
En ef RÚV ER AFTUR OG AFTUR AÐ LEGGJA MENN Í EINELTI- SJÓNVARP ALLRA LANDSMANNA- HALDIÐ UPPI AF ALMENNUM SKATTPENINGUM- ER ÞAÐ ALLS EKKI Í LAGI.
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.6.2016 kl. 21:02
Skjótum sendiboðann.
Jón Ragnarsson, 5.6.2016 kl. 21:12
Jón Ragnarsson,vertu nú ekki að flagga þessari mynd sem líkist svo goðinu mínu honum Ragga Bjarna.
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2016 kl. 21:54
Jón, Sigmundur var sviðsettur með lygum og óheilindum. Það kallast ekki fréttir.
Elle_, 5.6.2016 kl. 22:42
Var að skoða færslu Páls frá 4 april,sem hann vísar til þegar Sigmundur er "grýttur" af lyga lýðnum.Þar étur þessi (litli jón) allt eftir öðrum eins og Össuri....skjóta sendiboðann.... hann er eins og páfagaukur,eða bara er fuglinn á öxl einhvers af útdauða flokknum.Góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2016 kl. 00:56
Er algjörlega sammála pistli Páls - spurning hvort ekki sé grundvöllur fyrir skaðabótamálsókn á hendur RÚV, sem almenningur þarf auðvitað að greiða.
PS: Fyrra innlegg mitt hér á þræðinum var oflof - sumir skildu það betur en aðrir og þar með hvað það þýðir... :)
Kolbrún Hilmars, 6.6.2016 kl. 14:41
Takk, Kolbrún. Afsakaðu minn misskilning.
Jón Valur Jensson, 6.6.2016 kl. 17:26
Sem sagt, ef vibbinn kemur úr réttri átt þá er hann í lagi, alveg frábært. Frábært að JVJ, Kolbrún, Helga, Ragnhildur Kolka ofl. styðji réttan vibba. Að SDG geti sagt eitt, en gert annað þveröfugt, frábært. Svo á RÚV að hafa skömmina fyrir að segja frá, ja hérna!
Jónas Ómar Snorrason, 6.6.2016 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.