RÚV-handritið, sænsk hræsni og breskur heiðarleiki

RÚV skipulagði aðför að forsætisráðherra Íslands með sænsk-íslenskum undirverktökum. Gústaf Adolf Skúlason rekur í bloggfærslu herfræðina á bakvið Kastljósþáttinn sem knúði Sigmund Davíð til afsagnar.

Til að svara ásökunum um skipulagða aðför að forsætisráðherra teflir RÚV fram sænska undirverktakanum sem segir óheiðarleg vinnubrögð nauðsynleg til að ,,afhjúpa hræsni."

Kastljósþátturinn og fréttir RÚV í aðdraganda þáttarins voru ekki til að afhjúpa meinta hræsni forsætisraðherra heldur til að bola honum frá völdum. RÚV og undirverktakarnir héldu fram þeim áróðri að forsætisráðherrahjónin væru skattsvikarar og lögbrjótar - sem er annar og miklu alvarlegri hlutur en hræsni.

Blaðamenn breska blaðsins Guardian höfðu aðgang að sömu gögnum, þ.e. Panama-skjölunum, og RÚV. Niðurstaða Guardian er skýr og ótvíræð:

Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

Umfjöllun RÚV gekk út á að gera hlut Sigmundar Davíðs sem verstan. RÚV margbraut siðareglur stofnunarinnar í umfjöllun sinni um Panama-skjölin. RÚV misnotaði vald sitt til að flæma úr embætti forsætisráðherra landsins og ætti að biðjast afsökunar á framferðinu.


mbl.is „Gert til að koma höggi á flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvenær varð hræsni útlæg úr pólitík.

Man enginn lengur eftir atkvæðagreiðslu um ESB- umsóknina, loforðin um gagnsæi og varðstöðuna um heimilin sem síðasta ríkisstjórn var með a loforðalista? Minnist þess ekki að þessir Heimsósómasópar hafi beitt sér þá fyrir opinberun hræsninnar. 

Nei, það þarf ekki að blanda heimspressunni inn í málefni smáþjóðar til að uppræta hræsni eins og hræsnararnir, sem stóðu að þessari aðför, halda fram. Að fremja "coup" og fella forsætisráðherra sem var pólitískt óþægilegur var tilgangurinn. Hver hefði trúað að íslensk fréttamennska legðist svo lágt?

Eftir stendur að Það var ekkert ólöglegt við fjárfestingar fjölskyldu SDG eins og Guardian kemst réttilega að.

Ragnhildur Kolka, 6.6.2016 kl. 09:16

2 Smámynd: rhansen

Hver skyldu viðbrög annara landa t.d. Norðurlanda ef svona aðför hefði verið veitt þjóðhöfðingja þar og sakleysi hans sannað ?...Get varla ymindað mer að það væri gefið eftir að frettamiðlar sættu ábyrgð ?  ..........þetta er einstök og eftirtektarverð Fjölmiðlavinna á lágu plani ! og fellur ekki undir heiðarlega Rannsóknar blaðamennsku 

rhansen, 6.6.2016 kl. 10:15

3 identicon

Af hverju gat Sigmundur þá ekki svarað spurningum þessara vondu blaðamanna? Geta hátt settir menn ekki svarað óvæntum spurningum? Ég held að þessir vondu blaðamenn hafi gert framsóknarflokknum greiða, þ.e.a.s. ef Sigmundur hefur vit á því að draga sig í hlé. Fylgið mun aukast ef hann hættir. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 10:25

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það var ekki sagt í þessum umrædda Kastljós-þætti né neinum síðari fréttum RÚV að Sigmundur og kona hans hefðu svikið undan skatti.

Þú ert bara að ljúga þessu Páll. Fabúleringar Gústafs Adolfs eru bull eins og ég hef skýrt í kommenti við pistil hans.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 10:33

5 Smámynd: rhansen

Sig Helgi Magnus...Af gefnu tilefni ! ..Fylgi flokksins jóks til muna strax og vitað var að SDG ætlaði að halda áfram ...Og ef SDG hefði hætt þá hefði hann verið að samþykktja sektina sem er verið að reyna koma svo ómaklega á hann !...Maður verður forundarnadi yfir hvað gott fólk getur látið útur ser i sambandi við þessi mál og sjái ekki fáránleikan i orðum sinum !   .... Þvi hvar væri þjóðarbúið statt er ekki hefði verið SDG  ??? 

rhansen, 6.6.2016 kl. 10:39

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kem hérna inn vegna þess að athugasemdakerfið hjá mér lokar eftir einn sólarhring og ég náði ekki að svara Skeggja Skaftasyni sem á engan hátt sýnir fram á neitt bull hjá mér en kemur með þá vörn, að "handritinu hafi ekki verið lokið" þegar viðtalið var tekið.

Hversu mörg % handritsins voru skrifuð fyrir upptökuna?

Allir sjá að þessi rök halda ekki, engir æfa mánuðum saman, hvernig á að bregðast við þegar forsætisráðherrann gerir sér grein fyrir að hann hefur verið leiddur í gildru. Játning Sven Bergmans um að þeir væru að fremja "kúpp" á forsætisráðherra Íslands gildir. Hún sannar meðvitað og þaulæft fyrirfram áætlað fyrirsátur á forsætisráðherra Íslands. Sveigjanleiki við viðbrögðum forsætisráðherrans breytir ekki að handritið var ákveðið fyrirfram. 

Gústaf Adolf Skúlason, 6.6.2016 kl. 10:56

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Gústaf,

þú hefur líklega enga reynslu af sjónvarpsþáttagerð.  SPURNINGARNAR flestar voru skrifaðar fyrirfram og æfðar. Hvað er að því??  Það er ENGINN að neita því.

HANDRITIÐ að hinum endanlega Kastljósþætti er svo endanlega klárað í tengslum við klippingu og frágang á þættinum, þar sem viðtalið var einn hluti þáttarins. Ef Sigmundur hefði þegið að mæta aftur í viðtal til að skýra betur það sem hann gat ekki skýrt í fyrsta viðtalinu hefði handritið orðið öðruvísi.

En fyrst þú telur þetta ljóta fyrirsát, segðu okkur, HVAÐA spurningar af þeim sem Sigmundur var spurður fannst þér óeðlilegar eða ósiðlegar??

Komu einhverjar ákveðnar fullyrðingar fram í Kastljósþættinum sem eru RANGAR eða MEIÐANDI?  Geturðu sagt okkur HVAÐA fullyrðingar það eru?  Þú hlýtur að vera búinn að horfa oft á þáttinn fyrst þú dæmir hann svo harkalega.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 11:09

8 Smámynd: Elle_

Já ætlaði líka að svara Jóni Páli þar.  Sigmundur laug, sagði hann og kom með auma skýringu um að Sigmndur hafi sagt NEI við þessa blaðamannaþjösna.  Var Sigmundur skyldugur að gefa þeim skýringu á peningamálum konu sinnar og hvar var lygin? 

Nú hef ég spurt þó nokkra spurningarinnar: Hverju laug Sigmundur?  Enginn hefur enn svarað.  Gustaf, þú getur opnað pistillinn með vissri stillingu ef þú vilt.

Elle_, 6.6.2016 kl. 11:11

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Elle,

Sigmundur sagði í viðtalinu að hann og fjölskylda hans ættu ALLS EKKERT FÉ í aflandsfélögum.

Svo, spurður hvort hann kannist við félagið Wintris, segir hann fyrst að það sé félag sem hann haldi að tengist félögum sem hann hafi setið í stjórn fyrir.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 11:20

10 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ok, kíki á það, skrifa líklega meira um málið eftir viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson á útvarpi SÖGU síðdegis í dag. 

Málið er ekki HVAÐA spurningar var komið með nákvæmlega, málið er að tilgangur samtalsins var ekki að ræða við forsætisráðherrann um vöxt efnahagslífs Íslands eftir fall bankanna eins og þeir sögðu honum.

Málið er, að útkoma viðtalsins var fyrirfram hönnuð skv. fyrirfram gerðri áætlun/handriti í þeim tilgangi að gera forsætisráðherrann að "meintum glæpamanni" í sjónvarpsútsendingu ríkisfjölmiðils. Forsætisráðherrann var leiddur í gildru og "rannsóknarblaðamennirnir" hæla sér að hafa gert það.

Allir geta kynnt sér ICIJ heimasíðu og þar séð áróðurinn um fv. forsætisráðherra sem "einn av valdamestu mönnum heims, sandríkum eins og Pútín". Skv. áróðursmynd ICIJ eru peningarnir notaðir til að styðja Al-Assad Sýrlandsforseta að henda sprengjum á saklaus börn í Sýrlandi.

Gústaf Adolf Skúlason, 6.6.2016 kl. 11:35

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það er með þetta mál eins og svo mörg önnur, það skiptir máli hvaðan vibbinn kemur. Fólki hér er skítsama ef vibbinn kemur frá framsókn eða sjálfstæðis, þá er vibbinn réttlætur í öreindir, komi fram örlítil skekkja frá t.d. SF eða VG, þá er það hakkað af öllum lífsins krafti. Uni fólk því að SDG ljúgi, þá þau um það. En að ætla sér að skjóta sendiboðann(RÚV), er auðvitað alger markleysa.

Jónas Ómar Snorrason, 6.6.2016 kl. 11:36

12 Smámynd: Elle_

Hverju laug Sigmundur, Jónas?

Elle_, 6.6.2016 kl. 11:41

13 Smámynd: Elle_

Og mundu að blaðamannaþjösnarnir lugu að Sigmundi.

Elle_, 6.6.2016 kl. 11:43

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við erum sögð búa við lýðræði og vera frjáls að því að kaupa okkur Það sem vantar og hafna hinu, en þetta svo nefnda RUV  er eingin leið að losna undan. 

Hrólfur Þ Hraundal, 6.6.2016 kl. 11:46

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Endanleg útkoma þáttarins réðst af viðbrögðum Sigmundar við spurningunum, sem Gústaf Adolf virðist EKKI gerða athugasemdir við.

JÁ - Sigmundur var vissulega leiddur í gildru, til að hægt væri að konfrontera hann með upplýsingum sem hann hélt að væru leynilegar. Í þessum kringumstæðum finnst mér það FULLKOMLEGA Í LAGI.

Það hefði vissulega verið hægt að vara hann við fyrirfram, þ.e. biðja um viðtal til að ræða við hann um félagið Wintris Inc. og upplýsa fyrirfram aÐ fréttamennirnir VISSU að Wintris væri kröfuhafi í bankanna.  Ég held EKKI að það hefði skilað því að Sigmundur hefði svarað skýrar og betur, og mjög líklega hefði hann neitað viðtali.

Gústaf Adolf, Páll og aðrir í klappliði Sigmundar hefðu frekar kosið að þessar upplýsingar væru ENN leynilegar, svo að Sigmundur og frú gætu bara átt sína peninga á Panama í friði og risakröfur á þrotabú bankanna. Enda sjá þeir ekkert athugavert við það.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 11:48

16 Smámynd: Elle_

Núna fullyrðirðu út í loftið.  Í hvaða "klappliði" ert þú?

Elle_, 6.6.2016 kl. 12:26

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessar athugasemdir sýna að það er ekki sama hver lýgur. Hér telja menn í lagi að ljúga til að fella framsóknarmann af ráðherrastóli. Þeir ljúga að sjálfum sér. Þeir átta sig ekki á að það að ljúga til að opinbera hræsni er hámark hræsninnar. 

Ragnhildur Kolka, 6.6.2016 kl. 12:52

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Stundum er ekki bara eðlilegt og réttlætanlegt heldur beinlínis ÆSKILEGT að fréttamenn "konfronteri" valdamenn og spyrju þá um viðkvæm mál, án þess að þeir fái tækifæri til semja svör sín fyrirfram.

Um það snýst þetta mál.

En þessi umræða á þessum þræði og fleirum segir margt um það stórundarlega hugarfar sem hér grasserar á moggabloggi. 

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 13:05

19 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skeggi Skarphéðins, þetta snýst um trúverðugleika RÚV sem allir landsmenn eru skyldaðir til að greiða til. Og þetta snýst um hlutleysið sem RÚV virðir að vettugi.

Ragnhildur Kolka, 6.6.2016 kl. 15:03

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aðalatriðið er að RÚV er ríkisfjölmiðill!  Honum er ekki ætlað að vinna Pulitzerverðlaun fyrir fréttaskúbb í samkeppni við frjálsa fjölmiðla, heldur miðla hlutlausum upplýsingum til almennings. 

Kolbrún Hilmars, 6.6.2016 kl. 15:16

21 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þessu liði er ekki viðbjargandi. Hvað veldur svona algjörri undirlægu fyrir valdinu? 

Jón Ragnarsson, 6.6.2016 kl. 23:35

22 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Elle, fólk lýgur þegar það segjir ekki sannleykann. Alveg sama í hvaða mynd hann er, sérstaklega er varðar forsætisráðherra. Þú gerir margfallt meiri kröfur til forsætisráðherra, heldur en venjulegs Jónu og Gunna ekki satt? þar liggur hundurinn grafinn. Ef þú vill réttlæta SDG þá gerir þú það, á þinn kostnað auðvitað.

Jónas Ómar Snorrason, 6.6.2016 kl. 23:59

23 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrst var forsætisráðherra felldur, síðan forseti Íslands.

Kastljós boðaði síðan röð aðfara að persónum manna, en hætti einhverra hluta vegna.

Hvaða flokkur hefur áræði til að leggja til að rúv verði lagt niður í néverandi mynd?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.6.2016 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband