Þriðjudagur, 31. maí 2016
Guðni Th. - hrokinn og fávísa þjóðin
Fávísa þjóðin vildi ekki borga Icesave - en Guðni Th. vildi borga jafnvel dýrustu útgáfuna.
Fávísa þjóðin vildi ekki í ESB - en Guðni Th. vildi inngöngu.
Fávísa þjóðin er stolt af árangrinum í landhelgisdeilunni við Breta - Guðna Th. finnst lítið til koma.
Guðni Th. á í nokkrum vandræðum með að segja satt og rétt frá afstöðu sinni til stærstu mála seinni tíma sögu þjóðarinnar; Icesave, ESB-umsókn Samfylkingar og landhelgisdeilunni við Breta.
Rauður þráður í afstöðu Guðna Th. er hroki. Hann þykist vita betur en aðrir. Þegar reynslan sýnir svart á hvítu að Guðni Th. fór með rangt mál, líkt og í Icesave og ESB-umsókninni, er Guðni Th. ekki nógu mikill maður að viðurkenna mistök sín og læra af þeim.
Guðni Th. neitaði blákalt að hafa talað um ,,fávísu þjóðina" sem býr sér til ,,rangar" minningar. Þegar ósannindin voru rekin framan í hann svaraði hann því til að ummælin væru tekin úr samhengi.
En ummælin voru alls ekki tekin úr samhengi. Þau sýna afstöðu hrokafulls menntamanns til þjóðarinnar.
Túlki ummælin ekki bókstaflega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér skrifar síðuhafi sitt vanalega líkt og hann þekki frambjóðandann og hans innstu huggsanir. Öllu snúið á hvolf ef það hentar málstaðnum og þessi ákveðni frambjóðandi, sem virkar sómakær og ærlegur maður er gerður að föðurlandssvikara með því að tína út setningar hingað og þangað og raða þeim saman upp á nýtt. Ekki hafði ég hugsað mér að kjósa Guðna en hver veit. Ég ætla þó að nota hans orð hér til þín Páll " hefur þú enga sómatilfinningu".
Baldinn, 31.5.2016 kl. 09:59
Baldinn
ú ert enn í fölsununum! Leggur lykkju á leið þína til að fara rangt með og bera ósannindi á borð.
Lestu nú tilvísanir Páls á það sem Guðni sagði, þar er ekkert tekið úr samhengi og þá er hverjum meðalgreindum manni ljóst að ekki er Páll að fara með neitt fleipur eins og þér og þínum meðreiðarsveinum er tamt.
Dr. Guðni er á hröðum flótta frá eigin orðum til að fela raunverulegar skoðanir sínar á hitamálum sem brunnið hafa á skinni þjóðarinnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2016 kl. 14:36
Ég verð að taka undir með ykkur, Páll og predikari, um þennan málvin minn dr. Guðna. Margir gengu freklega fram í Icesave-málinu, af hreinum hroka, að því er virðist, allt frá Svavari samningamanni, leiðtogum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms og þjónandi þingmönnum þeirra, til ótal álitsgjafa, sem ruddust fram til að berjast fyir svikasamningunum eða mæla þeim bót og þóttust vita betur en aðrir, hvað til okkar friðar heyrði, og slengdu fram lítt hugsuðum hræðsluáróðri (þessi vel fjármagnaði hópur til dæmis með með einna fráleitustum hætti), en reyndust margir fara með argasta fleipur, eða hver hefur upplifað Ísland sem "Kúbu norðursins" í reynd, eins og viðskiptaráðherrann, prófessor Gylfi Magnússon, spáði, eða tekið eftir því, að Ísland hafi einangrazt eins og Norður-Kórea, eins og prófessor Þórólfur Matthíasson spáði með miklum hamagangi og látum á sjónvarpsskjá landsmanna --- en ekki aðeins hann spáði þessu, því að það sama gerði sjálfur ... dr. Guðni Th. Jóhannesson í blaðinu Grapevine 19. júní 2009!
Við gerum ekki Gylfa Magg. að forseta landsins, ekki ESB-innlimunar-áróðurs-málpípuna Þórólf Matthíasson -- og heldur ekki dómgreindarskerta doktorinn Guðna Th. Jóhannesson. En vegni honum sem allra bezt sem vaxandi (og væntanlega þá síbetri) fræðimanni og dósenti í sínum eiginlegu fræðum.
Jón Valur Jensson, 31.5.2016 kl. 15:30
Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsi þessum lúalega málflutningi Davíðs Oddsonar vel í facebook færslu sinni. Það eru fáir sem sem toppa Davíð Oddson í lágkúrulegum vinnubrögðum á stjórnmálaviðinu og þá er ég að tala um allan hans stjórnmálaferil en ekki bara forsetaframboðið.
"Það skyldi þó ekki vera að framboð Davíðs Oddssonar til forseta og tilraun hans til að ófrægja Guðna Th Jóhannesson verði til þess að opna augu fólks fyrir þeirri aðferð sem hann og hans helstu stuðningsmenn hafa notað í áratugi til að gengisfella hvern þann sem hugsanlega gæti storkað valdastöðu hans? Aðferðin er ósköp einföld. Þetta er "let them deny it" taktíkin sem var mikið notuð af Nixon Bandaríkjaforseta sem var þekktur fyrir allt annað en að vera vandur að meðölum í pólitískri baráttu. Lærisveinar hans á Íslandi hafa þróað sína útgáfu sem er svona: Atvik eða orð, sem í sjálfu sér sæta engum tíðindum, eru tekin úr samhengi, afflutt með aðstoð Morgunblaðsins eða annarra sem eru handgengnir Davíð og co og áður en "fórnarlambið" veit hvaðan á sig stendur veðrið er það komið í þá stöðu að verja ómældum tíma í að afneita skoðunum sem það aldrei hafði. Því meir og betur sem það leggur sig fram um að útskýra mál sitt, því fastar situr það í gildrunni því upphafsmaðurinn er kominn með dagskrárvaldið. Þann 9. febrúar 2003 flutti ég ræðu í Borgarnesi sem ég hafði vissulega lagt talsverða hugsun í en ég hafði ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir að hún myndi sæta slíkum tíðindum sem raunin varð. Með því að afflytja stílbrögð mín var búin til tenging milli mín og Baugs sem aldrei var til staðar en herbragðið heppnaðist. Ég ætla ekki að rekja þessa ófrægingarsögu lengra en óneitanlega kemur hún upp í hugann nú þegar Davíð og hans menn keppast við að afflytja orð sem Guðni Th Jóhannesson lét falla í sagnfræðifyrirlestri fyrir þremur árum. Það er svo kaldhæðni örlaganna að Guðni flutti þennan fyrirlestur í Borgarfirði. Í þetta sinn ætla ég hins vegar að vona að fólk sjái í gegnum þennan ljóta leik og stöðvi upphafsmanninn."
Sigurður M Grétarsson, 31.5.2016 kl. 15:38
Þið eruð alveg magnaðir þið tveir, Páll og JVJ+Predikarinn. Hvað fáið þið út úr þessari heift, ódrenglyndi og því, að horfa algerlega framhjá þeirri hörmung sem DO hefur getið af sér fyrir íslenska þjóð. Hann er maðurinn sem vildi ganga í ESB 1989, fyrsta skrefið hjá honum var EES samningurinn. Nokkrum dögum fyrir hrun mærir hann íslensku bankana, neitaði að setja Icesave undir breska lögsögu, endinn vitið þið vel. Það má telja svo óskaplega margt honum í óhag sem geranda, takið eftir því, sem geranda. Guðni var ekki gerandi, setti upp sína greiningu, oft myndrænt, en hefur einnig útskýrt fyrir sitt leiti þátttöku sína í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur um Icesave, í fyrstu á móti, í seinni samþykkt.Þið látið eins og þessi öðlings maður hafi framið landráð. Farið nú að horfa í eigin barm, og hafið hugfast, sá kasti fyrstasteininum, sem syndlaus er.
Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2016 kl. 16:09
Kumpánar SMG & JÓS
Þið lesið ekki einu sinni það sem vísað er á af ummælum dr. Guðna ómenguðum og ekkert úr neinu samhengi.
Svo farið þið með staðlausa stafi um Davíð að venju.
Hann vildi ekki fara inn í ESB og hefur aldrei. Hann sættist á vilja kratanna sammstarfsflokksins að ganga í EES tollabandalagið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2016 kl. 16:27
Aldamótaskýrslan 1989 JVJ+ Predikari, skrifuð og kvittuð undir af Davíð Oddssyni í eigin persónu. Google it:)
Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2016 kl. 17:33
Já, þér finnst Guðni Th vera hrokafullur.
Það er langt seilst þykir mér.
Örvænting? :)
Guðjón Sigurbjartsson, 31.5.2016 kl. 17:56
Mikið eruð þið og ykkar málflutningur hryggilega brjóstumkennanlegur, Davíðstrúarmenn. Hafandi grafið upp þrjú atriði sem þið teljið vera Guðna til vansa. Hamast á þessum þremur atriðum með ýkjum og afflutningi dag eftir dag. Virðist ekki skilja að í hvert nýtt skipti sem þið tönnlist á þessu hafið þið töluvert mörg atkvæði af átrúnaðargoðinu ykkar. En þjóðin þekkir öll mistökin sem Davíð gerði sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Þess vegna er þessi málflutningur ykkar enn afkáralegri.
Þórir Kjartansson, 31.5.2016 kl. 20:22
Þegar við kjósum forseta þá er krafa okkar að hann sé ekki aðeins ríkisborgari,heldur einlægur lýðræðissinni.Við höfum ríka ástæðu til að kynnast öllu um dr Guðna,með tilliti til afstöðu hans til fullveldis Íslands.Það helgast m.a.af áralöngum fölskum uppákomum þeirra sem harðast ganga fram í að veikja mótmælendur ESB., og maður veit ekki lengur hverra flokka þeir eru,eftir að einhverjir eru að lognast út af... Rétt eins og ESBið sjálft. Við þurfum að verjast umsátrinu enn um sinn og bíða eftir að ríki heimti frelsi sín í Evrópu.
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2016 kl. 20:57
Helga, Davíð Oddsson vildi árið 1998 ganga í ESB, skrifaði í Aldamótaskýrslu sjálfstæðisflokksins þess efnis, að Íslandi væri fyrir bestu að ganga í ESB, fyrsta skrefið var EES samningurinn í stjórn með Alþýðuflokknum 1991, sem líka vildi ganga í ESB. 2012 hélt Holland þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort hollendingar vildu vera áfram í ESB, meirihlutinn vildi vera áfram. Bretar ganga bráðlega til samskonar kostninga, sjáum hvað gerist hjá þeim. Öll ríki hafa rétt til að ganga úr ESB, enda eru öll ríki ESB frjáls og fullvalda, en Ísland innan EES, sem engin áhrif hefur á lög og reglugerðir ESB, en tekur á móti þeim með sama hætti og þegar Ísland var undir Danaveldi, svo einfallt er það Helga.
Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2016 kl. 21:18
Fyrirgefðu Helga, ártalið er 1989
Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2016 kl. 21:20
Sá sem heldur að ESB árið 1989 eigi eitthvað skylt við ESB 2016, á að snúa sér að einhverju öðru en stjórnmálum.
Theódór Norðkvist, 31.5.2016 kl. 21:34
Ég var nú að enda við að hlusta á þennan fyrirlestur Guðna þar sem hann talar um árekstrana milli sameiginlegra minninga þjóða og sagnfræðinganna sem setja spurningarmerki við þessar sameiginlegu minningar, en í því samhengi notar hann líkingarnar um fávísan lýð og fræðimenn í fílabeinsturni. Ég legg nú bara til að þeir sem bölsótast mest yfir þessum fyrirlestri hlusti einfaldlega á hann. Eftir að hafa gert það sjálfur get ég í það minnsta fullyrt að ef þeir halda áfram rantinu eftir það eru þeir annað hvort einkar skilningssljóir eða óheiðarlegir ... eða kannski bæði.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.5.2016 kl. 21:52
Þórir, það þarf ekki að ýkja neitt eða afflytja málflutning Guðna Th. um Icesave. Hann mælti bæði með Svavarssamningnum og Buchheit-samningnum, taldi báða betri en aðra valkosti! -- og flaggaði jafnvel hræðslutaktíkinni um að ef við samþykktum ekki að semja við Bretana, myndi Ísland verða jafn-einangrað og Norður-Kórea eða Myanmar!
Þykir þér þetta í alvöru bara eðlilegt og á engan hátt aðfinnsluvert fyrir forsetaefni?
Svo eru það ummæli hans um íslenzka sjómenn í heimsstyrjöldinni, hann dró úr fórnum þeirra með samanburðarfræðum, og þó dóu hlutfallslega fleiri Íslendingar vegna hernaðaraðgerða í seinni heimsstyrjöld (352 manns, skv. Gylfa Þ. Gíslasyni: The Problem of Being an Icelander, bls. 75) heldur en Bandaríkjamenn, því að einn af hverjum 345 Íslendingum lézt þá af þessum völdum, en um einn af hverjum 450 Bandaríkjamönnum (292.100 manns).
SMG og Jónas Ómar eru hér bara að vanda sínum að halda með einum úr sínu liði og gera lítið úr Davíð Oddssyni. En vitaskuld er auðvelt að afsaka Davíð að hafa ekki verið orðinn jafn-reyndur og hygginn árið 1989 eins og hann er nú, með líka alla þessa ömurlegu vitneskju um þróun þessa Evrópusambands, sem hét ekki einu sinni því nafni þá, fyrir 27 árum!
Guðjón Sigurbjartsson er ESB-málpípa við öll möguleg tækifæri og því einn Icesave-sinnanna; hann mætti gjarnan upplýsa, hvort hann hafi unnið launaða ráðgjöf eða önnur störf fyrir stórveldið og gert sig þar með jafn-vanhæfan til að úttala sig um þessi og skyld mál eins og Eiríkur Bergmann Einarsson og Baldur Þórhallsson eða 10-milljóna Árni Þór Sigurðsson.
Jón Valur Jensson, 31.5.2016 kl. 22:54
Jón Valur. Mér finnst þetta sem þið eruð að draga fram úr fortíð Guðna afskaplega lítilfjörlegt. Þúsundir íslendinga höfðu og hafa mismunandi skoðanir á Icesave og ESB. Eins og sakir standa er engin leið að fullyrða hvort væri betra fyrir okkur að vera innan eða utan ESB. (Ég er ekki ESB maður) Jón Sigurðsson fyrrv. formaður Framsóknar og seðlabankastjóri skrifaði mjög skilmerkilega grein um Icesave, núna þegar því máli er lokið. Hans niðurstaða er eins og fleiri að ekki sé hægt að fullyrða hvort var betra að samþykkja Icesave 3 eða hafna. Niðurstaðan sé svipuð þegar upp er staðið. Guðni var á þessum árum eins og hver annar íslendingur með skoðanir sem erfitt er að dæma hvort væru réttar eða rangar. En stóri munurinn er sá að hann réði engu um framgang mála, öndvert við Davíð sem var valdamesti maður landsins á þessum örlagaríku tímum. Hann einkavinavæddi bankana, dró tennurnar úr eftirlitsstofnunum, hrósaði útrásarvíkingunum fyrir snilldina, a.m.k. framan af, henti 500millj. evra nánast út um gluggann á Seðlabankanum og ýmislegt fleira mætti tína til ef maður nennti. Hann sagði sjálfur á Eyjunni um daginn að forsetinn þyrfti að hafa sterkar skoðanir á helstu málum. Það segir mér að hann myndi með öllum ráðum reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um breytingar á bæði fiskveiðistjórnunarkerfinu og stjórnarskrárbreytingum. Á hann og hans skoðanir að ráða meiru en vilji mikils meirihluta þjóðarinnar? Enginn getur neitað því að Davíð var mikill foringi en hann gerði mörg og afdrifarík mistök sem þjóðfélagið er enn að vinna úr og í mínum huga á ekki að verðlauna hann fyrir það með forsetastólnum.
Þórir Kjartansson, 31.5.2016 kl. 23:23
Gott væri ágæti Jón Valur, guðfræðingur, hluti af "Háskólaelítunnu", stuðningsmaður auðvaldsins(sáttur með að launamenn greiði kostnaðinn af krónunni,sbr fyrirlestur hjá Útvarpi Sögu) og lausafylgismaður, gott væri ef þú kæmir með rök þar sem téður Guðni, sá sem ég og þingflokkksformaður Sjálfsstæðisflokksins styðjum bæði, hafi gert lítið úr sjómönnum á tímum heimstyrjaldarinnar. Svo hefur hann aldrei talað um "kúba norðusins" né "Norður Kóreu". Þú metur það þannig að þeir sem hafi einu sinni haft skoðun geti ekki skipt um skoðun og séu dæmdir að eilífu. Þá hlýtur þú að hatast við þá ráðherra Illuga og Borgunar- og Panama vin þinn, sem þú styður við, háttvirtan Fjármálaráðherra sem einatt skrifuðu grein 2009 um kosti þess, já og tillögu um inngöngu í ESB. Hvað er það Jón Valur, samt styður þú og tilbiður þann flokk (enda yfirlýstur stuðningsmaður auðvaldsins (þú ættir kannski manna mest heima í ESB)). Jón Valur, þú ert með tvískinnungshátt.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.5.2016 kl. 23:27
"Rauður þráður í afstöðu Guðna Th. er hroki." ...já einmitt....hér er svo auðmýktinni fyrir að fara.....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.5.2016 kl. 23:33
Ég gerðist nú svo frægur að vera á þessum fræga fyrirlestri á Bifröst - ég minnist þess ekki að einn einasti maður sem þar var hafi minnst á það að Guðni hafi kallað íslenska þjóð fávísa - enda hlýtur hverjum manni sem les þetta að vera það fullkomlega ljóst að það er enda ekki sannleikanum samkvæmt.
Þá er það stórkostlegt finnst mér að horfa upp á JVJ mæra sem mest hann á Davíð Oddsson af öllum mönnum, manninn sem ber hvað mesta ábyrgð á EES samningnum, mesta fullveldisafsali íslenskrar lýðveldissögu. Maður sem þar að auki ber töluverða ábyrgð á þeim atburðum sem leiddu til hrunsins 2008 og þeirrar Icesave deilu sem þar kom á eftir. Auðvitað bar hann þá ábyrgð ekki einn en hann átti sinn þátt eins og t.d. kom fram í rannsóknarskýrslu... Þessi maður skal vera frambjóðandi Jóns Vals Jenssonar á meðan hann finnur flest til foráttu ljúfmennisins og sagnfræðingsins Guðna... Og afhverju ætli Jóni Val lítist svona illa á Guðna.
Jú, það er vegna þess að honum varð það á að kjósa með samningaleið í Icesave deilunni og viðurkenndi það í útvarpsviðtali eftir töluverðar bollaleggingar að ef gengið yrði að öllum kröfum Íslendinga í samningum við ESB þá gæti hann jafnvel hugsað sér að kjósa með slíkum samningi.
Það sem ég myndi ekki greiða fyrir að komast að því hvað gengur á í kollinum á þér Jón Valur
Jón Bjarni, 31.5.2016 kl. 23:53
"Enginn sparkar í hundshræ," það er víst áreiðanlegt, og nú þykir Jóhönnustjórnar-áhangendum, gömlum Icesave-réttlætingarmönnum og stórveldis-aðdáendum ugglaust nóg um gagnsókn mína hér fyrr í kvöld og hefja því róðurinn í sína endalaust vonlausu átt.
Merkilegt að ESB-Jón Bjarni kallar EES-samninginn (óskasamning Delors og Jóns Baldvins) "mesta fullveldisafsal íslenskrar lýðveldissögu," því að sjæafur vill hann nefnilega LANGTUM MEIRA OG AFDRIFARÍKARA fullveldisafsal! -- að koma okkur inn í þetta Evrópuamband sjálft, til að jarða þar íslenzkt sjálfstæði og fullveldi.
Hver ætli sé annars starfi þessa sífellda afsakanda Brusselvaldsins og allra þess myrkraverka og vélabragða gegn íslenzkri þjóð? (yfirgengilegrar pressu ESB á sína þýlyndu Jóhönnustjórnar-vini í Icesave-málinu frá fyrstu stundu, lögsóknar ESB gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum, makrílmáls-þrýstings ESB og hótananna um löndunarbann o.fl., sem og Rússlands-viðskiptaþvingana ESB, sem kosta okkur tugi milljarða króna, ennfremur reksturs Evrópusambands-áróðursstofu og eyðslu til þess undirróðurs upp á um hálfan milljarð króna!).
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 00:16
Sigfús Ómar (krónískur niðurrifsmaður raunhæfra ábendinga um afleitan málfutning dr. Guðna) þykist undrast tal Páls um "hroka" hjá þessum forsetaframbjóðanda. En Páll var ekki einn um að láta sér detta þetta í hug. Sl. mánudag ritaði ég á Vísis-vefslóð (feitletrun hér):
"Guðni hefur harla margt á samvizkunni gagnvart þjóðinni: hefur unnið gegn ótvíræðum réttindum og hag hennar í Icesave-málinu, er ótraustsverður í ESB-risaveldismálinu og hefur því miður talað gegn heiðri íslenzkra sjómanna, varðskipsmanna og varnarmanna okkar í stjórnkerfinu, sem og gert lítið úr núverandi forseta. Ofdramb sitt mætti hann lægja með fyrirgefningarbeiðni."
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 00:25
Davíð Oddsson 3. september 1992
" Ég tel að Evrópubandalagið muni auðvelda viðskiptaleikreglurnar fyrir ríki sem innan vébanda þess starfa eins og verið er að gera og hefur verið gert. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur að tryggja okkur með samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði vegna hinnar miklu hlutdeildar sem ég var að nefna, bæði í vöruútflutningi, ferðaþjónustu og fleiru. Þá eigum við þann aðgang sem evrópski efnahagssamningurinn tryggir okkur vegna þess að nálægari, auðveldari og hömlulausari viðskipti milli Evrópuríkjanna sjálfra, sem ekki standa öðrum til boða, munu eðlilega þrengja okkar kost. En við komumst hjá því ef við fylgjum eftir samningnum um Evrópskt efnahagssvæði.
Ég tel líka að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði falli í mjög mörgum efnum að því gildismati sem er ofarlega í huga okkar Íslendinga og þá á ég ekki síst við þá áherslu sem er í samningnum á að gefa einstaklingum og fyrirtækjum aukinn rétt og aukna möguleika á kostnað þeirra möguleika sem stjórnvöldin hafa til að skerða rétt einstaklinga og fyrirtækja. Þegar það er gert, sem felst í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og þeirri þróun sem þar er að gerast, þá ýtir það undir meira frelsi í viðskiptum, meiri samkeppni, meiri hagkvæmni og betri lífskjör."
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 00:26
Jón Valur, enn hefur enginn komið okkur inn í Evrópubandalagið - Davíð Oddsson var hins vegar forsætisráðherra þegar við gengum inn í EES sem er mesta fullveldisframsal lýðveldissögunnar.. Gott fullveldisframsal að mínu mati - en fullveldisframsal samt sem áður
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 00:28
Ég hef þess utan ekkert verið að mæla með inngöngu Íslands í ESB og minni í þúsunda skipti á að ég hef aldrei kosið hvað þá tekið þátt í starfi vinstri flokks eða samfylkingar - ef þú vildir vera svo vænn að spara okkur þessa standard strámenn þína
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 00:30
Þá lýgur þessi Sigfús því, hér og á minni eigin vefsíðu, að ég sé einhver sérstakur "stuðningsmaður auðvaldsins" og þykist geta réttlætt þá fullyrðingu með því, að ég sé "sáttur við" að gengi krónunnar hafi þurft að fella við bankakreppuna.
Sigfús ætti að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að það er ekki hægt að éta kökuna og eiga hana -- við gátum ekki haldið hér stöðugu gengi gjaldmiðilsins og viðhaldið sama atvinnustigi og áður. ÍRAR o.fl. ESB-þjóðir bjuggu við þann afarkost að eiga ekki lengur sveigjanlegan eigin gjaldmiðil, heldur stífa evruna, sem þokaðist ekki eftir þeirra efnahagslegu nauðsyn, helur olli þar mikilli kreppu í formi gríðarlegs atvinnuleysis, eins og hrjáir fleiri ESB-þjóðir ennþá.
Hvernig hefði það átt að verða Íslandi til bjargar eða launamönnum til kjarabóta til lengdar? Engan veginn. En þeir urðu óhjákvæmilega að sætta sig við hækkun verðlags, einkum á innfluttum vörum, og þar með kjararýrnun -- og sannarlega sé ég það ekki sem neitt gleðiefni, enda engin hækja auðmanna, eins og Ingibjörg nokkur Sólrún gerðist í sinni Borgarnesræðu -- en Íslendingar héldu þó mun fleiri störfum sínum en t.d. Írar, Spánverjar, Grikkir ...
Og smám saman óx okkur ásmegin vegna gengisbreytingarinnar: útflutningstekjur stórjukust, gamlar atvinnugreinar, sem hágengið hafði nánast gert út af við, urðu aftur hagkvæmar, og augu umheimsins opnuðust fyrir hagkvæmum og freistandi ferðalögum til Íslands, og allt hefur þetta stuðlað að bullandi vexti í atvinnulífinu og gerir enn í þvílíkum mæli, að flestir eða allir sjá umskiptin nema helzt krónískir bölmóðsmenn eins og Sigfús Ómar Höskuldsson og Jónas Ómar Snorrason.
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 00:48
Og þá er það ekki heldur ónýtt, að í þessum mikla hagvexti hefur kaupmáttur launa aukizt síðustu 12 mánuði um heil ellefu prósent.
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 00:51
Jón Bjarni, Sjálfstæðisflokkurinn er enn fylgjandi EES-samningnum, sem og Schengen-samningnum, en ég hafna hvorum tveggja, eins og Íslenska þjóðfylkingin gerir, flokkur sem þó mun standa traustari vörð um hagsmuni launafólks og lífeyrisþega heldur en jafnvel hörðustu vinstri flokkar, m.a. vegna skattastefnu flokksins, sem menn ættu að kynna sér.
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 01:04
Jónas Ómar heldur áfram að tuggast á því að Davíð Oddsson hafi verið jákvæður í garð ESB fyrir 27 árum síðan, en fyrir 14 árum og einum mánuðiði betur hafði hann áttað sig á hvert sambandið stefndi og þá var Össur Skarphéðinsson ekki par hrifinn af kallinum. Davíð skipti um skoðun þegar sambandið sýndi sitt rétta andlit. Eftir það hefur hann verið eindreginn andstæðingur inngöngu.
Guðni Th var hins vegar eindreginn stuðningsmaður greiðslu Icesave I og III og er enn að tala um "ef við fáum góðan samning" þó hann viti að engir samningar séu í boði þegar ESB er annars vegar. Hann er og verður Evrópusambandssinn og eins og svo margir menntamenn talar hann niður til almennings sem borið hefur hitann og þungann í allri frelsisbaráttu landsins. Innan ESB er það einmitt almenningur sem ber kostnaðinn af þessu sambandi evrópskrar elítu.
Verði Guðni kosinn forseti situr þjóðin uppi með forseta sem ber enga sannfæringu í brjósti fyrir fullveldi hennar og sjálfsákvörðunarréttrétti.
Það verða að teljast dagur leg örlög einnar þjóðar.
Ragnhildur Kolka, 1.6.2016 kl. 01:15
Sæll Þórir (ekki ESB maður?) Jón Sigurðson skrifar skilmerkilega um Icesave þegar því var lokið,rétt eins og áhangandi boltaliðs sem hefur tapað og getur ekki glaðst með sigurliðinu.Á þeim tíma sem Guðni vissi ekkert í sinn haus varðandi rangar kröfur ESB,sáu þeir sem etja honum fram núna,ekkert nema völd undir gunnfána þess. -- Þú ályktar eftir endurteknar rangatúlkanir þínar,hvað Davíð mundi gera.hann hleypur ekki frá neinu og sannar það best með sínum eigin orðum.-----En rétt er það hann er mikill foringi,en trúðu mér hann sækist ekki eftir verðlaunum. Það erum við sem eigum það skilið og satt að segja er rétturinn okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2016 kl. 01:20
Já, Ragnhildur, dapurleg örlög yrðu það fyrir þjóðina, er ég hræddur um.
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 01:21
Einkennilegt orðalag hjá þér Ragnhildur Kolka, að DO hafi verið "jákvæður" JVJ notar orðið"græskulaus" um sama mál í bloggi hjá Ásthildi C. Málið með ykkur er, að það skiptir ykkur máli hver segjir eða skrifar um málin. Nú er ÓRG hættur við framboð, þá er auðvitað um að gera að styðja við þann sem líklegastur er til þess að halda Íslandi í fortíðini, reyndar engin betri til þess fallinn en DO. RK, eðli ESB var það sama fyrir 27 árum, en ykkar andstaða til ESB hefur alltaf byggst á því að við inngöngu í ESB, þá missi Ísland fullveldi sitt, það sama var uppi á teningnum fyrir 27 árum, reyndar enn meira fullveldisafsal með EES samninginum, þar sem Ísland verður að taka upp lög og reglur ESB á nákvæmlega sama hátt og þegar Ísland var undir Danaveldi.
Jónas Ómar Snorrason, 1.6.2016 kl. 05:53
Jón Valur, "málpípa" hvað? Það er nú eins og þú sért í vinnu hjá einangrunarsinnum og hræddafólkinu 24/7.
DO er um margt ágætur maður, en mér finnst ljóður á hans ráði, og þínu líka, að þið viljið ekki leyfa láta vilja fólksins hvað ESB umsóknina ná fram að ganga. Þar á ég við að um 70% vilja "kíkja í pakkann" og taka svo afstöðu til samningsins.
Þið teljið ykkur færa til að hafa vit fyrir lýðnum í þessu efni.
Það segir mér að Davíð á ekki að verða forseti, því hann myndi, ef hann þarf að velja, láta sinn vilja ráða, gegn þjóðarviljanum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum að þróa beinna lýðræði, ekki foringjaræði manna sem telja sig vita betur.
Guðjón Sigurbjartsson, 1.6.2016 kl. 06:51
Jónas Ómar, fyrir 27 árum hafði hvorki Mastricht sáttmálinn né Lissabon "stjórnarskráin" verið undirrituð. Frakkar, Hollendingar og Írar höfðu ekki verið kúgaðir til hlýðni og Sóvétríkin voru enn til staðar. Evrópudómstóllinn hafði ekki hafið sína vegferð í skapandi dómsúrskurðum. Með öðrum orðum Evrópska senan var önnur en hún er í dag.
Á þeim tíma gátu þjóðir sett fram ýmis skilyrði við inngöngu í sambandið. Þær undanþágur voru ekki í boði þegar fyrrum fylgihnettir sóvétríkjanna leituðu eftir inngöngu og hefur verið tekið fyrir allt slíkt lauslæti (þótt sagnfræðingurinn hafi ekki heyrt af því). Þú getur því ekki líkt ESB í dag við ESB 1989. Ætli það hafi ekki verið Mastricht sáttmálinn sem Fékk Davíð Oddsson til að skipta um skoðun, því ég minnist þess ekki að hann hafi sýnt þessu máli stuðning í forsætisráðherratíð sinni. Þvert á móti þá stóð hann gegn öllum tilraunum Framsóknarflokksins (HÁ og VS)til að færa okkur nær ESB.
Ragnhildur Kolka, 1.6.2016 kl. 08:42
Það kom berlega í ljós í Eyjunni hjá Birni Inga hvað Davíð hafðir lítið fram að færa um eigið ágæti. Notaði meirihluta þáttarins í að níða Guðna niður en minntist varla orði á þá kosti sem hann telur sig hafa, til að gegna forsetaembættinu. Það er aulaleg aðferð sem mun ekki skila honum atkvæðum eins og strax er komið fram.
Þórir Kjartansson, 1.6.2016 kl. 09:00
Þórir, það er EKKI "níð" að herma ummæli manns (Guðna) upp á hann eða að spyrja hann út í afstöðu hans í málum. Allir, sem fara út í stjórnmál, verða að gera ráð fyrir því að verða spurðir þannig út í orð sín og gjörðir á liðnum árum.
Við upphaf síðasta kjörtímabils síns sem borgarstjóri fekk Davíð og hans menn 60% kjörfylgi. Það er ærinn vitnisburður um frammistöðu hans þar, svo að dæmi sé nefnt.
Ragnhildur Kolka hefur svarað hér á mjög afgerandi hátt mótbárum Jónasar Ómars sem hélt (ranglega), að Evrópska efnahagsbandalagið (á ensku: The European Economic Community) hefði ekki breytzt neitt að ráði síðan 1989 og síðan það fekk nafnið Evrópusambandið (The European Union).
Nei, Guðjón, þótt ég sé að vissu leyti "í vinnu" (sjálfboðavinnu) hjá fullveldissinnuðum Íslendingum og næstu kynslóðum við að verja fullveldi og rétt landsins, eins og ég gerði líka í Icesave-málinu sem formaður Þjóðarheiðurs (ólaunaður) og ötull skriffinnur í þeim málum (einnig á Fullveldisvaktinni hér á Moggabloggi o.fl. vefsíðum), þá hef ég aldrei þegið eina einustu krónu fyrir öll þau viðvik mín.
En þú átt enn eftir að svara fyrirspurn minni frá í gærkvöldi:
"Guðjón Sigurbjartsson er ESB-málpípa við öll möguleg tækifæri og því einn Icesave-sinnanna; hann mætti gjarnan upplýsa, hvort hann hafi unnið launaða ráðgjöf eða önnur störf fyrir stórveldið og gert sig þar með jafn-vanhæfan til að úttala sig um þessi og skyld mál eins og Eiríkur Bergmann Einarsson og Baldur Þórhallsson eða 10-milljóna Árni Þór Sigurðsson."
En Guðjón hefði gott af að minna sig á staðreyndir með því að renna í gegnum þessa grein: Í öllum skoðanakönnunum frá Össurar-umsókninni hefur yfirgnæfandi meirihluti verið á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið
Einnig að lesa hana þessa: Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir - og samt er hrikaleg tillaga nú í spilunum!
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 10:52
Getur þú svarað mér einu Jón Valur.. ert þú buinn að fyrirgefa Davíð Oddssyni framsal það sem hann stóð að með EES samningum?
Skiptir hans framferði þar þig minna máli en það svar Guðna að hann væri hugsanlega til í að kjósa með ESB aðild ef gengið yrði að ítrustu kröfum Íslendinga?
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 10:57
Annað, finnst þér líklegt að Guðni myndi sem forseti undirrita lög þess efnis að gengið yrði inn í ESB ef þjóðin hefði ekki haft neitt um það að segja áður?
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 10:58
Ragnhildur Kolka, ég er að tala um það fullveldisafsal, sem þið berið fyrir ykkur í andstöðu ykkar, hefur ekkert breyst. En afstaða Guðna er skýr að mínu mati, og 60% þjóðarinar sem hann styður. Því miður fengum við ekki að heyra afstöðu DO til embættisins á sunnudag, hann var of upptekinn af því að kasta steinum inni í glerhúsi. Án allrar frekari gagnrýni á DO, þá finnst mér hann ekki hafa neitt erindi sem Forseti, til þess er hann allt of umdeildur, reyndar af mörgu góðu, en svo yfirgnæfandi meira af því slæma, að ÓRG þegar hann bauð sig fyrst fram, þó umdeildur væri, kemst ekki með tærnar þar sem Davíð hefur hælana. Gæti reyndar einnig mögulega orðið akkelesarhæll fyrir alþjóðleg samskipti. Hvað aðförina að Guðna varðar, þá þekkir fólk orðið þessa tækni, er orðin svo gamaldags, að hamra á viðkomandi, jafnvel sundurslitnum setningum eða myndlíkingum, nú eða því sem hann sagði, að hafa kosið með Icesave 3 eins og 40% íslendinga gerðu. Hann hefði getað þagað um það, en kýs að koma til dyrana eins og hann er klæddur. Hið besta mál. Icesave er búið og greitt.
Jónas Ómar Snorrason, 1.6.2016 kl. 11:03
Páll, tókstu hér út vísuna mína (Rægitungurekka-lið ...)? Var einhver sem tók hana til sín og kvartaði?
Ekki vantar, að ESB-Jón Bjarni sé hér á vaktinni (er hann ekki í neinni annarri vinnu?) til að gæta hagsmuna ESB/ESB-innlimunarsinna.
Hann spyr mig hér tveggja spurninga, og fá mun hann svör við þeim, en fyrst vil ég fá svar hans við spurningu minni hér kl. 0.16 í nótt:
"Hver ætli sé annars starfi þessa sífellda afsakanda Brusselvaldsins og allra þess myrkraverka og vélabragða gegn íslenzkri þjóð? (yfirgengilegrar pressu ESB á sína þýlyndu Jóhönnustjórnar-vini í Icesave-málinu frá fyrstu stundu, lögsóknar ESB gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum, makrílmáls-þrýstings ESB og hótananna um löndunarbann o.fl., sem og Rússlands-viðskiptaþvingana ESB, sem kosta okkur tugi milljarða króna, ennfremur reksturs Evrópusambands-áróðursstofu og eyðslu til þess undirróðurs upp á um hálfan milljarð króna!)."
Í innleggi sínu hér í nótt kl. 0:30 segist Jón Bjarni "ekkert [hafa] verið að mæla með inngöngu Íslands í ESB," en samt er fullt nafn hans á opinberlega birtri félagaskrá öfugmælasamtakanna "Já Ísland!", mitt á milli tveggja annarra Jóna, þannig:
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 11:14
Þessi orð Jónasar Ómars í lok innleggs hans kl. 5.53: "Við inngöngu í ESB missir Ísland fullveldi sitt," eru sjaldgæf, en einkar ánægjuleg viðurkenning staðreynda hjá þeim, sem fylgt hafa Jóhönnustjórn að málum.
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 11:19
Jón Valur, ég er ekkert að ljúga því þegar ég segi að ég hef frá því að umsókn Ísland var dreginn til baka hvergi tjáð mig í orði eða riti um kosti og galla þess að ganga inn í ESB þó ég sé þeirrar skoðunar að okkar hagsmunum sé betur komið þar inni. Ég sagði þér það svo nýlega og sver að það er sannleiknum samkvæmt að mér er nokkurn veginn alveg nákvæmlega sama hvort við förum þar inn eða ekki.
Ertu að spyrja mig við hvernig ég vinn fyrir mér?
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 11:24
Jón Valur, ég fer ekki með neinar fleipur, þú sagðir þetta og þá um leið tókst þú afstöðu með þeim sem eiga fjármagnið á kostnað hins almenna launamanns.
Þú situr upp með þá skoðun, þér til ævarandi minnkunar.
Rétt hjá þér með kökuna, þú hinsvegar setur þetta ekki í rétt samhengi, það eru örfáir (10% þjóðar)sem fá að borða kökuna eða um 3/4 allra eigna. þeim hópi tilheyrir þú nú.
Sé að einkavinkona Kjartans Gunnarssonar er að tjá sig hér. Það væri gaman að heyra hvort hún (líkt og þú sjálfur Jón Valur, sem svarar aldrei neinu sem að þér er beint, ferð bara undan í flæmingi og gerir alla að vinstri mönnum og Samfylkingarfólki), hvort hún sé búinn að taka Bjarna Ben og Illuga "lánsþegar" í sátt eftir grein þeirra bræðra 2009 um mikilvægi þess að ganga í ESB.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.6.2016 kl. 11:27
Jónas Ómar, það er merkilegt að þú skulir draga upp ummæli Davíðs frá því fyrir 27 árum og þegar ég svara þér þá ferðu að þvæla um e-d allt annað. Mér segir svo hugur að þig hafi þrotið rök og því talið heppilegra að taka enn eina rispuna í að rægja Davíð.
Að hafa eftir Guðna hans eigin orð sem fallið hafa á síðastliðnum árum getur varla talist rógur. Nema náttúrlega ef menn vilja láta sem hann hafi ekki opnað munninn síðastliðin 6-7 ár. En það flokkast undir óheiðarleika.
Kannski þess vegna sem hann stagast nú á í hverju viðtalinu á fætur öðru hvað hann sé "heiðarlegur".
Ragnhildur Kolka, 1.6.2016 kl. 13:34
Ragnhildur Kolka, ég get alveg eins átt samtal við stein, þannig hafðu það eins og þú villt hafa það, þó það sé ekki sannleykanum samkvæmt. En heiðarleiki fjallar oftast ekki um orð, því þú getur haft eina skoðun í dag, og aðra á morgun, heiðarleiki fjallar aðallega um gjörðir. Þú getur séð eftir gjörðum þínum, reynt að bæta fyrir þær, en þá verður þú að vilja það. Sumir kjósa einfaldlega að endurskrifa söguna.
JVJ, nú ertu kominn á sama hála ísinn, og þið teljið ykkur hafa gegn Guðna. Taka út orð innan setningar. Það sem ég sagði kl.05:53(er reyndar staddur 3 tímum á undan ísl.tíma) er, að rök þín og þinna skoðanrsistkyna séu þau, að við inngöngu Íslands í ESB, þá missi Ísland fullveldi sitt. Ég benti á, að DO hafi VILJAÐ 1989 ganga í ESB, það hafi ekkert breyst síðan þá, þó hið rétta sé, að eðli ESB hafi ekkert breyst. Þannig JVJ, ekki bera mér orð í munn
.
Jónas Ómar Snorrason, 1.6.2016 kl. 15:04
Vil samt, svo öllu sé til haga haldið segja það, að Ragnhildur Kolka, JVJ, Páll, Elle, Jóhann ofl ofl. fólki greinir á, sem betur fer. Sem betur fer er ekki bara ein skoðun, ríkisskoðun eins og einhver myndi orða það fólk hefur sem betur fer misjafnar skoðanir og misjafna sýn á hlutina, en fólk þarf að vera sanngjarnt, ekki dæma út frá skoðunum, heldur gallhörðum staðreyndum.
Jónas Ómar Snorrason, 1.6.2016 kl. 15:17
Jónas Ómar, steinar setja ekki fram rök fyrir máli sínu. Ég benti þér a fjölmargar breytingar sem átt hafa sér stað síðan Davíð flutti sína skýrslu um ESB fyrir 27 árum. Breytingar sem hafa haft gríðarleg áhrif á heimsmyndina. Og hafa jafnframt haft áhrif á skoðanir manna á ESB, ekki bara Davíðs. Þú kýst hinsvegar að tala eins og tíminn hafi staðið kyrr í 27 ár. Það er þín skoðun, en lýsir ekki miklum hæfileika til að draga ályktanir af því sem gerst hefur.
Ragnhildur Kolka, 1.6.2016 kl. 15:40
Vel svarað, Ragnhildur. Annars þarf hann Jónas að læra betri íslenzku til að geta lagt út í svona baráttu af e-u viti.
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 16:32
Já, JBS, ég var að spyrja hvernig þú ynnir fyrir þér.
Sigfús, ekki er ég í hópi 10 prósent-eignastéttarinnar, lifi mjög spart. Hvað um þig sjálfan, greyið mitt?
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 17:02
Ég geri ýmislegt Jón, ég er menntaður skattalögfræðingur og sinni ráðgjöf á því sviði. Síðan sé ég um rekstur á einum elsta bar Reykjavíkur. Þá er framkvæmdastjóri í fyrirtæki sem leigir út búnað til ýmisskonar skemmtunar utanhúss, tjöld, borð bekki og þvíumlíkt. Við konan rekum svo saman litla netverslun sem gengur ágætlega... En þú, hvað gerir þú annað en að rífast á internetinu?
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 17:40
Nægir þetta til þess að þú svarir spurningunni?
Jón Bjarni, 1.6.2016 kl. 17:56
R.Kolka, ég var að tala um eðli ESB, hvað varðar ykkar einu rök fyrir að ganga ekki í ESB, sem er fullveldisafsal, annars komið gott. JVJ, þú kætist eins og krakki, ok gott mál. Annars er ég vandur að minni íslensku, tel mig skrifa og tala, sem best verður á kosið. En svaraðu nú Jóni Bjarna um þá atvinnu sem þú stundar JVJ!
Jónas Ómar Snorrason, 1.6.2016 kl. 20:05
Jón Valur virðist ekki ætla ómaka sig við það að svara
Jón Bjarni, 2.6.2016 kl. 09:42
Nei, Sigfús, íslenzka þín er á köflum afleit, þú ruglast í fallbeygingum o.fl. Ég nenni ekki að hjálpa þér, láttu annan íslenzkumann um það.
Svo fer því fjarri, að fullveldisafsalið sé "einu rökin" fyrir því að vera andvígur innlimun Íslands í Evrópusambandið.
og svo mætti lengi telja.
* Sbr. t.d. hér: "Íslendingar verða að samþykkja og virða löggjöf Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum" - ekki boðið upp á annað í ESB!
og hér: Auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af ESB
og lestu þetta: Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).
Og þetta: Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).
Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB
Sbr. almennt hér: Haraldur Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði
Jón Valur Jensson, 2.6.2016 kl. 16:19
Ætlar þú ekki að svara mér Jón Valur?
Jón Bjarni, 2.6.2016 kl. 18:16
„Í annan stað hefur hagfræðileg þekking ýmissa aðila hvarvetna í þjóðfélaginu vaxið verulega. Það hlutverk Þjóðhagsstofnunar, að uppfræða fávísan almenning eða fyrirtæki og félög, hefur gjörbreyst. Þann veruleika ættu menn að viðurkenna þótt þeir falli kannski í þá freistni að reyna að koma höggi á forsrh. en ég ber mig ekkert undan því.“
Jón Ragnarsson, 3.6.2016 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.