ESB og blóðuga Evrópa í fortíð og nútíð

Evrópusambandið sækir drjúgt af tilvistarrökum sínum til blóðugrar sögu Evrópu á síðustu öld með tveim heimsstyrjöldum og ótöldum milljónum drepnum í hjaðningavígum.

ESB verður til eftir seinna stríð og þá hljómuðu þau rök sannfærandi að aldrei mætti aftur efna til stríðs meðal Evrópuþjóða. Þegar frá líður verða þessi rök léttvægari. Fyrri og seinni heimsstyrjöld verða smám saman álíka fjarlægar og Napoleónsstríðin í byrjun 19. aldar.

Þrátt fyrir tal um frið virðist vaxandi stríðslyst hjá sjálfu ESB, sem beitir sér með Bandaríkjunum og Nató að þrengja að stöðu Rússa í Austur-Evrópu á vafasömum forsendum, svo ekki sé meira sagt.

Verdun er tákn fyrstu heimstyrjaldar, Auschwitz annarrar og Úkraína gæti orðið tákn upphafs þeirrar þriðju.


mbl.is Verdun tákni sameinaða Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta friðelskandi par lætur mynda sig fyrir alheimspessuna til að minna á boðskapinn.

Betra að þau tækju Lennon og Yoko á þetta og gleymdu landagirndinni í austri og vestri og friður héldist a.m.k.eitthvað áfram.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2016 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband