Guðni Th. og Viðreisn er sama pólitíkin

Viðreisn er hópur ESB-sinna sem stofnaði stjórnmálaflokk i vikunni en þorir ekki að gangast við stefnumáli sínu, sem er aðild Íslands að Evrópusambandinu. Guðni Th. Jóhanneson forsetaframbjóðandi er ESB-sinni sem leggur sig fram um að fela sannfæringu sína.

Ástæðan fyrir feluleik Viðreisnar og Guðna Th. er vitanlega sú að Evrópusambandið er í hnignunarferli sem leiðir hægt en örugglega til endaloka þess.

Hvorki Viðreisn né Guðni Th. horfast í augu við þann veruleika að ESB-aðild Íslands myndi soga okkur í efnahagslega eymd og pólitískt öngþveiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

http://vidreisn.is/malefni/grunnstefna-vidreisnar

Þetta er þarna neðst... undir "þjóð meðal þjóða"

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 08:40

2 Smámynd: Jón Bjarni

Kennir þú upplýsingasöfnun í FG?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 08:42

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Páll, ESB er sannarlega fíllinn í stofunni hjá Guðna Th. og Viðreisn, flokknum sem var stofnaður um aðild. Svo núna þegar flóttamannamál og Schengen ganga endanlega frá ESB, þá er sá vandi annar fíll sem ekki má minnast á við þessa útverði pólitísks réttrúnaðar.

En setningin Jón Bjarni vitnar í hjá Viðreisn er þessi:  Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu til þess að ná megi aðildarsamningi sem borinn verði undir þjóðina (!)

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 08:48

4 Smámynd: Jón Bjarni

Finnst þér ekki pínu sorglegt að stærsta flóttamannavandamál síðan í seinna stríði hugsanlega sundri Evrópu? Eða ertu kannski bara pínu feginn..

Og já, er þetta ekki nokkuð ljóst - flokkurinn vill að þjóðin kjósi um það hvort hún vill klára viðræður eða ekki?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 09:13

5 Smámynd: Ívar Pálsson

ESB sundrar Evrópuþjóðum með stefnu sinni og aðgerðum í nafni sameiningar. Fyrst með Evru- krísum sl. 8 ára sem hafa rústað efnahag heilu þjóðanna og núna með sveiflukenndri og ídealískri flóttamannastefnu sem veldur því að milljónir manna fara á vergang um Evrópu (og þar með Schengen- Ísland líka). Stefna og stefnuleysi ESB er líkleg til þess að valda stríði í Evrópu, sem mér finnst ógnvænleg tilhusun.

En Viðreisn vill klára viðræður við ESB sem eru hvorki í gangi né viðræður! Þetta var aðlögunarferli sem var slitið. Viðreisn ætti að viðurkenna (ef fréttamenn spyrðu þau almennilega) að flokkurinn stefnir að og vill aðild að ESB. Gammla yfirdrepið um viðræður eða hvað sæe í pakkanum er löngu liðinn tími. 

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 09:28

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið: Gamla yfirdrepið um viðræður eða hvað sé í pakkanum er löngu liðinn tími.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 09:30

7 Smámynd: Jón Bjarni

Væri Evrópa í betri málum ef ESB hefði aldrei orðið til?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 09:30

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekkert í veröldinni hefði getað farið öðruvísi en það fór, því að þannig fór það. ESB byrjaði vel forðum á viðskiptagrunni á milli þjóða, en smám saman yfirtók sósíal- demókratískur ídealismi og drottnunarstefna þetta samband þjóða, sem endaði með algeru fulltrúaleysi og lýðræðisskorti. Því betur sem fólk kynnir sér málið, því líklegri er það til þess að hlaupa burt frá þessum ógnarsamtökum.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 09:41

9 Smámynd: Jón Bjarni

Hvað þýðir þetta svar?  Var ESB gott og varð síðan vont?

Hvað gerði það vont... Þetta sem þú síðan segir er ekkert annað en einhver fullyrðingaflaumur - hvað áttu við með fulltrúaleysi og lýðræðisskorti?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 10:18

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Efni þessa bloggs Páls er ekki víðsjárverð þróun ESB, Jón Bjarni. Nóg að sinni um það.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 10:50

11 Smámynd: Jón Bjarni

Hvað meinar þú...  Þú talar um að ESB sundri þjóðum og ert ansi yfirlýsingaglaður.. Getur þú ekki skýrt það nánar?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 11:07

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rökræður við sannfærða trúmenn ( svo sem komunista, Evrópusambandssinna og íslamista) eru ekki til nokkurs gagns.  Trú og eða siðferðisgreindarskortur yfirtekur bæði viljann og þorið til skilnings.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.5.2016 kl. 12:51

13 Smámynd: Ólafur Als

Það er næstum krúttlegt að enn skuli menn koma fram og bera blak af Evrópusambandinu.

Ólafur Als, 27.5.2016 kl. 13:05

14 Smámynd: Jón Bjarni

Er ESB vont? 

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 13:50

15 Smámynd: Jón Bjarni

Hrólfur... ég spyr þig þess sama... Er ESB vont?  Er álfan verr stödd vegna þess að ESB varð til?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 13:51

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Bjarni, þú spyrð margra spurninga. Ef þeim er svarað, þá koma tvennar aðrar. En ég freistast til þess að bæta við: Lýðræðishalli þjóða ESB hefur verið augljósastur í Evru- krísunum sl. 8 árin, þar sem fyrir hvern af þeim 25 fundum þá mætir forseti Frakklands og kanslari Þýskalands deginum áður og ákveða hvernig þetta fer daginn eftir.

Bretland er í ESB en sambandið sinnir bara Evru-löndunum 18 sem verða að sameinast meir en góðu hófi gegnir til þess að aðgerðir Seðlabanka Evrópu nái að virka. Svo núna er flóttamannavandinn óyfirstíganlegur fyrir ESB, en hver þjóð gæti ráðið vel við að stjórna flæði síns ríkis.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 14:22

17 Smámynd: Jón Bjarni

Er þetta of flókin spurning Ívar?  

Er Evrópa verr stödd vegna ESB?

Þú segir hér Ívar "Lýðræðishalli þjóða ESB hefur verið augljósastur í Evru- krísunum sl. 8 árin, þar sem fyrir hvern af þeim 25 fundum þá mætir forseti Frakklands og kanslari Þýskalands deginum áður og ákveða hvernig þetta fer daginn eftir."

Ert þú með dæmi um þetta?

Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 21:27

18 Smámynd: Elle_

 Gott Ívar að þú lætur ekki valta yfir þig.  Haltu þínu striki.

Elle_, 28.5.2016 kl. 00:13

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Bjarni, ESB er "vont" af því að það eru mistök, sem flesum er að verða ljóst. Dæmi um þessa 25 fundi eru þessir 25 fundir sem voru langlfestir á þann veg sem ég lýsti. Ég fylgdist með hverjum og einum þeirra á Bloomberg og niðurstaðan er jafnan þessi: Merkel og Holland (áður Sarkosi) ráða niðurstöðunni, því að annars er engin "lausn" á krísunni hverju sinni.

Ívar Pálsson, 28.5.2016 kl. 11:02

20 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jón Bjarni, þú spyrð í einni athugasemdinni hvort ESB hafi verið gott en sé orðið slæmt. Svarið er já.

Reyndar er það örlítið flóknara þar sem ESB hefur frá stofnun verið slæmt,en undanfarar þess ágætir, kannski sá fyrsti, Kola og stálbandalagið sá skásti.

Evrópubandalagið var síðan smá afbökun frá Kola og stálbandalaginu,þar sem lýðræðinu var vikið að hluta til hliðar og grunnur lagður að því sem koma skyldi.

Með stofnun Evrópusambandsins var síðan lokaskrefið stigið að stofnun svokallaðrar stór-Evrópu.

Þú ættir kannski að lesa þig svolítið til um sögu Evrópu, sérstaklega frá lokum síðari heimstyrjaldar. Þá gætir þú orðið gjaldgengur í athugasemdum bloggsíða og spurt spurninga af einhverju viti.

Þangað til ættir þú að halda þínum kjánaskap fyrir þig!!

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2016 kl. 08:27

21 Smámynd: Aztec

Það er alveg rétt hjá Gunnari Heiðarsyni. Fyrirrennari ESB, Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) var slæmt í þeim skilningi að það var gegnsósa af spillingu, bruðli og óskilvirkni, enda sandkassi embættismanna og uppgjafaþingmanna. Það góða við EBE var að aðildarríkin höfðu neitunarvald. En í staðinn fyrir að uppræta spillinguna, bruðlið og gera bandalagið skilvirkara, þá stökkbreyttist það í ESB, neitunarvaldið var afnumið í flestum málaflokkum, þjóðríkin voru þurrkuð út með því að leggja niður landamærin og sjálfstæði aðildarríkjanna var afnumið, þar eð sambandið fékk vald til að íhlutast til um innanríkismál þeirra.

Hugmyndirnar um samruna Evrópuríkja voru á teikniborðinu áratugum saman, en alltaf var talað um bara að halda friðinn, tollabandalag, bla bla. Það voru líka margir einfeldningar á fjórða áratugnum, sem héldu að áform nazistanna gengju einungis út á það að minnka atvinnuleysi í Þýzkalandi með hergagnaframleiðslu, þegar þeir í raun stefndu á sameiningu Evrópu undir forystu Þjóðverja (eins og ESB er í dag).

Það sem ég er gáttaður á er hvers vegna hægrimaðurinn Benedikt Zoëga vill að Ísland gangi í ESB? Vill hann að fjölþjóðafyrirtæki fái aukin völd til að grafa undan kjörum láglaunafólks? Vill hann afhenda Brüssel yfirstjórn fiskimiðanna við landið? Vill hann að íslenzkur landbúnaður eins og við þekkjum hann leggist af og verksmiðjubúskapur taki við? Benedikt er snillingur þegar kemur að rökhugsun í sambandi við stærðfræði og skák, en þegar kemur að stjórnmálum þá virðist vanta eitthvað upp á hjá honum.

Aztec, 29.5.2016 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband