Vinstri grćnir breyta valdahlutföllum stjórnmálanna

Í áratugi voru valdahlutföll íslenskra stjórnmála ţannig ađ Sjálfstćđisflokkurinn vann ýmist međ Samfylkingunni, sem lengi hét Alţýđufokkur, eđa Framsóknarflokknum. Vinstri grćnir, áđur Alţýđubandalag, voru mótmćlaflokkur sem ekki fékk ađild ađ ríkisstjórn nema í undatekningatilfellum.

Vinstri grćnir eru ađ festa sig í sessi sem 20 prósent flokkur og gćtu fariđ hćrra í kosningum. Sjálfstćđisflokkur er um og yfir 30 prósentum. Samfylkingin er ađ hverfa og Björt framtíđ er dauđvona. 

Framsóknarflokkurinn er í sárum en gćti náđ sér á strik ţegar foringinn mćtir aftur til leiks.

Píratar halda ekki nema hluta fylgisins sem ţeir mćlast međ. Nýliđar á frambođslista og vandrćđi viđ ađ setja saman stefnuskrá mun tálga af ţeim fylgiđ. Međ Birgittu sem andlit flokksins er engin leiđ ađ heyja trúverđuga kosningabaráttu.

Ađ upplagi eru Vinstri grćnir jafnréttissinnar međ umhverfis- og landsbyggđasjónarmiđ. Gamla fylgiđ úr Alţýđubandalaginu er ţjóđlegt íhaldsfólk. Međ Katrínu Jakobsdóttur sem hófsaman leiđtoga eru Vinstri grćnir stofuhćfir í stjórnarráđinu.

Uppgangur Vinstri grćnna mun breyta áherslum Sjálfstćđisflokksins. Kratasjónarmiđin í flokknum eru komin yfir í Viđreisn. Sá flokkur er andvana fćddur vegna Evrópumála og báginda Samfylkingar. Sjálfstćđisflokkurinn mun teygja til yfir á málefnasvćđi Vinstri grćnna eins og ţegar sjást merki, til dćmis í umhverfismálum.

Ţjóđlegir íhaldsmenn mega vel viđ una.


mbl.is Samfylkingin nálgast botninn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband