Þriðjudagur, 24. maí 2016
Flokkur ESB-sinna, Viðreisn, hættir kröfu um ESB-aðild
Viðreisn var hópur ESB-sinna sem klufu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Þegar þeir loksins stofna flokkinn, sem hefur verið í burðarliðnum í tvö ár, er ekki orð um að flokkurinn ætli að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Spor Samfylkingar hræða.
Benedikt formaður Viðreisnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
O, ætli örlog þessa flokksskrípis verði ekki svipað og annara slíkra?
Hrossabrestur, 24.5.2016 kl. 19:30
Flokkur sem er að fara í fótspor Samfylkingar sálugu mun ekki tóra af kosningar- en flokkur sem berst gegn fátækt er það sem fólk vill nú !
Erla Magna Alexandersdóttir, 24.5.2016 kl. 20:31
Sniðugt!!!, Viðreisn Benidikts hættir fjasi um Evrópusambands aðild, eins og Samfylking ÖssurJóku á sínum tíma fyrir kosningar.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.5.2016 kl. 20:51
Mundi ekki vanmeta þetta framboð! Finnst fólki virkilega ekki kominn tími á flokk til hægri sem er ekki heltekin af hagsmunum fámennrar auðstéttar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2016 kl. 20:54
Benedikt er ekki laus undan evrusýkinni, það kom berlega í ljós í viðtali við hann í ríkisfjölmiðlinum í gær.
En stundum telja stjórnmálamenn betra að þegja um umdeild málefni, svona til að rugga ekki bátnum og koma síðan af fullu afli með þau inn á Alþingi, eftir að kjósendur hafa látið blekkjast.
Upphaf Víðreysnar má rekja til evruástar og sú ást er sannarleg í fullu gildi hjá stofnendum þessa stjórnmálaflokks. Þessi flokkur hefur eitt og aðeins eitt markmið, að koma Íslandi inn í ESB og taka upp evru, ef hún þá verður enn til!
Gunnar Heiðarsson, 24.5.2016 kl. 21:14
Tókuð þið eftir Hitlers-töktunum Benedikts í ræðustól?
Hörður Einarsson, 24.5.2016 kl. 21:24
Næstum fyndið að þeir þori ekki að nefna yfirráðabáknið.
Elle_, 24.5.2016 kl. 23:39
Þsssir tveir, óþjóðhollir, eru í forsvari fyrir rangnefnda "Viðreisn".
Þeir eru sömuleiðis meðal helztu foringja ESB-viðhengis-samtakanna "Já Ísland!" : Jón Steindór Valdimarssson, formaður þeirra með öfugmæla-samtaka, og framkvæmdaráðsmaðurinn Benedikt Jóhannesson Zoëga, náfrændi Bjarna, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þeir sjá það ekki sem sitt hlutverk að standa með sjálfstæði og fullveldi Lýðveldisins Íslands, heldur að koma því inn í stórveldabandalag sem gerir sífelld valfrekari kröfur til sinna meðlimaríkja, ekki sízt þeirra veikustu og valdaminnstu. Ísland fengi í mesta lagi 0,06% atkvæðavægi í leiðtogaráði þess og hinu volduga ráðherraráði sem hefur fullt löggjafarvald, og lög þess fengju, skv. inngöngusáttmála (accession treaty) hvers nýs aðildarríkis, forgangsrétt fram yfir lög viðkomandi landa.
Jón Valur Jensson, 24.5.2016 kl. 23:42
... formaður þeirra öfugmæla-samtaka ...
Jón Valur Jensson, 24.5.2016 kl. 23:44
... sífellt valfrekari kröfur !
Jón Valur Jensson, 24.5.2016 kl. 23:46
Ertu frá þér að glenna þessi smetti framan i mann,þú þekkir taktinn aulagrín. Jæja þetta er þá Jáara formaðurinn, hinn þekki ég sonur minn vann hjá honum í "Heimur"um 12 ár.
Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2016 kl. 00:09
Hér er fyrsta fréttin um myndun Viðreisnar. Hefur nokkuð breyst? Hreinn ESB flokkur.
http://evropan.is/evropa/vidreisn-nytt-frjalslynt-stjornmalaafl-a-islandi/
Ívar Pálsson, 25.5.2016 kl. 00:41
... sífellt valdfrekari kröfur !
(var að flýta mér og tölva mín eða öllu heldur lyklaborðið aveg að gefa sig, sumir stafirnir koma (æðioft) ekki fram, þegar á þá er slegið! (e, r, d, l).)
Jón Valur Jensson, 25.5.2016 kl. 01:33
Getur verið að á myndinni hans Jóns Vals sé að finna manninn sem titlar sig "Hólmfríði Bjarnadóttir" í athugasemdakerfunum? Skemmtilegur gestaleikur það.
Ragnhildur Kolka, 25.5.2016 kl. 09:34
Getur hugsast að það sé bara í hugum lítils hóps þar sem ESB málið er það eina sem skiptir máli, og að þeir sem hér tjá sig tilheyri þeim hóp?
Ég hef setið málefnafundi hjá þessum flokki og get alveg upplýst að ESB er bara einfaldlega ekki það eina sem þar kemst að, langt í frá.
Jón Bjarni, 25.5.2016 kl. 10:55
Nei, það er ÍSLAND sem skiptir hér mestu máli, hr. Esb-Jón Bjarni.
Jón Valur Jensson, 25.5.2016 kl. 15:13
Hvað áttu við með því?
Útilokar afstaða fólk til ESB allt annað sem það gæti mögulega haft skoðanir á? Þessi þráhyggja varðandi ESB virðist mest eiga sér stað inni í hausnum á þér og þínum líkum.
Jón Bjarni, 25.5.2016 kl. 16:55
Það er t.d. hending að ég ræði ESB, ég man ekki einusinni hvenær ég átti síðast í einhverjum rökræðum um ESB, það er samt líklegast að það hafi verið við þig. Ég missi engan svefn yfir stöðu hugsanlegrar umsóknar Íslands að ESB og mér er svona næstum því alveg sama hvort við förum þangað inn eða ekki. Ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta og er langt frá því að vera fastur á Íslandi. Þrátt fyrir andmæli þín þá leyfi ég mér það samt að hafa skoðun á ESB, enda ríki skoðanafrelsi hér eins og í öðrum vestrænum ríkjum.
Ég gæti nefnt þér minnst 10 málefni sem við koma stjórn íslands við sem skipta mig meira máli en ESB, liklega eru þau fleiri.
Ég held að eini ESB-Jóninn hér sért þú sjálfur enda virðist þú vera með sambandið gjörsamlega á heilanum og dæmir fólk í kringum þig útfrá því helst hver afstaða þess er til ESB og svo hvernig það kaus í Icesave - hálf sorglegt ef þú spyrð mig. Ég bý með manneskju sem bæði er á móti ESB og kaus gegn Icesave - og við eigum von á barni saman :D
Jón Bjarni, 25.5.2016 kl. 17:01
Greyið Jón Bjarni, þú og aðrir ESB sinnar virðas ekki skilja það, að, við inngöngu þÁ höfum við ekkert um málið að segja.
Hörður Einarsson, 25.5.2016 kl. 21:08
Höfum ekkert um hvað að segja?
Og þú þarft ekkert að vorkenna mér, mér er eins og áður segir er már nánast alveg nákvæmlega sama um hvort við förum inn í ESB eða ekki. Eina fólki sem ég vorkenni er það sem ætlar að láta þetta mál stjórna lífi sínu. Hvað ætli Jón Valur eyði t.d. mörgum klukkutímum á viku í að skrifa og röfla um ESB?
Jón Bjarni, 25.5.2016 kl. 21:28
Skárra að láta þetta "mál" stjórna lífi sínu, en að láta evrópusambandð gera það. Greyið.
Hörður Einarsson, 25.5.2016 kl. 21:42
Um hvað ert þú eiginlega að tala Hörður?
Mér er bara alveg sama um það hvort Ísland er í ESB eða ekki, eins og ég er búinn að endurteka hér 2-3 sinnum.
Jón Bjarni, 25.5.2016 kl. 21:46
Ég hef búið í einu þessara hryllilegu ESB ríka og eytt töluvert miklum tíma í öðrum, mamma mín býr meðal annars í ESB ríki - ég get alveg fullvissað þig um að ESB stjórnar mér jafn lítið þar og hér - þú þarft ekkert að vera svona hræddur snúður ;)
Jón Bjarni, 25.5.2016 kl. 21:48
Þá eru þetta eineltistilburðir Jón Bjarni. því hvar sem Jón Valur og við þjóðhollir menn ræðum efni bloggfærsna,þá sérstaklega Páls,ertu komin og lætur það þig varða. E.t.v.er ESb.oftar nefnt heldur en gælu verkefni þeirra fjölmenning og sá óhindraði innflutningur Músslima til Evrópu,sem við viljum ekki kalla yfir okkur. Verkefni stjórnvalda er að koma á þeim friði sem ríkti í landinu fram að alheimskreppunni,það gengur þótt hægt fari.
Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2016 kl. 23:06
Jón Bjarni er ESB sinni í húð og hár.
Það er of seint Jón Bjarni að reina að telja bloggurum á mbl.is blogginu að þú sérst ekki ESB sinni.
Að reina að vera laumu ESB sinni, virkar ekki Jón Bjarni.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 26.5.2016 kl. 02:32
Helga, er mér ekki fullfrjálst að tjá mig eins og þér? Og hvað áttu við með þjóðhollir menn.. er ég ekki þjóðhollur?
Og það er alveg rétt hjá þér Jóhann, ég er ESB sinni í þeim skilningi að ég held að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan þess en utan. Það breytir því ekki að mér er svotil alveg nákvæmlega sama hvort við förum þangað inn eða ekki..
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 09:20
Hvaða skilyrði þarf maður að uppfylla til að teljast þjóðhollur Helga?
a)vera á móti ákveðnum hópi útlendinga
b)hata ESB
c)hafa kosið nei með Icesave
d)ætla að kjósa Davíð Oddsson
Hvað er það fleira?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 09:22
Að þú hefðir kosið ÓRG, hefði hann boðið sig fram Jón Bjarni, ekki gleyma því!
Jónas Ómar Snorrason, 26.5.2016 kl. 12:03
Já auðvitað.. sorry með mig
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 12:21
Ekki að reina að ljúga að sjálfum þér Jón Bjarni, ég ber virðingu fyrir mönnum sem segja satt og eru fylgja sannfæringu sinni að fullu.
Það er ekki þar með sagt að ég sé sammála þér Jón Bjarni, ég er algjörlega á móti því að selja fullveldi Íslands til ESB fyrir fáeinar evrur, eins og Guðni Th. hefur í hyggju að gera, ef honum gefst kostur til.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 26.5.2016 kl. 15:13
Hverju er ég að ljúga að sjálfum mér? Mér er í alvörunni alveg sama hvort Ísland gengur inn í ESB eða ekki. Þú byrð í Houston. Mín vinna er alþjóðleg, ég get verið ca. þar sem ég vil. Það myndi nákvæmlega engu breyta fyrir mig persónulega ef Ísland yrði aðili að ESB eða ekki
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 17:46
Ef Jóni Bjarna "er í alvörunni alveg sama hvort Ísland gengur inn í ESB eða ekki," af hverju er hann þá alltaf, öðrum fremur, að klifa á þessu máli? Ef honum er svona mikið sama, af hverju sinnir hann þá ekki í staðinn góðum bóklestri, horfir á góða mynd eða stundar íþróttir eða félagslegt samneyti við aðra en okkur fullveldissinnana? En það af því að hans "vinna er alþjóðleg," en hjá hverjum er hann í vinnu?
En er hann svo í alvöru trúverðugur með áðurnefndum ummælum, sem og lokasetningunni, þegar hann hefur líka sagt: "Og það er alveg rétt hjá þér Jóhann, ég er ESB-sinni í þeim skilningi að ég held að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan þess en utan"? (og telur sig ekki þurfa að rökstyðja það, þótt við blasi, að þar með myndum við missa æðsta löggjafarvaldið úr landinu og miklu meira en það!).
Þvííkur álfur! -- eða rebbi, sem heldur sig geta varpað hér ryki í augu okkar!
Jón Valur Jensson, 27.5.2016 kl. 00:16
Jón Valur... Mér er í alvörunni alveg sama hvort við endum í ESB eða ekki. Ég rökræði þetta ekki við nokkurn mann nema þig. Afhverju ætti þetta að skipta mig máli?
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 01:24
Kannski kemur að því einn daginn að Jón Bjarni setji inn fyrstu bloggfærslu sína í eigin bloggi í stað þess að finna allt að færslum annarra í þrætuformi.
Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 01:25
Ég var ekki að finna að neinu
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.