Föstudagur, 15. apríl 2016
Óreiðuöflin reyna sameiningu
Óreiðuöflin í íslenskri pólitík, frá Pírötum niður til Samfylkingar, ætla að funda undir andheitinu ,,umbótaöflin."
Umbótatillögur Pírata eru valdefling virkra í athugasemdum undir formerkjum ,,teljaralýðræðis." Samfylking gengur rösklegra fram og vill flytja lýðræði til Brussel þar sem embættismenn taka ákvarðanir um stórt og smátt en lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru til skrauts.
Opinn fundur óreiðuaflanna auglýsir að nú fjarar undan þeim, bæði Samfylking og Píratar eru á fallanda fæti í skoðanakönnunum. Hvorug fylkingin á trúverðuga talsmenn. Valdaparið úr Pírötum, Birgitta og Helgi Hrafn, segjast búa í ,,ofbeldissambandi" þar sem skiptast á öskur og lítt einlægar beiðnir um fyrirgefningu.
Óreiðuöflin myndu gera stjórnmálamenningu þjóðarinnar greiða með því að ganga i eina sæng.
Ræða samvinnu umbótaaflanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Píratar mega eiga það að þeir eru að vinna í sínum málum og mættu aðrir flokkar kannski taka það sér til fyrirmyndar.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 06:59
Það hefur ekki sýnt sig að sálfræðiaðstoð hafi hjálpað Pírötum mikið. Það er annars óskandi að flokkar geti unnið saman án þess að eiða tímanum í innri malefni og stöðuga hjónabandsráðgjöf.
Það er annað og brýnna sem liggur fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2016 kl. 10:25
Til þess að flokkar, og fólk almennt, geti unnið vel saman þarf það að vera með sín mál nokkurn veginn á hreinu. Þess vegna er það þess virði að eyða svolitlum tíma í innri málefni. Það þarf ekki alltaf að þýða sálfræðiaðstoð eða hjónabandsráðgjöf. Birgitta gekk greinilega of langt og það er gott mál að fólk í flokknum benti henni á það.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 13:34
Wilhelm svona mundirðu svara mér ekki Jóni Steinari.Þú tekur hann ekki í sögustund.En hvenær gengur Birgitta ekki of langt,mér persónulega var ekki um puttann sem ég fékk frá henni á facebook,tók það til mín því ég er andstæðingur Pírata í pólitík.
Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2016 kl. 15:04
Helga, ég reyni að koma eins fram við alla, hvort sem það er Birgitta, Jón Steinar, eða þú. Hvort mér tekst það læt ég aðra um að dæma.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.