Þriðjudagur, 12. apríl 2016
RÚV er umboðslaus fjölmiðill í pólitík
RÚV-mótmælin byrjuðu mánudaginn 4. apríl með auglýsingu í hádegisfréttum um að RÚV yrði með beina útsendingu frá Austurvelli. Kvöldið áður sýndi RÚV sérstakan Kastljósþátt þar sem aðalefnið var sænsk-íslensk fyrirsát verktaka RÚV um forsætisráðherra Íslands.
RÚV hannaði atburðarás þar sem beitt var blekkingum og beinum lygum til að koma höggi á forsætisráðherra, sem varð að segja af sér í kjölfarið.
Í gær, viku eftir að mótmælin hófust, var frétt í RÚV um að mótmælin hefðu runnið sitt skeið. Það má greina eftirsjá í fyrirsögninni: Fámennustu mótmælin til þessa.
RÚV er gerandi í íslenskum stjórnmálum án þess að hafa til þess nokkurt umboð.
Vilji ekki heyra sannleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einn vinur minn sagði mér dapur í bragði að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í að kjósa í næstu alþingiskosningum.
Ég hváði ? Jú sjáðu til alveg sama hvað ég kýs eða þjóðin kýs þá breytir það engu því að þeir hjá RÚV ætla bara að ráða landinu og hvað sagt er og hverjir fá að vera við stjórnvölinn og hvaða skoðanir landinn á að hafa.
Þessi óhugnanlega forræðishyggja heitir RÚV-ræði og er á góðri leið með að jarða bæði lýðræðið og þingræðið !
Gunnlaugur I., 12.4.2016 kl. 14:22
Mikill er máttur RÚV að hafa blekkt allan heiminn
Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 18:24
Á einni tíð þá höfðum við ríkisútvarp og voru starfsmenn þess bæði til hægri og vinstri. En á þeirri tíð þá voru menntaðir meðvitaðri um það til hvers mannasiðir voru.
Vinstri menn hafa löngum verið mun harðari til sóknar inná ríkisstörf og kennslu og hafa nú náð þeim árangri að ráða fjölmiðlum sem skattborgarar þessa lands halda uppi fjárhagslega með dyggri aðstoð undirheyrandi ráðherra.
Við kusum og fengum ríkisstjórn með góðan meirihluta til lýðræðis sem full þörf var á að endurvekja eftir Jóhönnu vitlausu og Steingrím fláráða. Við fengum fólk í landsstjórnina sem átti að hafa hæfileika og festu til að standast á hlaup andstæðinga lýðræðis, en hvað?
Þeir sem þora að tala eru lagðir í einelti og hraktir af brautinni svo hún verði greið herjum minnihlutans til valdaráns.
Hvenær ætla lýðræðis öflin að hysja upp um sig brækurnar og standa í lappirnar fyrir þessu ómerkingum sem vita ekki en, að þeim var hafnað. Hvenær ætla lýðræðisöflin að átta sig á að það voru þau sem voru valinn. Hvenær ætla lýðræðisöflin að standa sig eins og þau voru beðin um?
Getur það veriðað vegna roluskapar þeirra sem við kusum, að þá þurfum við sjálf að leggja af stað með amboð til að kenna þessari vangefnu austurvallar þjóð lexíu?
Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2016 kl. 22:01
Orð í tíma töluð þetta gengur ekki lengur. Og ég tek upp gamla máltækið sem kom svo oft fyrir eftir hrun,en er alltaf í sama gildi;"Erum við menn eða mýs?
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2016 kl. 00:48
Og hvað hyggist þið gera, Hrólfur og Helga?
Wilhelm Emilsson, 13.4.2016 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.