Sighvatur: frystum Samfylkinguna

Síðasti formaður Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, notar líkinguna ,,snúum bökum saman" um Samfylkinguna í grein í Morgunblaðinu í dag. Líkingin er forn, ættuð frá rómverska fótgönguliðinu, sem sneri bökum saman þegar það var umkringt og gereyðing blasti við.

Sighvatur vill að samfylkingarfólk hætti við að skipta um forystu og standi ekki fyrir uppgjöri við mistök í stefnumótun flokksins, sem fyrirhugað er að gera á aukalandsfundi í byrjun júní.

Sighvatur vill með öðrum oðrum frysta stöðu Samfylkingarinnar, eins og hún er núna. Flokkurinn mælist með 8 prósent fylgi.

Tillaga Sighvats er skynsamleg. Samfylkingin er best fryst með 8 prósent fylgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Þeir eru þá á sömu hillu í frystinum örflokkarnir tveir Samfylking og Framsókn, báðir kringum 8 prósentin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2016 kl. 11:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

BÿrTh thėr til sárabòt Axel sem Passar ekki,Framsòkn var meth 11pròsent síthast tegar maelt var

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2016 kl. 12:51

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í síðustu könnum MMR mælist Framsóknarflokkurinn með 8.7% fylgi.

Wilhelm Emilsson, 9.4.2016 kl. 17:11

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég las þessa grein - hlýt að hafa mislesið því mér yfirsást að Sighvatur legði til að frysta Framsókn líka.

Kolbrún Hilmars, 9.4.2016 kl. 18:11

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þessi pistill Sighvats gerir illt verra, sýnist mér.

Wilhelm Emilsson, 10.4.2016 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband