Fimmtudagur, 7. apríl 2016
Unnur Brá staðfestir orð Sigmundar: vildi að Bjarni viki
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir orð Sigmundar Davíðs, að atlaga var gerð innan flokks að formanninum, Bjarna Benediktssyni.
Í Kastljósi RÚV sagði Unnur Brá að eðlilegt hefði verið að Bjarni Ben. formaður og Ólöf Nordal varaformaður vikju sæti. Þá hefðu losnað tvö ráðherraembætti.
Spurning hvort Unnur Brá verði hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins á morgun.
Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins um eiginhagsmunasemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mann hefur svona grunað að Unnur Brá gæti verið ein af fáum ef ekki sú eina af sjöllum sem er með hjartað nálægt réttum stað, það hefði nú verið skref í gáfulega átt ef þeim hefði tekist að fá þetta í gegn. Enda bara mjög eðlileg krafa.
halkatla, 7.4.2016 kl. 22:02
Varð mjög undrandi að hlusta á orð Unnar fannst þetta bara pirata eitthvað ?
rhansen, 7.4.2016 kl. 22:31
Hún fór að sveygjast í átt að drullumallinu eftir ofanígjöf og hæðni vinstri manna dundi á henni,fyrri hluta tímabilsins. -Þessi ofurviðkvæmni yfir viðskiptum manna í gegnum íslenska banka,er bara væll. þeir alvöru stórtæku fóru létt með að drösla skjöttum sínum á einkaþotum í neðanjarðarbirgin.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2016 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.