ESB-sinnar fá löðrung, RÚV kann ekki að telja

ESB-sinnar á Íslandi bundu vonir við að nýr utanríkisráðherra, sem á að baki fortíð í samtökum ESB-sinna, myndi verða þeim liðsmaður. Í staðinn sagði nýr ráðherra skýrt og ákveðið að hann fylgdi stefnu ríkisstjórnarinnar að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar. Í viðtali við RÚV:

Þú hefur starfað fyrir Evrópusinna ekki satt?

„Jú það er rétt. En það var á sínum tíma. Og það sem ég var að gera þá var að skoða kosti og galla aðildarumsóknar. Þetta var í kringum 2005. Það hefur ýmislegt breyst, bæði í Evrópu og á Íslandi. Þannig að ég styð það fyllilega að aðildarumsóknin var dregin tilbaka.“

RÚV varð að gjalti og hljóp yfir til Bjarna Ben. og spurði hvort hann gæti talið mótmælendur fyrir utan Bessastaði. Bjarni spurði á móti: Kann RÚV ekki að telja?

Svarið vita allir, RÚV kann ekki að telja.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki get ég heyrt þetta þó ég hlustaði á sama fréttatíma. Var ekki að spyrja fyrrum Evrópusinna að þessu? En held að RÚV sé nú ekki svo vitlaust að halda að nýr utanríkisráðherra geti farið með landið inn í ESB á 4 til 5 mánuðum fram að kosningum. Auðavita var nauðsynlegt að spyrja hana út í þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2016 kl. 19:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er framsóknarheilkennið ekki þarna lifandi komið. Samviskan er föl fyrir rétt verð. Hér var greiðslan ráðherraembætti, eitt sumar á landinu bláa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2016 kl. 19:24

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ef einn framsóknarmaður gerir eitthvað af viti- er það gott mál ! Jafnvel þótt hann se með glóandi töng á ---- rassinum !!!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.4.2016 kl. 19:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við eru að berjast við risa pólitískt erlent afl ESB og sá langsterkasti í þeim hópi er ekki valinn ráðherra , VIGDÍS HAUKSDÓTTIR.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2016 kl. 22:12

5 Smámynd: Elle_

Helga satt hjá þér. Vigdísi Hauksdóttur vantar.

Mbl skrifaði „Bóf­anna burt.“  Það er óafsakanlegt að Mbl troði þarna 2 n-um. Villurnar ætla aldrei að enda í mbl, skömm fyrir vandað blað eins og Morgunblaðið að vera með villu í næstum hverri einustu frétt í vefmiðlinum.

Elle_, 7.4.2016 kl. 22:52

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Elle, íslenskan á ekki að þurfa að líða fyrir þótt menn séu tví og margtyngdir.allra síst blaðamenn.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2016 kl. 23:09

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af blaðamönnum!! --

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2016 kl. 23:18

8 Smámynd: Elle_

Helga, í næstu frétt sem ég las í mbl og tengist næsta pistli Palla:
 - - hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri þá ekki kom­in í þá stöðu að menn -
Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins- - -

Mundi hann Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ekki frekar vera kom­inn? Kannski finnst sumu fólki það ekki skipta máli en mér finnst það skipta verulegu máli fyrir alvöru fréttamiðil.

Elle_, 7.4.2016 kl. 23:26

9 Smámynd: Elle_

Við fótgönguliðar megum alveg gera svona villur, en ekki Morgunblaðið.

Elle_, 7.4.2016 kl. 23:40

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,já,sumir lokast þegar þeir eiga að telja,samkvæmt þessum pistli.En kannski væri ekki úr vegi að minna einn allra besta samherja hér á blogginu á að maður skrifar ekki efstastig lýsingarorðsin hár- hæðstur. Ef -ð- finnst ekki í stofninum skrifast það ekki í efsta stigi. Stofninn finnst í kvk. eintölu,nf.hún er há. Ég á eftir að lesa helling hér eftir dúr.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2016 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband