Í gær hætti Samfylkingin - þegjandi og hljóðalaust

Framkvæmdastjórn Samfylkingar, æðsta vald flokksins á milli landsfunda, ákvað að segja af sér í gær. Æðsta vald stjórnmálaflokks, sem ákveður að skila inn umboðinu, án þess að nokkur taki við keflinu lýsir sig gagnslaust.

Afsögn framkvæmdastjórnarinnar er ekki pólitík heldur uppgjöf. Ef afsögnin væri pólitík kæmu aðrir félagsmenn til sögunnar sem byðu upp aðra stefnu. Ekkert slíkt er á ferðinni. Framkvæmdastjórnin segir af sér sökum fylgishruns flokksins. Það að enginn valkostur er við fráfarandi framkvæmdastjórn undirstrikar algera og skilyrðislausa uppgjöf flokks á sjálfum sér.

Tvennt annað kostulegt tengist afsögn framkvæmdastjórnarinnar. Í fyrsta lagi að engin umræða var um afsögnina. Fjölmiðlar birtu fréttatilkynninguna en nenntu ekki að fylgja henni eftir. Enginn flokksmaður reyndi að klæða ákvörðunina í pólitískan búning. 

Í öðru lagi er kostulegt að flokkur sem búinn er að afskrifa sjálfan sig skuli efna til formannskosninga. Að kjósa formann Samfylkingarinnar í sumar er nýstárleg aðferð að velja skiptastjóra í þrotabúi. 


mbl.is Samfylkingin kýs nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Útförin fer fram í kyrrþey, þeir sem nenna að votta henni samúð sína geta sent sjálfum sér rauð rós.

Ómar Gíslason, 11.3.2016 kl. 11:39

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Góður.

Páll Vilhjálmsson, 11.3.2016 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband