Fimmtudagur, 7. janúar 2016
Kannabis, áfengi og líf í fíkn
Samfélagið eyðir peningum í að hamla útbreiðslu fíkniefna sökum þess að þau eyðileggja líf neytendanna. Ráðandi hugmyndir eru að líf í viðjum fíkniefna er óæskilegt.
Í umræðunni um hvort eigi að lögleiða kannabisefni er stundum bent á að áfengi sé ekki síður bölvaldur og spurt hvort ekki eigi að gilda sömu lög um bæði efnin.
Áfengi er fylgifiskur menningarinnar, kom hingað með landnámsmönnum. Ýmsar leiðir voru reyndar í umgengni þjóðarinnar við áfengi. Markaðslausnir, þar sem áfengi var allra er það vildu hafa, algert bann og síðar, það sem sátt varð um, að verslað skyldi með áfengi í sérverslunum í eigu samfélagsins.
Kannabis er nýtt fíkniefni sem samfélagið berst gegn. Reynslan af áfengi kennir að aukið framboð af fíkniefnum og betra aðgengi að þeim eykur skaðann sem þau valda.
Líf í fíkn er ekkert líf heldur sjúdómsástand.
Einangra sig og reykja kannabis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það tókst bærilega að draga úr reykingum,sem eru taldar skaðlegar.Þá tókst nánast að gera reykingamann að ræksni,sem ætti að skammast sín og átti hvergi friðland. Sú aðferð dugar ekki á fíkniefnaneytendur,eitrið sér þeim fyrir værukærð meðan það varir.
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2016 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.