Laugardagur, 31. október 2015
RÚV er pólitísk stofnun og gengur sjálfala
RÚV er hugmyndafræðileg stofnun; boðar í fréttatímum vinstripólitík og stefnir gagnrýnendum fyrir dómstóla. Fréttastofa RÚV er ófagleg stofnun er rækir ekki lágmarkshlutlægni, sem kveðið er á um í lögum.
RÚV gengur sjálfala í fjármuni almennings og hlaupa peningarnir á milljörðum króna.
Mál er linni. RÚV verður að skera niður og sníða stakk eftir vexti. Vinstripólitík á hljómgrunn meðal þriðjungs þjóðarinnar. Samkvæmt því má skera RÚV niður um 2/3.
Boðar breytingar á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rúv er hvorki pólitísk né hugmyndafræðileg stofnun. Rúv er einfaldlega fólkið sem vinnur þar á hverjum tíma. En því miður hefur stofnuninni í tugi ára ekki verið ráðinn hæfur útvarpsstjóri nema þá kannski núna þegar Magnús Geir tók við. Að gera RÚV að pólitísku bitbeini eins og menn eru að gera þjónar engum tilgangi nema fresta nauðsynlegum breytingum á rekstrinum. Það þarf að minnka umfang rekstursins og hætta að keppa við einkareknar útvarps og sjónvarpsstöðvar. Ríkisútvarp sem sinnir samfélagsskyldum og hlúir að eðlilegri þjóðernisvitund á fullan rétt á sér.
En umræðan á að fara fram án flokkspólitískra afskipta og eiginhagsmunavörslu afdankaðra starfsmanna RÚV.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.11.2015 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.