Hitlers-orðræða í ESB-ríkjum

Orðalagið sem notað er um að gera Evrópu örugga gegn flóði flóttamanna er ,,Festung Europa". ,,Við verðum að byggja Festung Europa," segir innanríkisráðherra Austurríkis.

,,Festung Europa" - Evrópska vígið - var orðalag nasista í seinna stríði um varnir Vestur-Evrópu, sem þá var undir Hitler, gegn innrás Bandamanna frá Bretlandi.

Evrópska vígið féll á einum degi, D-daginn 6. júní 1944, með innrásinni í Normandí. Hvort austurríska innanríkisráðherranum er ljóst hve varnir samlanda hennar voru lélegar fyrir sjötíu árum er ekki aðalatriði málsins.

Hitlerísk orðræða evrópskra stjórnmálamanna um flóttamannaástandið sýnir hve örvæntingin í ESB-ríkjunum er orðin mikil. Eftir samfellda kreppu vegna evrunnar í sjö ár, sem vel að merkja er hvergi nærri leyst, er kominn vandi sem lamar innviði einstakra ESB-ríkja ásamt því að rífa í sundur kjarnasamstarf ESB um opin landamæri.

Evrópskur almenningur kann stjórnmálamönnum sínum litlar þakkir fyrir að álpast út í ESB-samstarf sem er jafn vanhugsað og raun ber vitni. Almenningur styður til valda harða menn sem taka afgerandi ákvarðanir. Fyrsti sigurinn i pólitík er alltaf orðræðan. Og sá sigur er kominn í hús.


mbl.is Vaxandi áhyggjur af Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það stendur Austurríkismönnum nærri að minna a að innrás múslima í Evrópu var eitt sinn hrundið af þeim. Staðan nú er hinsvegar alvarlegri, því nú flæmast farvegir innrásarinnar um alla álfuna. En einhverstaðar verður viðnámið að byrja.

Ragnhildur Kolka, 29.10.2015 kl. 10:41

2 Smámynd: Jón Bjarni

Samfellda kreppu? Er kreppa í allri Evrópu Páll - ekki í Írlandi http://www.theguardian.com/world/2015/sep/10/ireland-economy-surges-with-gdp-growth-forecast-at-6

Viltu fleiri dæmi? 

Jón Bjarni, 29.10.2015 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband