Vinstri grænir: ESB-flokkur eða ekki?

Meirihluti þingflokks Vinstri grænna studdi ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009. Katrín Jakobsdóttir var ein þriggja þingmanna Vg sem studdi umsóknina þótt hún í orði kveðnu segðist mótfallin aðild.

Eftir 16. júlí 2009 var Vg orðinn ESB-flokkur, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við aðild. Í kosningunum vorið 2013 hafði Vg þá stefnu að semja skyldi við ESB um aðild.

Á landsfundi Vg hlýtur flokkurinn að segja af eða á. Hálfvelgja í afstöðunni til aðildar að ESB er óboðleg kjósendum.


mbl.is Landsfundur VG síðar í mánuðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er ekki öllum sama hvað þeir segja,hverju þeir lofa? það leynir sér ekki að þeir eru hlandvolgir í afstöðunni til ESB.

"Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi"....... 

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2015 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband