Bretar sakna Steingríms J. og Jóhönnu - og Icesave-peninganna

Bretar og Hollendingar fá aðeins 2 prósent af Icesave-kröfum sínum með samkomulagi við Ísland. Íslenskur ráðherra hafði þó ,,persónulega lofað" að Ísland myndi greiða Icesave-reikninginn.

Ofanritað er úr frétt Daily Telegraph um Icesave-uppgjörið.

Vinstri grænir og Samfylking unnu að því sleitulaust að hagsmunir Breta og Hollendinga yrðu teknir fram yfir íslenska hagsmuni. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sneri blaðinu við. Bretar sakna undirlægjunnar sem vinstrimenn tileinka sér í samskiptum útlönd.

Íslenska þjóðin þakkaði vinstrimönnum fyrir sig með því að setja þá í pólitískan skammarkrók. Þar eru Vg og Samfó enn.


mbl.is „Fullnaðarsigur í Icesave-málinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá er spurningin hvort Víglundi tekst að sanna að Steingrímur hafi brotið lög með því að "gefa" bankana til erlendra kröfuhafa.  Já hann mun verða dýr hann Hafliði allur :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2015 kl. 16:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til marks um tímahraðalinn er slagurinn um Icesave eins og gerst hefði í gær. Nú er stærsta bardaganum lokið með sigri,en stríðinu greinilega ekki lokið. Rétt eins og fyrr,er gert út á tilfinnngar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2015 kl. 17:00

3 identicon

Þegar Helga talar um stríð og orrustur, þá má benda á að þeir tapa stríðinu sem oftast vinna orusturnar.  Sama er hér á dagskrá.  IceSave er abba-dabba-babb Íslensku þjóðarinnar.  Þar sem menn voru heiðraðir sem útrásar víkingar, meðan Íslenska þjóðin dreipti á veigum þeirra.  En urðu síðan bófar, þegar vínið góða á barnum þraut.  Má segja að Vg, og samfó hafi fengið "rammíslenska meðferð".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 18:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á  þessi líkindareikningur við stórstríð eins og  heimstyrjaldir? Eða vegur ekki löng orrysta þyngra en margar litlar þar sem létt "vopnum er beytt"?

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2015 kl. 18:22

5 Smámynd: Júlíus Valsson

 Djö..snillingar!

Júlíus Valsson, 19.9.2015 kl. 18:29

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Ég má til að leggha hér inn í þessa umræðu innlegg mitt frá síðu Sigurðar Sigurðarsonar og eins Guðmundar Ásgeirssonar :

„Þó hafa vísir menn reifað aðra hlið sem þeir hafa skoðað og það er stóra skuldabréfið í nýja Landsbankanum og telja að þar sé um að ræða baktjaldagreiðslur vegna Icesave sem jarðfræðinemnn sá um að væri gerðar. Þau kurl eru ekki komin til grafar enn. Illt er ef satt reynist sem hinir vísu menn hafa reifað í því efni.“

og Guðmundar ;

„Það sem Predikarinn bendir á er einmitt kjarni þess sem eftir stendur af málinu, það er að segja Landsbankabréfin svokölluðu. Því hefur verið haldið fram að þau hafi verið búin til gagngert í þeim tilgangi að láta ríkisbankann Landsbankann "vinna fyrir skuldinni" í stað ríkissjóðs, en augljóslega er sú skuldsetning til þess fallin að rýra verðmæti þessarar ríkiseignar. Þar sem nú liggur hinsvegar fyrir að slitabú Landsbankans á 100-200 milljörðum meira en þarf til að greiða forgangskröfur vegna Icesave, þá standa allar forsendur til þess að afskrifa þann mismun af þessari kröfu á nýja bankann, ekki síst í ljósi þess að lánið er ólöglegt, gengistryggt, stærra en má lána tengdum aðila, og skuldin sett á ríkisafyrirtæki án heimildar á fjárlögum. Mér skilst að í fjármálaráðuneytinu sé hinsvegar enginn áhugi fyrir því að tækla þetta þannig.

 

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2015 kl. 12:14“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2015 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband