Dagur viðurkennir gyðingahatur

Gyðingahatur er að taka gyðinga eða Ísrael fyrir sérstaklega vegna raunverulegra eða ímyndaðra misgjörða. Tillaga og bókun Dags B. Eggertssonar og vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um að versla ekki við Ísrael gerir einmitti þetta:

Tillagan:
Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.

 
Fyrsta setning bókunarinnar: 
Brýnt er að taka afstöðu gegn þeim mannréttindabrotum sem ríkisstjórn Ísraels stendur fyrir á landsvæði Palestínumanna og þrýsta á um að látið verði af hernáminu.
 
Þegar leið á daginn í gær áttaði borgarstjóri sig á því að gyðingahatrið var óverjandi. Hann færði þá í stílinn og sagði að tillagan snerist um að versla ekki við fyrirtæki á svokölluðum hernumdum svæðum. RÚV sem að jafnaði leggur sig fram um að verja málstað vinstrimanna hrekur orð borgarstjóra og segir ótvírætt að tillagan snúist um viðskiptasniðgöngu á Ísrael.
 
Borgarstjóri elur á gyðingahatri og bregst við með undirferli þegar honum er bent á það.

mbl.is Reynt að lágmarka tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hver var aftur sakaður um kristinshatur er við settum þvinganir á rússa að beiðni Nato?

Jón Páll Garðarsson, 19.9.2015 kl. 10:34

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það ætti að vera fyrir neðan virðingu þína Páll að byrja að nota þessa útjöskuðu tuggu um "gyðingahatur" þó venjulegum friðsömum Íslendingum blöskri framferði Ísraelsmanna gagnvart íbúum Gaza, þegar þungvopnaður her lætur reglulega t.a.m. fosfór sprengjum rigna yfir eitt þéttbýlasta svæði- eða öllu heldur fangabúðir jarðar.

Þú hlýtur að viðurkenna að þetta eru ekkert annað en verstu stríðsglæpir og engin afsökun þó fjöldi gyðinga hafi látið lífið í hildarleik síðari heimstyrjaldarinnar.

Jónatan Karlsson, 19.9.2015 kl. 11:06

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skilgreing á gyðingahatri er að taka gyðinga og/eða Ísrael sérstaklega fyrir. Um víðan heim eru framin raunveruleg og ímynduð mannréttindabrot. Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að taka Ísrael sérstaklega fyrir. Aðrar þjóðir og önnur ríki, þar sem mannréttindabrot, meint eða raunsönn, koma við sögu,  er algerlega sleppt; af þessu leiðir að borgarstjórn er sek um gyðingahatur.

Opinber skilgreining bandarískra stjórnvalda á gyðingahatri er á meðfylgjandi hlekki.

http://www.state.gov/j/drl/rls/fs/2010/122352.htm

Páll Vilhjálmsson, 19.9.2015 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

"Friðsamir" Íslendingar sem geta ekki haldið aftur af gyðingahatri sínu og setja það í umbúðir vinstrimennnskunnar: eingöngu einn sannleikur er til í þessari flóknu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs. Alger óþarfi að kynna sér söguna eða sjónarmið Ísraels yfirleitt. 

Guðmundur St Ragnarsson, 19.9.2015 kl. 11:45

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Nú þykir mér þú hreinlega bæta gráu ofan á svart, með því að útskýra skoðanir þínar og réttlætingu á landráni og stríðsglæpum Ísraelsmanna í Palestínu með tilvitnun í "Opinbera skilgreiningu bandarískra stjórnvalda á gyðingahatri"

Veist þú virkilega ekkert um hversvegna friðargæsluliði S.Þ. hefur ætíð verið meinaður aðgangur að "útrýmingarbúðunum" eða hve oft Bandaríkjamenn hafa beitt neitunarvaldi sínu gegn ályktunum S.Þ. um ólögmæti hersetunar og landránsins í nafni nýrra landnemabyggða?

Jónatan Karlsson, 19.9.2015 kl. 11:50

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jónatan, þú réttlætir gyðingahatur með vísun í deilu araba og Ísrael um jarðnæði. Ég fellst ekki á þau rök.

Páll Vilhjálmsson, 19.9.2015 kl. 11:55

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Árið 2005 fór Ísraelskur er inn í Gaza til að flytja alla Ísraela búsetta þar burtu með valdi.  Þetta ver gert eftir að Bush Bandaríkjaforseti þvingaði Sharon forsætisráðherra Ísraels til þess.  Þessi gerningur átti að stuðla að og greiða fyrir friðarviðræðum við "Palestínumenn".  Þrátt fyrir að Gaza varð laust við alla Gyðinga og er svo enn í dag, þá hafa "Palestínumenn" aldrei sýnt friðarvilja í verki.  Öfgafullir múslímskir arabar hafa hins vegar sýnt andúð á Ísraelsríki í verki allar götur frá því Ísraelsríki varð endurreyst 1948 og ekkert lát er á.

Það merkilega við þetta er að á sama tíma og þúsundir Gyðinga voru fluttir með valdi frá Gaza kom fellibylurinn Katarína að ströndum Bandaríkjanna, fór yfir New Orleans og þúsundir flýðu undan storminum og þúsundir þeirra hafa ekki enn getað snúið heim til sín á ný.

Ég vil benda hér á grein í Fréttablaðinu í dag, laugardaginn 19.september 2015 bls.20.  Grein þessi er eftir Yair Lapid og er mjög svo upplýsandi um staðreyndir sem allt of margir vilja loka augunum fyrir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2015 kl. 12:51

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er síður en svo að réttlæta gyðingahatur, eða ert þú virkilega að meina að ef ég lýsi ógeði mínu á því að óvígur her Ísraelsmanna láti sprengjum rigna yfir varnarlausa borgara Gaza, líkt og staðfestar tölur um mannfall bera með sér, að þar með sé ég gyðingahatari?

Álítur þú sömuleiðis að guð hafi gefið gyðingum Ísrael og þar með opið skotleyfi á þá Palestínumenn sem fyrir eru?

Þú hefðir líka gott af því að "googla" frásögn gyðingsins "Miko Peled" því hann, líkt og fjöldi annara gyðinga eru mér sammála.

Jónatan Karlsson, 19.9.2015 kl. 21:39

9 Smámynd: Steinarr Kr.

Jónatan fordæmir ekki sprengjurnar sem palestínumenn láta rigna yfir Israel.  Sýnist hann gýðingahatari.

Steinarr Kr. , 20.9.2015 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband