Evran býr til ruslríki úr Grikklandi

Grikkir þora ekki úr evru-samstarfinu en þeir geta ekki heldur starfað innan myntsamstarfsins. Grískir kjósendur kusu sér ríkisstjórn róttæklinga sem hóta að sprengja upp evru-samstarfið ef ekki verður gengið að kröfum Grikkja um að fá niðurgreidd lífskjör.

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hótar berum orðum að Grikklandi verði vikið úr evru-samstarfinu ef stjórnin í Aþenu fellst ekki á víðtæk inngrip í grísk innanríkismál, s.s. hvernig lífeyrismálum skuli háttað og hve margir opinberir starfsmenn haldi vinnu sinni.

Grikkland er lítilsvirt og smánað og verður það um fyrirsjáanlega framtíð - þökk sé evrunni og ESB-aðild.


mbl.is Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú? Skulduðu Grikkir ekkert? Er ekki málið að fyrir hrun þá voru þeir að eyða umfram þess sem þeir öfluðu? Því að að þeir höfðu um áratugaskeið ekkert gert t.d. að bæta skattheimtu hjá sér en tóku þess í stað lán út á falsað bókhald. Held að þó þeir væru með aðra mynt þá væri ástandið ömurlegt hjá þeim því að hún yrði eins og krónan var i hruninu þ.e. að hún myndi hrinja í verðgildi. Og staðan í Grikklandi var slík fyrir hrun að hún hefði fallið um mun meira en krónan og því hefði fólk verið langt frá því að komast af. Varðandi lífeyriskerfið þá er það t.d. almennt að fara á lífeyrir um 55 ára aldur og að fjölskyldur höfðu lifað af líeyrir látinna ættngja.

Ero. Það þarf virkilega að taka til í Grikklandi. Og um leið að gera þeim kleift að ráða við það. En það dugar ekkert að lána sífellt meira ef þeir ætla að ekki að vinna að því að gera landið sjálfbært.
 

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2015 kl. 10:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evran gerir semsagt engan gæfumun?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2015 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband