Blaðamenn sem gerendur - þöggun fjölmiðla

Fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, reyndu að snúa fjárkúgunarmáli blaðasystranna upp í umræðu um Framsóknarflokkinn og meint ítök hans í fjölmiðlum. 

Skipulega er reynt að gera hlut systranna sem minnstan og nánast látið að því liggja að fjárkúgunin sé einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni, sem ekki eigi að gera of mikið úr.

Fjölmiðlar og blaðamenn sem misnota upplýsingar til fjárkúgunar eru í sömu stöðu gagnvart fagi sínu og læknar sem nota fagkunnáttu sína til að pynta fólk.

Það segir heldur dapra sögu um blaðamennsku á Íslandi að ekki skuli farin í gang allsherjarumræða um meðferð upplýsinga, notkun nafnlausra heimilda, fjárkúgun og blaðamennsku. 

Eða er íslensk blaðamennska siðlaus?


mbl.is Lögreglan rannsakar aðra fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eg er eiginlega allveg sammála þér Páll. Fjölmiðlar hafa lagt sig í líma við að verja þessa samskipsmenn sína, en nú er komið í ljós að stúlkurnar eru síbrotamenn. Verði þetta ekki til að hrinda af stað umræðu um stöðu blaðamennsku á Íslandi hlýtur maður að draga þa ályktun að blaðamennska hér sé siðlaus.

Ragnhildur Kolka, 3.6.2015 kl. 22:32

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, var það kannski markmiðið? Að reyna að sýna fram á ítök Framsóknar í fjölmiðlum. Í þessu tilfelli ákveðins aðila, þ.e. forstætisráðherra. Kannski til að hefna sín á eiganda Pressunnar?

En bara þessi atburðarás undanfarna daga, fær mig til að setja spurningamerki við blaðamenn þessa lands: hversu margir þeirra hafa stundað þá iðju á undanförnum árum að stunda fjárkúgun af þessu tagi, til að sá sem er kúgaður sleppi við blaðaumfjöllun? Þetta er mjög alvarlegt mál. 

Þetta rýrir traust mitt, a.m.k., á blaðamannastéttinni.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.6.2015 kl. 23:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við höfum nú heldur betur fengið að kynnast því,sbr lekamálið ofl. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2015 kl. 00:17

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fréttablaðið var fljótt að gefa sér, strax á 1. degi eftir að upp komst um fjárkúgunina, að forsætisráðherrann væri "sekur", með áberandi myndbirtingu þess efnis eftir Halldór teiknara.

Jón Valur Jensson, 4.6.2015 kl. 01:31

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í fréttum á stöð2 í gærkvöldi var mikið og langt spjall um hvort forsætisráðherra væri sekur og margir kallaðir til í þær spekúleringar. Fjárkúgunin var algjört aukaatriði. Um stæðstu frétt þess dags í málinu, að þær systur hefðu fengið á sig aðra kæru, kom einungis ein setning!

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2015 kl. 09:35

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisvert innlegg, Gunnar Heiðarsson, eins og oftar frá þér!

Jón Valur Jensson, 4.6.2015 kl. 11:53

7 Smámynd: Snorri Hansson

Það hvernig fjölmiðlar fjalla um þetta kúgunarmál fær mig til að hugsa  hvort þarna hafi orðið truflun á  ,eðlilegri,  aukabúgrein sumra  fréttamanna.

Snorri Hansson, 5.6.2015 kl. 01:55

8 Smámynd: rhansen

þetta er ósmekklegt og siðlaus hvernig blaðamenn haga ser nú ,Minni á Hönnu Birnu málið i vetur ,þá var öldin önnur !!...En i báðum tilfellum eru markmiðin augljós ..skjóta niður Framsókn og Sjálfstæðið ....ER ÞETTA EKKI BARA SVIÐSETT ..FARIÐ AÐ GRUNA MARGT ??

rhansen, 5.6.2015 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband