Mánudagur, 1. júní 2015
Reykjavíkurlýðveldi Samfylkingar
Breiðholtið yrði ekki með í Reykjavíkurlýðveldi Samfylkingar, landamærin væru Elliðaárnar. Úthverfin eiga lítið sameiginlegt með samfylkingarfólki í 101.
Reykjavíkurlýðveldið yrði algerlega ósjálfbært, þyrfti að flytja alla nauðsynjavöru frá Íslandi. Flugsamgöngur við útlönd færu í gegnum Keflavík, enda yrði Vatnsmýrin tekin undir byggingarland. Þá væri samfylkingarlýðveldið háð landsbyggðinni um raforku - gamla rafstöðin tilheyrir Breiðholti.
Þjóðardrykkur nýja lýðveldisins yrði café latté og þjóðsöngurinn Litlir kassar á lækjarbakka.
Viltu að Reykjavík verði borgríki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona bara til upplýsingar þá var þetta hugmynd eða tillaga sem lögð var fram af Hilmari Sigurðssyni fulltrúi Samfylkingarinnar í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur, Hann lagið þessa tillögu fram í framhaldi af því að Höskulur reyf út úr defnd frumvarp að lögum um að Reykjavík réði ekki lengur hluta af landi sem borgin á þó þarna í Vatnsmýri! Þ.e. að Ríkið er búið að taka af Reykvíkingum nokkra tugi hektara með lögum.
Held að ef að Reykjavíkurflugvöllur verður þarna áfram verði að banna sportflugmönnum að nota völlinn. Rífa öll þessi gömlu skýli og láta þá flytja sig á einhvern völl sem þeir byggja sjálfir. Banna að þarna lendi þotur og eins ferjuflug. Það er óþolandi háfaði af þessum litlu rellum allar helgar þarna niður í bæ og eins af þessum einkaþotum. Ef þarna væri bara farþegaflug og sjúkraflug þá væri kannski hægt að lifa með þessu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2015 kl. 00:17
P.s. hef kynnt mér málið og Samfylking hefur ekkert ályktað um Borgríki eða að Reykjavík kjósi um að kljúfa sig fra landsbyggðinni! Þetta var bara hugmynd Hilmars.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2015 kl. 00:19
Mig minnir að textinn "Litlir kassar á Lækjarbakka" sé eftir Þórarinn heitinn Guðnason lækni.Sé ekki að hans sé getið á You tube.--Pólitískir flóttamenn fengju væntanlega hæli á Íslandi!?
Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2015 kl. 02:01
Magnús
Þú hefur gleymt að kynna þér egnarheimildirnar þarna
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.6.2015 kl. 02:36
Þetta er bara dæmigert þegar menn missa stjórn á skapi sínu og bulla, ekki voða gott fyrir menn sem á að taka mark á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 09:40
Ég bý í aðflugsleiðinni á austur/vestur brautina. Get ekki sagt að ég verði var við þennan "háfaða" sem Magnús kvartar undan.
Að öðru leiti er þessi tillaga í ætt við annað frá samfóistum tilgangslaus tímaeyðsla.
Steinarr Kr. , 2.6.2015 kl. 13:12
Þegar Ingibjörg Sólrún hæelt atkvæðagreiðslu um flugvöllinn fóru sjónvarpsmenn í leiðangur í húsin sem standa næst flugvellinum sem og í aðflugsstefnu hans og tóku tali íbúana þar í þeirri von að í næsta nágrenni flugvallarins leyndust h0rðustu andstæðingar flugvallarins sökum hins stórkostlega ónæðis. Þeim varð ekki að ísk sinni því allir vildu hafa flugvöllinn áfram í túngarði sínum og töluðu um að þá sjaldan eitthvað heyrðist í flugvélum þá væri það einungis notsalegt - heimilislegt.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.6.2015 kl. 13:20
Þær fljúga yfir íbúðabyggð á Kársnesi og undirstrika líf á fullri ferð og er/var bara alltaf notalegt.
Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2015 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.