Birgitta sér dauðan kolkrabba og mannorðsmorð

Seinni partinn á síðustu öld var stundum talað um fjölskyldurnar 14 eða kolbrabbann sem ,,áttu" Ísland. Vinstrimenn voru upptekir af þessum fyrirbærum eins og lesa mátti um í Þjóðviljanum á sínum tíma.

Auður fjölskyldnanna 14, kolbrabbans, átti upptök sín fyrir miðja öldina og var í hnignun undir lok aldar. Útrásarauðmenn gerðu útaf við gömlu viðskiptaveldin á fyrsta áratug nýrrar aldar.

Því er þetta rifjað upp að Birgitta Jónsdóttir pírati virðist hafa misst úr síðustu áratugi í umræðu um viðskiptaveldi á Íslandi. Hún segir

Ísland er eins og Sikiley Norðurs­ins eða Stóra Sikiley, nema hér er eng­inn myrt­ur með skot­vopn­um, held­ur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stund­um kölluð Kol­krabb­inn, mann­orðsmyrt­ir eða út­skúfaðir.

Um leið og hún sér sýnir úr horfnum heimi hættir hún að kalla Skagafjörð Sikiley en færir ítalska heitið yfir allt Ísland. Birgitta teflir fram mannorðsmorðum og útskúfun í óhróðri um þjóðina sem ber hana og Pírata á höndum sér í skoðanakönnunum.

Birgitta kann að þakka fyrir sig.

 

 


mbl.is Birgitta segist elska Skagafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband