Mánudagur, 18. maí 2015
Birgitta sér dauðan kolkrabba og mannorðsmorð
Seinni partinn á síðustu öld var stundum talað um fjölskyldurnar 14 eða kolbrabbann sem ,,áttu" Ísland. Vinstrimenn voru upptekir af þessum fyrirbærum eins og lesa mátti um í Þjóðviljanum á sínum tíma.
Auður fjölskyldnanna 14, kolbrabbans, átti upptök sín fyrir miðja öldina og var í hnignun undir lok aldar. Útrásarauðmenn gerðu útaf við gömlu viðskiptaveldin á fyrsta áratug nýrrar aldar.
Því er þetta rifjað upp að Birgitta Jónsdóttir pírati virðist hafa misst úr síðustu áratugi í umræðu um viðskiptaveldi á Íslandi. Hún segir
Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir.
Um leið og hún sér sýnir úr horfnum heimi hættir hún að kalla Skagafjörð Sikiley en færir ítalska heitið yfir allt Ísland. Birgitta teflir fram mannorðsmorðum og útskúfun í óhróðri um þjóðina sem ber hana og Pírata á höndum sér í skoðanakönnunum.
Birgitta kann að þakka fyrir sig.
Birgitta segist elska Skagafjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.