Menntun og starf er sitthvað

Menntun er viðleitni einstaklingsins að skilja umhverfi sitt og samfélag og sjálfan sig í leiðinni.

Skólar bjóða upp á tækifæri til menntunar. Einnig sækir maður ýmsa starfsþjálfun í skóla, hvort heldur á framhaldsskólastigi s.s. iðnám eða háskólastigi og má þar nefna tannlækningar. Í sumum tilvikum fléttast menntun og starfsþjálfun saman, t.d. í lögfræði og verkfræði og viðskiptagreinum.

Við búum svo vel á Íslandi að allir eiga kost á kost á framhalds- og háskólanámi.

Á seinni árum ber á þeim misskilningi að vegna þess að allir eiga möguleika á menntun þá eigi að skaffa þeim vinnu sem tengist námsgráðu. Þeir sem halda slíku fram skilja ekki menntun.


mbl.is Færri nýta menntun sína í starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er rétt; fólk gæti t.d. lesið heimspeki í 20 ár sem áhugamál án þess að fara í Háskóla og ljúka prófum. 

Það er til gömul speki sem segir:

"Hinir VITRU hafa ekki endilega alltaf mikla menntun;

hámenntað fólk er ekki endilega viturt".

Jón Þórhallsson, 7.4.2015 kl. 17:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Shakesperae lætur hirðfíflið Fjarsta segja í Þrettándakvöldi: Betra er viturt fífl en flónskur vitringur." 

Ómar Ragnarsson, 7.4.2015 kl. 18:32

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skólar skapa aðstæður til menntunar en einstaklingurinn menntar sig sjálfur og þarf ekkert endilega að sækja skóla til þess.

Páll Vilhjálmsson, 7.4.2015 kl. 18:36

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Skólar skapa aðstæður. En hvað svo???

Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 21:07

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Getur fólk orðið að fíflum eftir skólagöngu??? 

Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 22:00

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands segir í einni af bókum sínum "Menntun gerir manninn meiri" í merkingunni að hún fullgerir mennsku hans, þ.e. Þa möguleika sem aðskilja hann frá öðrum tegundum. Lykil orðið hér er -fullgerir-.

Skólanám, jafnvel langskólanámi, getur skilað manninum starfsfærni, en skilar honum ekki endilega meiri mennsku. Það er munur á færni/kunnáttu og menntun í skilningi Páls Skúlasonar. Gettu betur spurningakeppnin er gott dæmi. Maður dáist að færni þessara krakka við að svara spurningum, en getan til þess segir aðeins til um hæfileikann til að læra utan að. Segir ekkert um visku þeirra eða hvort hún eigi einhvern tíman eftir að birtast.

Skólar geta því aðeins boðið upp a möguleika til menntunar en það er undir einstaklingnum komið hvort hann tekur boðinu.

Ragnhildur Kolka, 8.4.2015 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband