Þriðjudagur, 7. apríl 2015
Ólafur auðmaður, eiginkonan og 75 milljarðarnir
Al Thani-málið gekk út á að blekkja almenning til að halda að Kaupþing væri starfhæfur banki þegar hann var í reynd gjaldþrota. Blekkingin var í þágu aðalstjórnenda og stærstu eigenda og Ólafur Ólafsson fyllti báða flokka.
Al Thani-fléttan var þaulhugsuð og byggði á sama módeli og þegar S-hópurinn svokallaði eignaðist Búnaðarbankann en þar var óþekktur þýskur banki í hlutverki Al Thani.
Ólafur og Ingibjörg eiginkona hans skilja ekki gangverk réttarríkisins. Auður stíflar bæði dómgreind og skilningarvit enda segir gömul hversdagsspeki að margur verður af aurum api.
Ólafur var ekki sakfelldur á grunni eins símtals, eins og Ingibjörg eiginkona hans heldur fram.
En fyrst Ingibjörg er tilbúin í umræðu um Kaupþing og afdrif bankans þá lætur hún kannski svo lítið að upplýsa okkur hvað varð um 75 milljarðana sem bankinn fékk rétt fyrir hrun af opinberu fé. Þessir peningar voru í beinhörðum gjaldeyri og ekkert til þeirra spurst.
Hvað er að frétta af 75 milljörðunum, Ingibjörg Kristjánsdóttir?
Segir Óla vera lögfræðing, ekki eiginmann sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr kæri Páll.
Ég tek undir hvert orð hér. Sömueiðis óska ég eftir því, eins og þú, að Ingibjörg/Ólafur upplýsi okkur um hvað varð um þessa gífurlegu fjármuni í eigu skattgreiðenda sem Kaupþin fékk.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2015 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.