Föstudagur, 23. janúar 2015
Bretar á útleið úr ESB
Eina leið Evrópusambandsins úr yfirstandandi kreppu er að auka miðstýringuna og ganga enn frekar á fullveldi aðildarríkjanna. Bretar eru búnir að fá nóg af miðstýringunni frá Brussel og heimta fullveldið heim.
Sambúð Breta og Evrópusambandsins getur ekki endað nema með skilnaði. Spurningin er aðeins hvenær og hvernig.
Af 28 þjóðum ESB eru 19 með evruna sem lögeyri. Þær þjóðir sem standa utan evru-samstarfsins, t.d. Bretland, Danmörk og Svíþjóð, eru líklegar til að finna sér stað utan ESB-samrunans.
Reiðubúinn að sjá á bak Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.