Fimmtudagur, 22. janúar 2015
ESB-sinni mótmælir sjálfum sér
,,Það er ekki hægt að kjósa einhliða um aðild að Evrópusambandinu, ekki frekar enn að kjósa einhliða um aðild að ýmsum viðskiptasamningum eða -blokkum," skrifar Svanfríður Jónasdóttir sem á sinum tíma leiddi Evrópunefnd Samfylkingarinnar.
Svanfríður segir réttilega að engar þjóðir, sem gengið hafa inn í ESB, hafi efnt til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja ætti inngönguferli inn í ESB.
En það er einmitt krafa Svanfríðar að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguferlið.
Þegar ESB-sinnar komast í mótsögn við sjálfa sig í stuttum bloggpistlum er deginum ljósara að ekki er heil brú í málflutningi þeirra.
Athugasemdir
Það má rétt vera í pistli Svanfríðar að um samningaviðræður sé að ræða. Það sem hún misskilur, viljandi eða óviljandi, er að það er þó ekki verið að semja um innihald samningsins, heldur hvernig hann skuli tekinn upp. Það er ekki verið að semja um hvort við höldum yfirráðum yfir sjávarauðlindinni, heldur hversu langan tíma við fáum til að afhenda þá auðlind í hendur kommissara ESB.
Gunnar Heiðarsson, 22.1.2015 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.