ESB gerir þá ríku ríkari - brauðmolahagfræði

Hlutabréfamarkaður í Evrópu tók kipp þegar tilkynnt var um peningaprentun Seðlabanka Evrópu. Ríkasta fólkið í Evrópu verður ríkara en þeir fátæku, sem ekki eiga hlutabréf, eru verr settir enda mun verðbólga fylgja í kjölfarið og gera lífsnauðsynjar dýrari.

Peningaprentun í ESB, sem heitir magnbundið inngrip á fínna máli, er brauðmolahagfræðin holdi klædd. Eftir að þeir ríku eru búnir að taka til sín ókeypis peninga til kaupa hlutabréf og greiða niður skuldir á vöxtum er hugmyndin að brauðmolar af gnægtarborði þeirra ríku falli þeim fátæku í skaut.

Afleiðingin af inngripum Seðlabanka Evrópu verður meiri ójöfnuður milli ríkra og fátækra.


mbl.is Svona á að bjarga evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Peningaprentun, er ekkert annað en annað orð yfir GENGISFELLINGU.En INNLIMUNARSINNAR vilja auðvitað ekki viðurkenna það........

Jóhann Elíasson, 22.1.2015 kl. 15:29

2 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Er ekki það sama upp á teninginn hér. Þeir ríku eignast sífellt stærri hlut af auð þjóðarinnar, það þarf ekki ESB til.

Óli Már Guðmundsson, 22.1.2015 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband