Trú er einkamál, kristni er þjóðmenning

Kristni er hryggstykkið í þjóðmenningunni. Trú, á hinn bóginn, er einkamál hvers og eins og þarf ekki að koma kristni við frekar en vill.

Kristni er forsenda þess að skilja íslenskt samfélag. Þeir sem hatast við samvinnu skóla og kirkju í menntamálum ganga erinda sértrúarhópa sem vilja þröngva pólitískum rétttrúnaði minnihlutahópa upp á íslenskan almenning.

Vinstriflokkarnir eru heimili pólitíska rétttrúnaðarins. Verkefni næstu ára er að takmarka möguleika vinstriflokkanna að grafa undan þjóðmenningunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem oftar; og aðrir gestir þínir !

Því miður: fipast þér þarna hrapalega, síðuhafi góður.

Hinir flokkarnir (núverandi stjórnarflokkar) - eru EKKI síður duglegir að grafa undan eðlilegu mannlífi í landinu, með stöðugt breikkandi gjánni á milli þeirra efnameiri og hinna / sem mun lakar standa: efnalega.

Ójöfnuður og misskipting: hefir varla náð hærri hæðum, síðan á Landnámsöldinni (cirka 670 - 870).

Þarna: fipast þér gróflega / Páll minn.

Allt alþingis uppsópið - er mengað af sjálfshyggju og sérgæzku: til handa sér og sínum / og því eykst öngþveitið meir og meir frá því, sem við þekktum hér - fyrr á tíð.

Þú getur betur en komið með þetta fimbulfamb: Páll minn / skyldi maður ætla - eða hvað ?

Með sömu kveðjum sem áður - af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 12:57

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Páll,

ég held ég skilji þig og þú ert líklega að lýsa því hvernig margir hugsa. En ég er sjálfur ósammála þessari nálgun. Ég lít svo á að það að vera kristinn sé að líta á Jesú Krist sem ímynd hins góða í heiminum ,að TRÚA á hann, sama hvort það er trú á "alvöru" ósýnilega veru, eða ímyndaðan mann sem við ímyndum okkur sem boðbera eða tákn hins fullkomna og algóða.

Það er auðvitað hægt að aðhyllast öll sömu meginsiðferðisprinsipp og Jesús predikaði, um góðmennsku og náungakærleik ÁN ÞESS að hafa í huganum ímyndaðan eða raunverulega Jesú Krist og Guð föður hans.

Kristur boðaði líka margt fleira en að við ættum að vera góð við náungann. Hann predikaði að við öll fæðumst syndug og öðlumst ekki friðþægingu nema fyrir frelsun hans (EF við trúum á hann), hann boðaði dómsdag þar sem vantrúaðir hljóti eilífa glötun. Þetta finnst mér ekki sérstaklega fallegt, þó sjálsagt geta menn túlkað það á ýmsan hátt og dregið eitthvað út úr þessari speki.

Þannig að ég fyrir mitt leyti segi í fullkominni sátt við mig sjálfan og mitt samfélag: ÉG ER EKKI KRISTINN.

Með vinsemd og aðventukveðju.

Skeggi Skaftason, 15.12.2014 kl. 16:07

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skeggi, eins og segir í færslunni er trú einkamál fólks. Hvað sem menn segja um trúarritið Biblíuna þá getur enginn mótmælt því að bókin er menningararfur. Þeir sem ekki þekkja þennan menningararf eru úti á þekju í samfélaginu. Og ekki viljum við kenna börnum að vera úti á þekju.

Páll Vilhjálmsson, 15.12.2014 kl. 16:17

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já. Biblían er menningararfur.

En í augum Þjóðkirkjunnar er Biblían miklu MEIRA en bara menningararfur. Það er skýrt tekið fram í undirstöðujátningum Þjóðkirkjunnar að Biblían - bæði gamla og nýja testamentið - sé sannleikur og ORÐ GUÐS. Þúsundir manna, bæði í Þjóðkirkjunni og utan hennar, trúa þessu sem heilögum sannleik, að Biblían sé beinlínis skrifuð ekki bara af vitrum mönnum, heldur að þetta sé raunverulega boðskapur GUÐS, alvöru andlegrar vitsmunalegrar veru, sem talaði til höfunda Biblíunnar.

Ég veit ekki hvort prestar Þjóðkirkjunnar trúi þessu. Ég veit satt að segja ekki hverju þeir trúa. Þeir líta kannski á það sem sitt einkamál? En þeir reyndar sverja í sínum embættiseið að þeir trúi þessu og ýmsu öðru.

Skeggi Skaftason, 15.12.2014 kl. 16:35

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Allt satt og rétt hjá þér, Skeggi. Líka hitt að kennivald kirkjunnar er farið veg allrar veraldar fyrir löngu síðan. Af því leiðir skiptir litlu hvað þeir segja um Biblíuna sem eru trúaðir, hvort þeir telji stærri eða smærri sannleika leynast þar.

Í öllum samfélögum  á öllum tímum eru arfsagnir um upphaf lífs og merkingu þess. Atlaga að þessum arfsögnum er venjulega gerð í nafni einhverrar nýrrar útgáfu af sannleikanum, sbr. Robespierre á tímum frönsku byltingarinnar og kommúnisma á síðustu öld.

Arfsagnir sem standast tímans tönn eru til þess fallnar að skapa samfélögum andlega og siðferðislega kjölfestu. Og það hefur kristnin skammlaust gert hér á landi.

Páll Vilhjálmsson, 15.12.2014 kl. 17:06

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér sýnist að þeir sem aðhyllast þjóðkirkjuna séu ekki tiltakanlega "sanntrúaðir".  Enda eru hátt í 40 trúfélög hér á landi sem bjóða "betur". 

Þjóðkirkjan okkar er eins konar málamiðlun sem á rætur í þúsund ára gömulu samkomulagi.

Kolbrún Hilmars, 15.12.2014 kl. 18:24

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Síðan hvenær er lögfest ,,samvinna kirkju og skóla í menntamálum"?

Eru hægri-ofsasinnar orðnir heilt gal í hoveded.

Látið þjóðina bara í friði og hættið að eyðileggja jólin fyrir henni.

Svo legg ég til að hægri-öfgastjórnin segi hið fyrsta af sér og geri alla glaða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2014 kl. 18:53

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Stjórnarskráin:

62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

Páll Vilhjálmsson, 15.12.2014 kl. 21:04

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Minn ágæti Páll.

Auðvitað eru svona "arfsagnir" skemmtilegar og eitthvað sem við eigum að halda uppá. Rétt eins og Völuspá, og söguna um Ask og Emblu, sem er ekki síður skemmtileg en sagan af Adam og Evu. Ég las þær báðar hvora á eftir annarri fyrir mín börn.

En við þurfum ekkert að vera að messa yfir ungum börnum frá 3 ára aldri að þetta sé SANNLEIKUR er það?  Við látum alla vega ekki skólana standa í slíku, en ef þú vilt ota þessum sögum að þínum börnum og barnabörnum eins og heilögum sannleik þá er enginn neitt að amast vi því.

Ég neita því alfarið að ég eða t.d. Líf Magneudóttir séum að standa í einhverri ATLÖGU að einhverjum trúarlegum goðsögnum eða "arfsögnum". Þvert á móti hafa allir trúleysingjar sem ég sé tjá sig um þetta mál tekið undir að auðvitað eigi að FRÆÐA börnin um trúarbrögð, uppruna þeirra, kenningar og sögur.

Skeggi Skaftason, 15.12.2014 kl. 23:04

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

63. grein Stjórnarskrárinnar er fá árinu 1874. Með stjórnarskránni var loksins leitt í lög TRÚFRELSI. Fram að þessum tíma var TRÚARÁNAUÐ. Í því ljósi er ekki skrýtið að Þjóðkirkjunni hafi verið gert hátt undir höfði enda var kirkjan þá enn KENNIVALD. En eins og þú réttilega segir þá er lítið orðið eftir af því kennivaldi. ÉG segi SEM BETUR FER!!  Þetta stjórnarskrárákvæði er einfaldlega orðið úrelt.

Skeggi Skaftason, 15.12.2014 kl. 23:07

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi 62. grein, -  Þetta hefur ekkert með skólastarf að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2014 kl. 23:28

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Ert þú sammála því að í skólum skuli fara fram trúarfræðsla en ekki trúboð? Eða telur þú að trúboð eigi að vera heimilt í almennum grunnskólum?

Það hefur engin verið að amast gegn samvinnu kirkju og skóla í trúarfræðslu en margir hafa verið að amast við trúboði í almennum grunnskólum enda er slítk skilgreint sem mannréttindabrot bæði samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evróðu auk þess að vera á skjön við reglur frá menntamálaráðuneytinu.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2014 kl. 00:47

13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er ekki næsta skref hjá "mannréttinda" frömuðum að banna jólasveininn? Hann er skurðgoð til þess eins að láta börnin aðhyllast kristna trúarhátíð.

Kjartan Sigurgeirsson, 16.12.2014 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband