Hrun, kreppa og reikul valdahlutföll

Hrunið 2008 og kreppan í kjölfarið settu í uppnám valdahlutföll samfélagsins. Auðmenn, sem verið höfðu nokkurs konar þjóðfélagslegir spámenn, og mættu sem slíkir á landsfundi flokkanna, urðu á einni nóttu skúrkar. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll með brauki og bramli; fyrsta hreina vinstristjórnin var mynduð vorið 2009.

Vinstrimenn trúðu því að nýtt skeið vinstrimeirihluta landsstjórnarinnar væri runnið upp með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Ætlun vinstrimanna var að breyta Íslandi i grundvallaratriðum, með inngöngu í Evrópusambandið og nýrri stjórnarskrá.

Valdadraumar vinstrimanna urðu að martröð þegar rann upp fyrir þeim að leiðangur Jóhönnustjórnarinnar til Evrópu og uppstokkunar stjórnskipunar landsins naut ekki stuðnings þjóðarinnar. Í kosningunum 2013 fékk vinstristjórnin verstu útreið stjórnarflokka i eftirstríðsárasögu vestrænna þjóðfélaga.

Valdahlutföll samfélagsins fengu ekki kjölfestu með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það sást best þegar embættismenn, fjölmiðlarnir RÚV og DV, ásamt stjórnarandstöðunni tókst að knýja innanríkisráðherra til afsagnar með því að gera litla fjöður að hænsnabúi.

Regluleg mótmæli á Austurvelli eru annar skýr vitnisburður um reikul valdahlutföll. Þeir sem mæta þar, hvort heldur í þágu ESB-umsóknar, Jæja-hópsins eða RÚV telja sig geta sett fyrirætlanir stjórnvalda í uppnám - auðvitað með stuðningi stjórnarandstöðu og fjölmiðla eins og DV og RÚV.

Valdahlutföll festast í sessi með stöðugleika í efnahagsmálum og festu í stjórnmálum. Hvorttveggja tekur tíma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið rosalega langaði þau að umbylta öllu og gera Ísland að "útlandi.Varla  fengu þau breytt legu landsins,með tilliti til birtu og sólar...sem væri kannski ásættanlegt. - En vonandi hætta þau tilraunum sínum með að Esb,væða landið,því íbúar þessa lands eru miklu frekar á því að losa sig við EES.

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2014 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband