Mánudagur, 3. nóvember 2014
Ríkið á að gera mig hamingjusaman
Ef launin mín hrökkva ekki til að ferðast til útlanda eða kaupa miða á jólatónleika, greiða fyrir áskrift að fjölmiðlum og fara reglulega út að borða þá á ríkið að bæta mér það upp. Annað er ósanngjarnt.
Vegna þess að sumir aðrir eiga meiri peninga en ég þá á að skattleggja þá til helvítis svo að ég geti fengið eitthvað meira gefins frá ríkinu.
Ég á hvorki að leita mér að betur borgaðri vinnu né auka yfirvinnuna þegar ég vil auka tekjurnar. Það er ósanngjarnt. Ríkið á að sjá mér fyrir lífsins gæðum.
Ég ætla sem sagt að mótmæla í dag.
Og ef mótmælin bera ekki árangur þá ætla ég að stofna stjórnmálaflokk.
Ríkishamingjuflokkinn.
Athugasemdir
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Ósköp - er þetta spé þitt: að því fólki sem Bankar og aðrar fjárplógsstofnanir hafa rænt að undanförnu lágkúrulegt - Páll minn.
Ég þekki allmikinn fjölda fólks - sem þessi lýsing þín hér að ofan Á ALLS EKKI VIÐ: síðuhafi góður.
Má vera - að þú þekkir einhver tiltekin dæmi / teljandi á fingrum annarrar handar það fólk: sem ég þekki að bruðli og óráðsíu alla vegana.
Hitt er annað - að allt of margir gera óhóflegar kröfur til hátimbraðra lífsgæða: sem fáir ná að standa undir / á eigin forsendum - og að eiga fjármuni fyrir Helvítis glysinu.
Sem betur fer - auðnaðist mér Páll: að alast upp með - og kynnast fjölda fólks: skyldu mér sem vandalausu / sem fætt var vel fyrir aldamótin 1900:: þekkti tímana tvenna (þar á meðal kreppuna 1929 - 1940): og kunni sér hóf í sínu daglega líferni - þó sumt þess hafi alveg haft fjárhagslegt bolmagn til munaðar og óhófs / að þá iðkaði það fremur hófsamar lífs venjur - sem þættu víst ekki merkilegar í dag / síðuhafi góður.
Þannig að - þú ættir aðeins að rifa Segl þín Páll minn / áður en þú tekur til frekari alhæfinga í þessum efnum;; ágæti drengur.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 12:53
Ég þekki líka fjölda fólks sem lýsingin á ekki við. En það er yfirleitt af eldri kynslóðum sem ólust upp við að stjórna sínu lífshlaupi sjálfar.
Tilhneigingin í dag er sú að "ríkið" á að sjá um alla hluti - yngra fólk er margt (ekki allt þó!) búið að gera að alhliða þjónustuneytendum.
Vandamálið er bara að ríkisbáknið er ekki hannað til samræmis.
Kolbrún Hilmars, 3.11.2014 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.