Laugardagur, 27. september 2014
Krónan, evran og atvinnuleysi
Með krónu og fullveldi tókst Íslendingum að vinna sig hraðar úr hruninu en þeir hefðu annars gert. Hér varð ekki langtímaatvinnuleysi og hagvöxtur tók hratt við sér.
Samanburður við Írland er nærtækur. Írar voru með evru og í Evrópusambandinu. Í fimm ár eftir bankahrun, sem varð á svipuðum tíma og á Íslandi. bjuggu Írar við atvinnuleysi upp á 13 til 15 prósent. Í haust er því sérstaklega fagnað að atvinnuleysi á Írlandi er komið niður fyrir evru-meðaltalið og liggur nú við rúm 11 prósent.
Íslensk samfélagsgerð væri ekki söm og jöfn ef við yrðum að þola yfir tíu prósent atvinnuleysi yfir lengri tíma. Þeir sem biðja um evru eru jafnframt að kalla yfir okkur langtímaatvinnuleysi þúsunda landsmanna.
Evran hefði ekki gagnast Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.