Þriðjudagur, 23. september 2014
Örugg tök ríkisstjórnar á efnahagsmálum
Ríkisstjórnin er með örugg tök á ríkisfjármálum sem skilar sér í þeirri stöðu efnahagsmála að raunhæfar forsendur eru að afleggja gjaldeyrishöftin svokölluðu á næstu misserum.
Gjaldeyrishöftin voru frá fyrsta degi aðeins fyrir stórnotendur gjaldeyris og almenningur ekki fundið fyrir þeim, - þökk sé traustri útfærslu Seðlabankans á höftunum.´
Almenningur, á hinn bóginn, finnur vel fyrir efnahagsbatanum sem verk ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skila þjóðarbúin. Hér er hagvöxtur, lítið sem ekkert atvinnuleysi og framtíðarhorfur býsna góðar.
Gjaldeyrishöftin verða farin áður en nokkur tekur eftir því.
Áætlun liggi fyrir á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er seint kallað örugg tök á ríkisjármálum sem er í ólestir og enginn pólítiskur vilji fyrir alvöru upptokkun
sleggjuhvellur, 23.9.2014 kl. 13:08
Hvernig finnur fólkið sem hrökklaðist úr landi vegna atvinnumissis fyrir þessum efnahagsbata og litlu atvinnuleysi, Páll?
Erlingur Alfreð Jónsson, 23.9.2014 kl. 14:20
Mig minnti að atvinnuleysi hefði minnkað, kaupmáttur aukist og hagvöxtur nokkru áður en þessi ríkisstjórn komst til valda.
En kannski er þetta misminni hjá mér.
Ómar Ragnarsson, 23.9.2014 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.