Fimmtudagur, 14. ágúst 2014
Elliði fær haturspóst
Elliði Vignisson skrifaði rökstudda stuðningsyfirlýsingu við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Í kjölfarið fær hann haturspóst. Elliði birtir sýnishorn en þar er hótað að hann verði fyrir skipulögðu aðkasti og ,,tekinn niður".
Nafnkunnur penni benti á að ég ætti að hafa vit á því að halda mig til hlés ef ég myndi ekki vilja ....verða undir þeirri sömu öldu og kom Sjálfstæðisflokknum út úr þinghúsinu í hruninu
Hverjir standa fyrir skipulögðum hatursherferðum?
Athugasemdir
Hér eru væntanlega sömu aðilar að verki sem herja á Hönnu Birnu án saka, í þeim tilgangi að knésetja pólitíska andstæðinga sína. Þetta virðast vera þau meðöl sem vinstrimenn helst nota þegar þeir komast í málefnaleg þrot.
Þetta er ljótur leikur málefnafátækra manna og kvenna, en vopn þeirra mun að lokum snúast í höndum þeirra og fella þau sjálf, vopnin munu opinbera hvílíkan mann þetta fólk hefur að geyma.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.8.2014 kl. 11:18
Andlega fátækt fólk beitir hótunum. Rökþrota fólk sem kann ekkert nema ofbeldi. Vonandi fer Elliði með þetta miklu lengra. Það er kominn tími til að taka á svona ofbeldi í þessu landi.
Elle_, 15.8.2014 kl. 05:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.