Miðvikudagur, 9. júlí 2014
Innflutt hrátt kjöt, vistkerfið og sjúkdómar
Áður en starfsmenn danskra svínabúa fá inni í á sjúkrahúsum þar í landi eru þeir prófaðir fyrir MRSA-veirunni sem er fjölónæm og veldur lokunum á sjúkrahúsdeildum þar sem hún finnst.
Iðnvædd svínakjötsframleiðsla danskra búa reynir á þanmörk vistkerfisins, segir Steinar Westin prófessor í lýðheilsufræðum í grein sem hann skrifar undir heitinu Ökologisk svineri eða Vistfræðileg svínastía.
Westin er Norðmaður og hann varar landa sína að snæða dansk svínakjöt vegna dýrasjúkdóma sem eru landlægir í dönskum svínabúum - en ekki norskum.
Kjöt er ekki vara eins og tannkrem eða þvottavélar. Vistkerfi kjötframleiðslu leyfir ekki nema takmarkaðar stærðir, t.d. fjölda svína í einu búi, ef ekki á illa að fara. Dönsk svínabú, sem eru stór jafnvel á evrópskan mælikvarða, nota ógrynni af sóttvarnarlyfjum til að stemma stigum við sjúkdómum. En eykur aftur líkurnar á að MRSA-veiran, sem er fjölónæm, nái sér á strik.
Kjötframleiðsla á Íslandi er bæði hóflegri og heilbrigðari en víðast hvar á byggðu bóli. Fórnum ekki slíkum gæðum af vangá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.