Þriðjudagur, 10. júní 2014
Björt framtíð frelsar Sjálfstæðisflokkinn úr umsátri vinstriflokkanna
Eftir hrun tóku stærstu flokkar vinstrimanna, Samfylkingin og VG. sig saman um að útiloka Sjálfstæðisflokkinn. Markmið vinstriflokkanna var að mynda blokk gegn Sjálfstæðisflokknum. Í því skyni var reynt á síðasta kjörtímabili að fá Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn Jóhönnu Sig.
Björt framtíð, sem stofnuð var til að hirða vinstrafylgi sem hvorki felldi sig sig við Samfylkingu né VG, rýfur umsátur vinstrimanna um Sjálfstæðisflokkinn með því að efna til samstarfs við móðurflokk íslenskra stjórnmála í Kópavogi og Hafnarfirði.
Formaður Bjartar framtíðar orðar afstöðu sína á athyglisverðan hátt
við höfum aldrei sagt að við ætluðum bara ekki undir neinum kringumstæðum að starfa með Sjálfstæðisflokknum.
Vitanlega er það ekki sagt upphátt þegar lýðræðinu er gefið langt nef.
Frelsun Sjálfstæðisflokksins úr herkví vinstrimanna fær m.a. þær afleiðingar að vinstri grænir taka að efast um að heppilegt sé að kalla núverandi og fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins öllum illum nöfnum.
Vinstrimenn töpuðu fyrir rúmu ári valdaforræði sínu til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hrokinn og yfirgangurinn, sem vinstrimenn sýndu kjörtímabilið 2009-2013, víkur fyrir auðmýkt.
Karpa um Geir Haarde | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar "móðurflokkur íslenskra stjórnmála" er kominn niður í um 25% fylgi á landsvísu og í fyrrum höfuðvígi sínu, Reykjavík, gerist engin þörf fyrir sérstakt "umsátur um þann flokk. Heilarlínurnar hafa gerbreyst frá því sem var fyrir Hrun.
Ómar Ragnarsson, 10.6.2014 kl. 12:47
Ómar - í Kópavogi er móðurflokkur íslenskra stjórnmála með 40% fylgi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.6.2014 kl. 17:05
Þeir flýðu úr höfuðvígi sínu og gera enn.
Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2014 kl. 18:19
Hatur þeirra á Sjálfstæðisflokknum blasti nú við, allsstaðar, í alþingi, í RUV. Mátti sjá Captain Johanna og Steingrím verða nánast fjólublá í framan.
Elle_, 10.6.2014 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.