Vinstrifasismi skilgreindur

Framsóknarflokkurinn er höfuðandstæðingur vinstrimanna. Það sést á reiðiþrungnum pistlum manna eins og Karls Th. Birgissonar og Illuga Jökulssonar. Vegna hatursáróðurs vinstrimanna gegn Framsóknarflokknum skrifaði Eva Hauks eftirfarandi

þá er skoðanakúgun eitt skýrasta merki fasisma og meira lagi kaldhæðnislegt að berjast gegn rasisma með fasisma.

Vinstrimenn missa sig í skoðanakúgun sökum þess að þeir eru sannfærðir um andlega yfirburði sína og fyrirlíta skoðanir annarra. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Ég hef ekki orðið var við neinn hatursáróður gegn Framsóknarflokknum. Geturðu nefnt einhver dæmi?

Hefur þú fundið fyrir skoðanakúgun? Hefur einhver reynt að þagga niður í þér og banna þér að tjá þig?

Einar Karl, 2.6.2014 kl. 10:06

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Karl TH. Birgisson og Illugi Jökulson eru borgaralegir spjátrungar en ekki vinstrimenn. En burt séð frá því, þá eru allmörg sannleikskorn í pistlunum þeirra sem Páll vísar í.

Jóhannes Ragnarsson, 2.6.2014 kl. 11:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enginn virðist vera nógu vinstrisinnaður til að hljóta náð fyrir augum Jóhannesar Ragnarssonar og sennilega var Stalín argasta íhald í hans augum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2014 kl. 21:20

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar Karl verður hér uppvís af því að það eru ekki einungis andkristin gleraugu sem hann rýnir í mannlífið, heldur eru þau lituð vinstriglýju rasismans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.6.2014 kl. 11:15

5 Smámynd: Elle_

Hvaða hatursáróður og hægri-öfga og kynþáttafordóma frá Framsókn er þetta fólk að vísa í?  Varla verður lengur þverfótað fyrir þessu ofstækisfólki.

Elle_, 3.6.2014 kl. 17:19

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er blátt áfram sögufölsun, Axel Jóhann, að halda því fram að einskaklingar og flokkar séu vintriflokkar þegar þeir eru að ekki. Ég veit ekki hvaða ranghugmyndum þeir menn eru haldnir sem eru að bögglast við að halda því fram að Samfylking og VG séu vinstriflokkar þegar fyrir liggur að fátt eða ekkert bendir til þess, ef tillit er tekið til verka þeirra. Samfylkingin er tam. svo hreinræktaður hægriflokkur, að engin leið er að halda öðru fram.

Jóhannes Ragnarsson, 4.6.2014 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband