480 þús. er ekki hálf milljón - ALLS EKKI

Þráðurinn er stuttur í flugvallarstarfsmönnum. Talsmaður þeirra, Kristján Jóhannsson, viðurkennir að mánaðarlaunin séu 480 þúsund kr. en finnst óheyrilega ósvífið að formaður Samtaka atvinnulífsins segi launin hálf milljón á mánuði.

Spurning hvort ekki ætti að niðurgreiða reiðinámskeið fyrir Kristján og félaga, fyrst þeir stökkva upp á nef sér vegna þess að 480 þús. kr. eru ekki hálf milljón.


mbl.is „Þetta hleypir illu blóði í mitt fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur

Enda er óréttmætt að tala um heildarlaun með allri yfirvinnu,vaktarálagi og bílastyrkjum. Með þessari vinnu ná starfsmenn kannski um 450.000 kr. í heildarlaun. Eru flugvallarstarfsmenn eru á vakt alla daga ársins, allan sólarhringinn.

 Nær væri að tala um grunnkaupið sem er um 250.000 kr. og er það langt frá því að vera 500.000 kr.

Haraldur , 25.4.2014 kl. 13:25

2 identicon

Ef þetta væri 480 þús. fyrir 40 tíma vinnuviku sem væri alltaf á dagvinnu þá hefðu þeir ekkert að kvarta yfir.

En þetta er það ekki. Þeir vinna vaktavinnu og þeir vinna yfirvinnu og með því ná þeir þessum launum. Það er fullkomlega sanngjarnt að óska eftir launum sem þú getur framfleytt þér af án þess að þurfa yfirvinnuna.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband